Fréttablaðið - 26.11.2016, Síða 20

Fréttablaðið - 26.11.2016, Síða 20
Nú er að fara í hönd árstíð ljóss og friðar með allri þeirri gleði og tilhlökkun sem ríkir, bæði hjá börnum og fullorðnum. Aðventan að hefjast og jólahátíðin á næsta leiti. Þetta er fyrir marga mjög skemmti- legur tími og mörg okkar njóta hans með fjölskyldu og vinum í þakklæti, umhyggju og gleði. En það er því miður ekki þannig hjá öllum. Þessi tími, jólaundirbún- ingur og jólahátíðin, getur á sumum heimilum verið verulega flókinn og erfiður og einkennst af mikilli van- líðan, streitu og jafnvel hættuástandi. Það kemur engum á óvart að flestir eyða meiri peningum í desember en aðra mánuði ársins og fyrir efnalitlar fjölskyldur getur þessi mánuður ein- kennst bæði af skorti og áhyggjum. Það er líka þekkt að neysla áfengis er meiri í desembermánuði en flesta aðra mánuði ársins og það getur á sumum heimilum valdið mikilli van- líðan, skömm, sorg og ótta. Það sem hins vegar ekki alveg jafn margir vita er að ofbeldi á heimilum eykst líka í þessum mánuði, jólamánuðinum. Ofbeldi sem skapar óöryggi, van- líðan, ótta, kvíða, skömm, sorg og hættuástand. Á heimilum þar sem ofbeldi er beitt getur þetta verið erfiðasti og versti tími ársins og það er mikilvægt fyrir alla sem umgangast börn að vera meðvitaðir um þetta. Þegar mörg börn koma brosandi í skólann og full af tilhlökkun fyrir því sem koma skal, eru önnur börn sem koma brotin og án allrar tilhlökkunar. Þau koma full af kvíða yfir því sem koma skal því reynslan hefur kennt þeim að þessi tími er vondur, jafnvel hættulegur. Ég veit vel að flesta langar alls ekki til að heyra þetta, og alls ekki núna og sumir spyrja mig af hverju ég þurfi „alltaf að vera að tala um eitthvað leiðinlegt“ en það verður eiginlega bara að hafa það. Þetta er veruleiki ungra barna, fleiri barna en flesta grunar, sem hafa ekkert val um annað og þá verðum við sem erum full- orðin að taka á honum stóra okkar og hlusta. Hlusta á veruleika þessara barna og gera okkar til að grípa inn í eins og við á. Sem félagsráðgjafi hef ég, eins og svo margir aðrir félagsráðgjafar, komið að heimilisofbeldismálum í mínu starfi. Ég hef unnið með brota- þolum kynferðis- og heimilisofbeldis um árabil og þekki vel hvað þessi tími hefur oft þýtt fyrir mína skjólstæð- inga. Þessi tími einkennist af mikilli streitu og ótta og ótal tilraunum til að „halda öllum góðum“, sem ekki er raunhæft því ofbeldi er aldrei á ábyrgð þess sem því er beittur. Ekkert barn á að þurfa að lifa við það að orka þess fari í að halda pabba eða mömmu „á mottunni“ svo að jólin – eða hvaða annar tími á árinu sem er – geti verið þolanlegur og án mikilla átaka. Ekkert barn á að þurfa að vakna á aðfangadag – né nokkurn annan dag ársins – og þurfa að byrja á því að hlusta eftir aðstæðunum á heimilinu. Þurfa að læðast fram og athuga hvernig mamma og pabbi eru stemmd. Athuga hvort spenna liggi í loftinu, því trúðu mér börnin finna það um leið hvort spenna er í loftinu, þetta er þeirra veruleiki alla daga ársins. Þessi börn kvíða ekki minna fyrir jólunum heldur en þau hlakka til og stundum er kvíðinn alls ráðandi. Mín ósk til ykkar allra sem þetta lesið er að þið munið eftir þessum börnum fyrir þessi jól og látið ykkur það varða ef þið verðið vör við óviðunandi aðstæður barna á þessari aðventu. Hátíð ljóss og friðar? Það er eitt að greinast með krabbamein með allri þeirri angist sem því fylgir fyrir þann greinda og ástvini hans. Það er því varla ábætandi að þurfa einnig að kljást við fjárhagsáhyggjur sem því miður margir krabbameinsveikir þurfa að gera. Varla þarf að fara mörgum orðum um óhóflega greiðsluþátttöku þeirra í heilbrigðiskerfinu; kostnað sem oft og tíðum hleypur á hundruðum þúsunda. Þeir krabbameinssjúkl- ingar sem mæta reglulega í lyfja- meðferð á Landspítalann þurfa, ofan á allan annan kostnað, að greiða stöðugjald á bílastæðum við spítalann. