Fréttablaðið - 26.11.2016, Page 38

Fréttablaðið - 26.11.2016, Page 38
2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r38 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð rúms. Á nítjándu öldinni verður þetta mjög fastmótað form þar sem það sem við lítum á sem hefðbundna sjálfsævisögu er orðið að veruleika. En það er í raun bara ákveðin tegund af realisma sem við lítum á sem hefð- bundna sjálfsævisögu. Síðan þá hafa verið gerðar alveg ótal tilraunir á þessu formi. Ótal til- raunir með því að segja sögu sína á einhvern annan hátt. Til að mynda ekki endilega í tímaröð heldur þema- tískt, eða að taka eitt ár og láta það standa fyrir ævina, eða segja sögu sína í ljósmyndum og þannig mætti lengi telja. Þessar tilraunir lýsa í raun miklu frekar ákveðnum breytingum á sambandinu á milli sjálfsævisögu og skáldsögu. Þetta er alltaf í einhverju sambandi vegna þess að sjálfsævi- sagan notar sér svo mikið frásagnar- tækni úr skáldskap og öfugt. Þannig að tengslin hafa alltaf verið sterk en þau færast til og breytast.“ Mín bók, mitt minni Gunnþórunn nefnir að bækur á borð við verk Jóns Gnarr séu kannski frekar nýtt fyrirbæri hér en að slíkar bækur séu vel þekkt fyrirbæri erlendis. „Það eru alls konar ástæður fyrir því að Jón Gnarr kallar þetta skáldaða ævi- sögu og er tregur til að gefa ákveðin svör þegar hann er spurður út í þetta. En í grunninn ganga þessi verk ákaf- lega mikið út á það að skapa ákveðna ímynd. Að skapa ákveðna hugmynd um hans fortíð og af því að þetta er samtímasaga og af því að þetta er dramatískt sem hann er að segja frá, þá er þetta í lifandi minni hjá mjög mörgum, þá getur fólk bara sagt nei, þetta gerðist ekki. Þetta var ekki svona. Þannig að ef einhver vildi skrifa ævisögu Jóns Gnarr og halda fram þessum atriðum sem þar koma fram, þá væri þetta mjög svo á siðferðislega gráu svæði. Einfaldlega vegna þess að ævisagan á að lúta ákveðnum lög- málum um heimildir og sagnfræði. En af því að þetta er sjálfsævisaga, og Jón getur sagt „ég man þetta svona og hitt skiptir ekki máli“, þá er þetta allt annað. En það er samt alltaf þannig þegar lesendur fá í hendurnar texta sem er kynntur til sögunnar með þessi tengsl við veruleikann að vera sjálfsævisaga, að þá les fólk þetta öðruvísi. Gerir aðrar kröfur og vænt- ingar til textans. Þetta eru mjög athyglisverðar deilur og Jón hefur m.a. verið sakaður um að taka á sig minningar annarra. Það eru reyndar til dæmi um það úti í heimi sem eru mun dramatískari en þetta þegar fólk þykist t.d. hafa lent í helförinni. Slíkir textar eru eðlilega mjög umdeildir en þeir segja okkur mikið um þær væntingar sem við höfum til svona texta og þá ekki síst þegar þetta er svona beint inn í sam- tímann þegar tiltölulega ungt fólk er að skrifa um nýliðna atburði. En með því að skilgreina verkið með ákveðnum hætti þá fær höf- undur á borð við Jón Gnarr ákveðið frelsi. Ályktanirnar sem hann dregur af þessu fyrir sína ímynd og það sem er sannfærandi í verkinu eru áhrifin. Þessi tilfinning fyrir því að vera á jaðr- inum og utangarðs sem skapar hann sem persónu, það er sannfærandi. Þegar hann er að búa til Jónsa pönk sem fyrirbæri þá er það sannfærandi. Þannig er þetta freistandi tæki til þess að búa til sína mynd af sögunni, hvort sem það er pólitíkus eða höfundur sem stendur þarna að baki.“ Líf annarra Gunnþórunn bendir á að höfundar nota líka eigin líf og annarra í sínum skáldskap og þar geta mörkin ekki síður orðið óljós. „Konan við þúsund gráður eftir Hallgrím Helgason er ein- mitt nærtækt dæmi um slíkt. Það er auðvitað viðkvæmt þegar höfundur tekur yfir annað líf og býr til úr því skáldsögu. En það er hins vegar svo vel þekkt í bókmenntasögunni að það er í sjálfu sér lítið við því að segja.