Fréttablaðið - 26.11.2016, Síða 46

Fréttablaðið - 26.11.2016, Síða 46
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Ólafur H. Hákonarson| olafurh@365.is | s. 512-5433 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Hláturmilda piparkökugengið. frá vinstri maría, Sólveig, ingibjörg og bragi sem heldur á gunnlaugi, syni maríu. jólalegar piparkökur að hætti ingibjargar. finnska kaffibrauðið er í miklum metum hjá ingibjörgu og hún bakar það fyrir hver jól. Piparkökur og finnskt kaffibrauð ómissandi ingibjörg bragadóttir bakaði meira fyrir jólin á meðan börnin hennar voru yngri. Nú eru þau flogin úr hreiðrinu en finnst samt gott að koma til mömmu í mat. Um daginn bakaði fjölskyldan piparkökur saman og þá var mikið hlegið. elín albertsdóttir elin@365.is Ingibjörg segir að það séu allt­ af einhverjar tegundir sem séu ómissandi um jólin. Ingibjörg er þekkt fyrir að vera ástríðukokk­ ur og fyrir nokkrum árum sá hún um að gera kökubækling fyrir Nóa Siríus. Hún er samt ósátt út í fyrir­ tækið að hafa hætt með kattatung­ ur en þær notaði hún alltaf í spesí­ ur. „Ég hætti að baka þær þegar ég fékk ekki lengur kattatungur,“ segir hún. „Ég býst ekki við að baka mikið fyrir þessi jól, kannski tvær til þrjár tegundir. Ég baka alltaf kökur sem ég lærði í Hús­ mæðraskólanum, það eru hvítar kökur með sultu í miðjunni og er síðan dýft í kókosmjöl. Ég geri auðvitað alltaf pipar­ kökur með fjölskyldunni og síðan finnska kaffibrauðið sem er mjög gott. Ég fann þá uppskrift í dönsk­ um bæklingi eftir Morten Hei­ berg sem er þekktur kökugerðar­ maður í Danmörku. Ég er búin að gera þessa uppskrift lengi og hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ann­ ars borða ég ekki mikið af smákök­ um. Piparkökurnar sem við bökuð­ um um daginn eru þó allar búnar,“ segir María en yngsti sonur henn­ ar sem býr í Englandi fór með kökur í boxi með sér heim á dög­ unum. „Þetta er mjög góð pipar­ kökuuppskrift,“ segir hún. Ingibjörg er meira fyrir að elda góðan mat en að baka, að eigin sögn. „Ég er alltaf með rjúpu og hreindýr á aðfangadag. Á jóla­ dag set ég afganginn af rjúpun­ um í tartalettur með brúnuðum kartöflum, blönduðu Ora­græn­ meti og sósu. Það finnst mér alveg ómissandi. Síðan er jólaölið drukk­ ið með,“ segir Ingibjörg og gefur hér uppskriftir að piparkökum og finnsku kaffibrauði. Snickers- og karamellukökur Bökunarsnillingurinn Lilja Katr­ ín Gunnarsdóttir sem heldur úti bökunarsíðunni Blaka.is safnar nú á Karolina Fund fyrir bökun­ arbiblíu. Margir muna eftir öðru söfn­ unarátaki sem Lilja Katrín stóð fyrir í september þar sem safn­ aðist um hálf milljón króna fyrir Kraft. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í eldhúsið og þau felldu tár saman sem víða hefur verið sagt frá. Þeir sem vilja styrkja Lilju til útgáfunnar geta kíkt inn á karol­ inafund.com undir Bökunarbók Blaka. Hér er ein gómsæt uppskrift úr ranni Lilju Katrínar. RosalegaR smákökuR með snickeRs og kaRamellu 4 bollar Kornax-hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. maizena 1 tsk. salt 280 g smjör 1/4 bolli rjómaostur 1 ½ bolli púðursykur 1 bolli sykur 2 Nesbú-egg 1 msk. vanilludropar 1 ½ bolli dökkt súkkulaði (grófsaxað) ½ bolli Snickers (grófsaxað) 24 Freyju karamellur(skornar í helminga) Byrjið á því að brúna smjörið og leyfið því að kólna. Blandið þurr­ efnunum saman í skál og setjið til hliðar. Blandið rjómaosti, púður­ sykri og sykri vel saman við brún­ aða smjörið. Bætið eggjunum við smjörblönduna, einu í einu, og síðan vanilludropunum. Bland­ ið þurrefnunum varlega saman við smjörblönduna á meðan þið hrær­ ið stanslaust. Blandið síðan súkku­ laði og Snickers varlega saman við með sleif. Setjið plastfilmu yfir skálina og kælið í einn sólarhring. Hitið ofninn í 180°C og klæðið ofn­ skúffur með bökunarpappír. Búið til kúlur úr deiginu á stærð við golf­ bolta, gerið dæld í miðjuna og setj­ ið einn karamelluhelming í hverja köku. Gerið boltann aftur kúlulaga þannig að deigið hylji karamelluna. Bakið í 10 til 12 mínútur og pass­ ið að hafa bil á milli kakanna því þær breiða úr sér. Leyfið kökunum að kólna áður en þið gúffið þeim í ykkur því karamellurnar þurfa að storkna aðeins. Safnar fyrir bökunarbók Hveitið í jólabaksturinn - íslensk framleiðsla - Kíktu á www.kornax.is og sjáðu verðlaunauppskriftirnar úr smákökusamkeppni KORNAX 2016 Tryggir öruggan bakstur R O YAL Try gir öruggan bakstur R O AL jólabakStUr kynningarblað 26. nóvember 20162 PiPaRkökuR 500 g hveiti 180 g smjör 250 g sykur 1 dl síróp 1 ½ dl sterkt kaffi 2 tsk. sódaduft 1 tsk. hjartasalt 2 tsk. kanill 1 tsk. engiferduft 1 tsk. negull ¼ tsk. hvítur pipar Öllum þurrefnum bland­ að saman í hrærivélar­ skál. Smjöri í litlum bitum bætt í og vélin látin vinna saman þurrefni og smjör með deigkróknum. Síðan er kaffi og sír­ ópi bætt í og hnoðað rólega þar til falleg deigkúla hef mynd­ ast. Stundum þarf meiri vætu og stund­ um meira hveiti. Þá bara bætir fólk í. Síðan fletur maður deigið út og notar hin ýmsu mót til að skera út kökur. Bakar svo við 180°C þar til réttum lit er náð. Listfengir skreyta svo sínar kökur. En það er ekki gert hér. Finnskt kaFFibRauð með súkkulaði 500 g hveiti 400 g smjör 100 g sykur 50 g fínrifið suðusúkkulaði 1 egg til að pensla 50 g saxaðar möndlur 2 msk. grófur sykur Hveiti, smjör, sykur og súkkulaði sett í hræri­ vélarskál. Mulið saman með deigkrók og hnoð­ að þar til komin er kúla af deigi. Þá rúllar maður út fingurþykk­ um „pylsum“ sem eru síðan skornar í bita, 5­6 cm, sem pensl­ aðir eru með eggi og möndlum og sykri stráð yfir. Bakað við 200°C í 12­15 mín. 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 2 -3 7 8 0 1 B 7 2 -3 6 4 4 1 B 7 2 -3 5 0 8 1 B 7 2 -3 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.