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt og enginn kvartar yfir því. Vandinn er aftur á móti sá að fæstir vita hvað þeir dvelja lengi á spítal- anum og þurfa því að gera sér ferð út af spítalanum til að endurnýja stöðugjaldið, ef þeir vilja ekki fá sekt sem er 2.500 krónur. Allir sem þurfa að gangast undir lyfjameðferð við krabbameini, þurfa að mæta oft og því geta stöðu- gjöld verið umtalsverð. Það sjá allir að veikt fólk á erfitt með að hlaupa frá í miðri meðferð til þess að endur- nýja stöðugjaldið. Flestir sem mæta í lyfjameðferð eru það veikir að þeir eiga erfitt með að nýta sér almenn- ingssamgöngur og þurfa því að mæta á einkabíl. Við sem vinnum að hagsmuna- málum krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra og heilbrigðis- starfsfólk, höfum margoft orðið vitni að óánægju þessa fólks. Í ljósi þess hefur verið haft samband við borgar- yfirvöld og beðið um úrlausn þess- ara mála. Það sem hefur verið rætt á LSH er t.d. það að þeir sem mæta reglulega í lyfjameðferð á spítalann, greiði einungis tveggja klukkustunda stöðugjald og þeir einir njóti þess sem hafi sérstaka merkingu í bílnum sínum um að þeir séu í krabbameins- meðferð. Til að fá þennan passa þyrfti vottorð sem er undirritað af lækni viðkomandi sjúklings. Þetta er í raun svipað og gert er varðandi p-merki fyrir hreyfihamlaða. Sá passi myndi einungis gilda á meðan á meðferðinni stendur. Hugmyndir af þessum toga hafa verið bornar undir þá sem málum stýra hjá Reykjavíkurborg – en án árangurs. Því skal reyndar haldið til haga að fólk í sömu stöðu og krabbameinsgreindir getur sótt um niðurfellingu sektar en við teljum það niðurlægjandi fyrir krabba- meinsveika. Þetta mál er hægt að leysa með einföldum hætti ef viljinn er fyrir hendi. Nógar eru áhyggjur þeirra sem berjast við lífsógnandi sjúkdóm svo ekki bætist við streita vegna bílastæða og kostnaðurinn sem kann af þeim að hljótast. Honum er ekki á bætandi við þann kostnað sem þeir þurfa þegar að bera vegna sjúkdóms síns. Við skor- um því á borgaryfirvöld að koma til móts við krabbameinsgreinda hvað þetta varðar. Gjaldtakan byrjar á bílastæðinu Ragnheiður Davíðsdóttir framkvæmda- stjóri Krafts Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi Ekkert barn á að þurfa að lifa við það að orka þess fari í að halda pabba eða mömmu „á mottunni“ svo að jólin – eða hvaða annar tími á árinu sem er – geti verið þolanlegur og án mikilla átaka. Þetta mál er hægt að leysa með einföldum hætti ef vilj- inn er fyrir hendi. Nógar eru áhyggjur þeirra sem berjast við lífsógnandi sjúkdóm svo ekki bætist við streita vegna bílastæða og kostnaðurinn sem kann af þeim að hljótast. METSÖLU- HÖFUNDAR Íslensku barnabóka- verðlaunin 2010 Íslensku bókmennta- verðlaunin 2015 „Höfundur hefur þennan x-factor, neistann sem þarf til að geta skemmt lesendum. Maður hlær upphátt.“ Guðríður Haraldsdóttir / Vikan Ævar hlaut viður kenn ingu Jónasar Hallgrímssonar á degi ís lenskr ar tungu ✶ ✶ ✶ ✶ „… skemmtileg og fyndin …“ Halldóra Elín Einarsdóttir / Barnablað Fréttablaðsins (um Þín eigin þjóðsaga) „Það er mér mikill heiður að fá að vera ein af hetjunum í bókinni hans Þorgríms.“ Aron Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu 1. Barnabækur – skáldverk 01.11-21.11.2016 2. Barnabækur – skáldverk 01.11-21.11.2016 3. Barnabækur – skáldverk 01.11-21.11.2016 Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 4 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 1 -A 8 5 0 1 B 7 1 -A 7 1 4 1 B 7 1 -A 5 D 8 1 B 7 1 -A 4 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.