“ Nokkrum árum síðar þá kemur önnur bók um ævi sömu konu og þar er farið í staðreyndir og líf hennar rakið frá vöggu til grafar. Byggir það á þörf fyrir að leiðrétta? „Slíkt er að minnsta kosti vel þekkt fyrirbæri. Það er frægt dæmi hjá höfundinum Michael Ondaatje sem skrifaði mjög frjálslega sögu um fólkið sitt á Sri Lanka og bróðir hans varð svo fúll að hann skrifaði sína eigin. Þannig að þetta er að minnsta kosti allt til. En svo eru rithöfundar oft í sínum fyrstu bókum að byggja á eigin lífi, eins og Pétur Gunnarsson gerði í Andrabókunum, en svo seinna skrifa þeir einhverja sjálfsævisögulega texta og þá er eins og skáldsagan hafi ekki verið nóg. Þá þarf að heimsækja þetta aftur og skoða þetta og þá í einverju öðru formati. Fá einhvers konar stað- festingu. Eins og þegar Virgina Woolf skrifaði To the Lighthouse, sem fjallar mjög mikið um móður hennar, en þrjátíu árum seinna eða svo þegar Woolf fer að skrifa niður eigin minn- ingar, þá verður móðirin aftur algjör- lega alltumlykjandi. Hún verður aftur að efniviði. Það er líka vegna þess að svona sögur úr fortíð þurfa ekki að vera bara ein saga. Þetta geta verið alls konar frásagnir og þær breytast í minninu og þegar við eldumst en líka vegna þess að við komum að þeim á öðru- vísi máta. Ein atburðarás á sér ekki eina sögu heldur milljón sögur.“ Mikil dómharka En hver er þá afstaða samfélagsins til ævisögunnar? „Ævisagan stendur lægra í stigveldi bókmenntanna en ljóð og skáldsögur og það hefur hún í raun alltaf gert. Þetta er alveg aug- ljóst og ekki bara hér heldur meira og minna alls staðar. Maður talar við bókmenntafólk sem er með þetta alveg á hreinu og spyr svo; en hvað gerum við þá við Játningar Rousseau? Þá kemur svona smá hik en engu að síður er hún þarna fyrir neðan. Þetta kom mjög berlega í ljós í fyrra í umræðunni um bækur Hallgríms, Jóns Gnarr og Mikaels Torfasonar og þeirri ádeilu að þeir væru að segja einhverjar sorgarsögur af sjálfum sér. Slíkt þótti nú ókarlmannlegt og svo framvegis og að höfundur á borð við Hallgrím væri að skrifa sjálfsævisögu væri nú eitthvað sem hann setti niður við.“ Gunnþórunn segir að það sem veldur þessu sé einkum að sjálfs- ævisagan hafi á sér þetta orð frægra manna sögunnar. „Það er það sem fólk sér fyrir sér og líka þessi lengri blaðaviðtöl, Halla Linker og Sendiherrafrú segir frá. Allt þetta sem maður ólst upp við og er oftar en ekki einhverjar játningar sem þykja ómerkilegri en það að skálda og þetta er mjög rótgróið í menningunni. Við gerum nefnilega siðferðislegar kröfur til þeirra sem skrifa sjálfsævisögur og við fellum dóma um það: Þessi er of ungur, þessi hefur ekki lifað neitt merkilegt, þessi er vinnukona að austan og allt þetta. Við sem samfélag viljum hafa sitt- hvað að segja um það hver á að skrifa sjálfsævisögu og um hvað þær eiga að vera. Og ef einhver skrifar sína sögu er hann gagnrýndur fyrir að sleppa hinu og þessu, og þannig fellum við stöðugt dóma um sjálfsævisöguleg skrif.” Íslenski markaðurinn Var það þessi dómharka sem litaði til að mynda alla umræðu um bækur Hallgríms og Mikaels á síðasta ári? „Já það fór allt að snúast um það sem þeir höfðu lent í, eins og sagt er. Að Hallgrími hefði verið nauðgað og að læknir hefði bjargað Mikael með blóðgjöf í óþökk foreldranna. Þetta snerist allt um það og það var erfitt að fá fram umræðu um þessi verk sem bókmenntaverk. En tökum eftir því að á undanförnum árum hafa ýmsar bækur eftir konur komið út þar sem er verið að lýsa einhverju áfalli úr æsku en þær fá ekki svona viðbrögð. Erum við virkilega enn þá svona föst í karlmannlegum stereó týpum? Kannski var þetta bara hávær minni- hluti sem talaði um þetta en svona fannst mér þetta að engu að síður vera. Það var ekki hægt að ná neinni umræðu um verkið af því að þetta var ýmist hlægilegt eða að maður átti að vorkenna þeim. Þetta var að minnsta kosti stórundarleg umræða.“ En eru engar svona bækur í ár? „Þær eru a.m.k. mun færri en í fyrra. Íslenskur bókmenntaheimur er stundum svo öfgakenndur og gengur í skrykkjóttum bylgjum. Ég man að þegar ég var úti í London að skrifa mína doktorsritgerð var nánast ekk- Bækur Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur 2016 verður haldinn þriðjudaginn 6. desember kl. 20:00. Fundarstaður: Golfskálinn Grafarholti Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1. Skýrsla formanns. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru. Virðingarfyllst, Stjórn GR AÐALFUNDUR Golfklúbbs Reykjavíkur 2016 verður haldinn þriðjudaginn 6. desember Það getur reynst erfitt að fá fram umræðu um sjáldfsævisögur karla þar sem tekist er á um áföll. ↣ Gunnþórunn segist hafa sérstak- lega gaman af sjálfsævisögum sem nýta ljósmyndir og eiga í samræð- um við þær fremur en að nota þær aðeins til myndskreytingar. 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 1 -C 5 F 0 1 B 7 1 -C 4 B 4 1 B 7 1 -C 3 7 8 1 B 7 1 -C 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.