Fréttablaðið - 26.11.2016, Page 107

Fréttablaðið - 26.11.2016, Page 107
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 51l A U g A R D A g U R 2 6 . n ó v e m B e R 2 0 1 6 P IP A R \T B W A / S ÍA ALLIR SEM ERU ÁSKRIFENDUR AÐ SJÓNVARPSPÖKKUM 365 Í NÓVEMBER OG DESEMBER EIGA MÖGULEIKA Á AÐ VINNA GLÆSILEGA VINNINGA Í ÁSKRIFENDALOTTERÍI 365. FYRSTI VINNINGUR ER ÓTRÚLEG ÆVINTÝRAFERÐ FYRIR TVO TIL TÆLANDS AÐ HEILDARVERÐMÆTI 658.000 KR. Tryggðu þér áskrift á 365.is eða í síma 1817 og þú ert komin/n í pottinn! 50 x 2 x 100.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair 200 x 10.000 kr. gjafabréf hjá N1 ÁSKRIFENDA Dregið föstudaginn 16. desember LOTTERÍ Hvaða sjónvarpspakki hentar þér? 3X Tælandsferð fyrir 2 40.000 kr. gjafabréf í Hagkaup ert verið að gera tilraunir með þetta form hérna heima. Þá komu út fjöl- skyldusögur Einars Más, Fótspor á himnum og þær bækur, og ég man að ég velti því fyrir mér af hverju hann gaf þær ekki út sem fjölskyldusögur, heldur hreint og beint faldi tengslin. Þá var mér sagt að slíkt hreinlega gengi ekki á íslenskum bókamarkaði. Það væri ekki hægt því það yrði lítið gert úr því og það sett skör lægra en hitt. En það hefur breyst að ein- hverju leyti á síðustu tuttugu árum en þó ekki meira en þetta eins og við fengum að sjá á síðasta ári.“ Það er gaman En skyldi sjálfsævisagnafræðingurinn eiga sér íslenska uppáhaldssjálfsævi- sögu? „Þetta er mjög erfið spurning. Það sem heillar mig eru minnispæl- ingarnar og svo formtilraunirnar. Annars vegar minnispælingarnar eins og í bókum Sigurðar Pálssonar sem mér finnst alveg frábærar, vanga- velturnar um minnið sem spíral og tengslin við frásögnina og sjálfið. Og svo hins vegar svona formtilraunir eins og hjá Oddnýju Eir Ævarsdóttur þar sem hún er að prófa sig áfram með dagbókarform og mikla nálægð við lesandann, sem ákveðin áhætta er fólgin í og í bók eins og Jarðnæði þá fannst mér þetta takast ákaflega vel. Bók Guðmundar Andra Thors- sonar um föður sinn, Og svo tjöllum við okkur í rallið, fannst mér líka ákaflega vel heppnuð. Það er svo gaman þegar höfundar birta ekki aðeins ljósmyndir heldur nýta þær markvisst, tala við þær og um þær. Þegar best tekst til þá kalla sjálfs- ævisagnahöfundar fram minningar hjá manni sjálfum. Þá fer maður að minnast hluta úr eigin ranni. Bara eins og litla bókin hans Þórarins Eldjárns, Ég man, sem er nú byggð á ákveðnum fyrirmyndum sem eru listi af ákveðnum hlutum sem maður getur tengt við og skilið eða ekki og það er gaman.“ BækUR: Tvísaga HHHHH Ásdís halla Bragadóttir Veröld 2016 335 bls. Ásdís Halla Bragadóttir hefur skrifað ævisögu sem kannski er einsdæmi í íslenskum bókmenntum. Þar tekst hún á við sögu móður sinnar, fjöl- skyldu sinnar og um leið sína eigin sögu af miklum heiðarleika og skilar sterkri sögu úr íslenskri nærfortíð, sem á köflum fær lesandann til að grípa andann á lofti og velta því fyrir sér hvers konar þjóðfélag þetta sé sem við búum í. Ásdís Halla tekur reyndar fram að auðvitað sé sagan sem hún skráir aðeins sögð frá hennar eigin sjónarhóli og sjónarhóli móður hennar, sann- leikurinn sé alltaf bundinn viðhorfi þess sem segir frá og ef einhver annar hefði sagt þessa sögu væri hún kannski öðruvísi. Fortíðin er alltaf að einhverju leyti skáldskapur, bundinn sýn þess sem á hana horfir og frá henni segir. Sögumaðurinn er alltaf afsprengi síns umhverfis og síns bakgrunns. Þetta er góður og þarfur varnagli og kemur í veg fyrir að lesandinn fitji upp á nefið og finnist sagan gera óþarflega mikið fórnarlamb úr móðurinni. Detti jafn- vel í hug útbrunnir frasar eins og með- virkni. Bókin skiptist í kafla frá mismun- andi tímum og segir til skiptis sögu Ásdísar Höllu sjálfrar í 1. persónu og móður hennar og annarra fjölskyldu- meðlima í 3. persónu. Þetta er sniðug aðferð við að setja fortíðina í búning skáldskapar en um leið dálítið trufl- andi þar sem lesandanum er eðlilega mest umhugað um að fá framvinduna í sögu móðurinnar án refja. Enda engin smáræðis saga þar á ferð, saga höfn- unar, misnotkunar, mistaka og enda- lausrar baráttu við mannfjandsamlegt kerfi, en um leið saga fíknar og áhrifa hennar á fjölskyldur langt aftur í ættir til dagsins í dag. Símtalið dularfulla um faðerni Ásdísar Höllu, sem hratt að hennar sögn þessum skrifum af stað, er nánast aukaatriði í hinu stóra sam- hengi sögunnar og eiginlega það sem snertir lesandann minnst. Við höfum öll lesið fjöldann allan af skáldsögum og ævisögum um baráttu undirokaðrar alþýðu Íslands fyrir viðurkenningu og mannsæmandi lífi en sú saga sem hér er sögð er með þeim sterkari í þeim flokki. Þar kemur ýmis- legt til. Ásdís Halla er prýðilegur penni, frásögnin rennur vel og persónur eru skýrar en mestu skiptir þó að hér er skrásetjari sögunnar í henni miðri, finnur afleiðingar gjörða úr fortíðinni á eigin skinni nánast daglega og hefur varið miklum tíma og orku til að leita skýringa og finna sátt. Sú vinna skilar sér til lesandans í texta Tvísögu og það verður að segjast að hversu skeptískur sem maður er á að vandamál móður- innar séu að mestu öðrum að kenna – hin eilífa réttlæting fíkilsins – þá hrífst maður með og þykir vænt um þessa konu, finnur til með henni og óskar þess svo innilega að allt fari vel að lokum. Hvað svo sem það nú þýðir. Friðrika Benónýsdóttir niðURsTAðA: Vel unnin, vel skrifuð og firnasterk saga sem spilar á alla til- finningastrengi lesenda. Þú hélst ekki að lífið væri svona 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 1 -C 5 F 0 1 B 7 1 -C 4 B 4 1 B 7 1 -C 3 7 8 1 B 7 1 -C 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.