Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 130

Fréttablaðið - 26.11.2016, Blaðsíða 130
Bækur Aflausn HHHHH Yrsa Sigurðardóttir Útgefandi: Veröld Prentun: Oddi Fjöldi síðna 363 Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Síminn pípir og tilkynnir að nýtt snapp sé komið frá Stellu, sextán ára. Vinir hennar svara kalli símans en bregður í brún þegar myndskeiðið reynist sýna grófar misþyrmingar á henni sjálfri, biðjandi fyrirgefningar inni á klósetti í bíóinu þar sem hún er að vinna. Þegar lögreglan fær veður af snapp- inu er Stella löngu horfin og síminn hennar líka og aðeins blóðslóð og upptaka úr ö r yg g i s my n d a- vélinni í bíóinu er til frásagnar um afdrif hennar. Þ a n n i g f e r glæpamálið í nýj- ustu sögu Yrsu Sigurðardóttur af stað og teygir sig fljótlega í ákveðna átt, nefnilega að einelti, ósýni- lega glæpnum sem allt of oft er afgreiddur sem stríðni, b a r n a b r e k e ð a „ b a r a grín“. „Grín- ið“ sem lýst er í bókinni felst meðal annars í félagslegri útskúfun og því að segja unglingum að þau séu ógeðsleg og eigi skilið að drepast, stofna vef- síður í þeirra nafni og setja þar inn vafasamt efni og fleira í þeim dúr. Þessar lýsingar Yrsu eru því miður engar ýkjur heldur beinar tilvitn- anir í raunveruleg dæmi. Svo má auðvitað ekki gleyma því að einelti er eldra en internetið og fjöldi fólks gengur um með sár á sálinni og jafn- vel víðar vegna ítrekaðs aðkasts skólafélaga sinna í æsku og að ein- elti lifir góðu lífi á vinnustöðum og í garð minnihlutahópa. Yrsa tekur á þessu brýna samfélagsmálefni af þekkingu og færni og sýnir inn í heim grimmdar og þjáninga á ein- stakan hátt. Þrælslund símanot- enda gagnvart tækjunum sínum fær einnig sinn skerf af gagnrýni. Þrátt fyrir þessi efnistök er Aflausn þó auðvitað fyrst og fremst glæpa- og spennusaga. Við höldum áfram að fylgjast með persónun- um sem við kynntumst í DNA og Soginu, lögreglufólkinu Huldari og Erlu og sálfræðingnum Freyju og samskiptum þeirra, ástum og misheppnuðum tilraunum til að ná tökum á lífi sínu. Persónurnar eru vel skrifaðar, og amstur þeirra í senn hlálegt og heiðarlegt. Eins og Yrsu er von og vísa er plottið þétt og frumlegt og vindur ofan af sér í hár- réttum spennustuðli allt til enda. Talandi um grín, eitt af því sem hefur verið fjarverandi í fullorðins- bókum Yrsu Sigurðardóttur, en les- endur barnabóka hennar sakna, er fyndnin sem Yrsa kunni svo sannar- lega að skrifa svo allur aldur veltist um af hlátri. Þrátt fyrir alvarlegt u m f j ö l l - u n a r e f n i m á s j á g l i t t a í g a m l a g r í n t a k t a í Aflausn s v o o f t má skella upp úr yfir a ð st æ ð u m og tilsvörum. Óhugnaður- inn sem Yrsa skrifar einnig svo prýðisvel e r h e l d u r aldrei langt undan, lýsing- ar sem fá hárin til að rísa og valda óbragði í m u n n i . Óbragðið er þó mest yfir lýs- ingunum á því hversu grimm og úthugsuð börn geta verið í því að pynta jafnaldra sína sem ekkert hafa til saka unnið, nema kannski að vera aðeins öðruvísi. Ég hef ekkert alltaf verið jafn- hrifin af glæpasögum Yrsu og fundist þær ekki fara nógu vel út úr samanburðinum við barna- bækurnar eða hryllingssögurnar. Það hefur þó breyst síðustu ár og þessi bók finnst mér eiga heima með allra bestu spennusögum sem eiga það sameigin legt að teygja sig út fyrir ramma sögunnar og ávarpa samfélagsvanda sem brýn þörf er á að horfast í augu við. Brynhildur Björnsdóttir NiðurStAðA: Einkar góð glæpa- saga þar sem efnistök, plott og persónusköpun koma saman í sögu sem heldur lesandanum fram á rauðanótt. Ekki bara grín „Þetta verður fjölbreytt prógramm,“ segir Frank Aarnink slagverksleikari um efnisskrá tónleikanna Töfratóna Duo Harpverk sem hefjast klukkan 15.15 í Norræna húsinu síðdegis á morgun.  Þar spilar hann ásamt Katie Buckley hörpuleikara og saman mynda þau Duo Harpverk. „Við erum með einn frumflutning, eftir Inga Garðar Erlendsson. Hitt efnið er úr okkar safni,“ segir Frank o g h e l d u r á f r a m : „ Þ r j ú þeirra verka höfum við bara spilað einu sinni áður. Það var 2012 svo við þurfum að æfa þau núna eins og um frumflutning sé að ræða. Þetta eru Oneness of One Is One eftir Berg- rúnu Snæbjörnsdóttur, Brú eftir Þráin Hjálmarsson og Amsterdam eftir Jeppe Petersen. Þráinn er með nóturnar bæði á blöðum og vídeói og nóturnar hennar Bergrúnar eru svo fallega skrifaðar að þær eru lista- verk út af fyrir sig,“ segir hann. Allir sem  eiga verk  á tónleik- unum  eru félagar í tónskálda- hópnum S.L.Á.T.U.R.  Einn þeirra er Áki Ásgeirsson sem á verkið 242 Degrees. Í því kveðst Frank vera með skiptilykil og ananas á sviðinu. Það er greinilega tekið upp á ýmsu hjá þessum hópi. Frank tekur undir það. „ Síðast þegar Ingi Garðar sendi okkur verk þurftum við að spila á plastslöngu, tíu metra langa en við vitum ekki hvað bíður okkar núna.“ Þetta eru síðustu 15:15 tónleik- arnir á árinu 2016. gun@frettabladid.is Með skiptilykil og ananas Þau Katie Buckley og Frank Aarnink í Duo Harpverk taka upp á ýmsu bæði utan sviðs og innan. Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 P R E N T U N .IS Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 • Dalbraut 1 Jólakökur,Smákökur,Stórar piparkökurtil að skreyta,PipakökuhúsO.m.fl. JÓLIN ERU HJÁ OKKUR... .................................................... www.bjornsbakari.is 2 6 . N ó v e m B e r 2 0 1 6 L A u G A r D A G u r74 m e N N i N G ∙ F r É t t A B L A ð i ð Bækur einfari HHHHH Hildur Sif thorarensen Útgefandi Óðinsauga Prentun: Í Þýskalandi Fjöldi síðna: 220 Þeir sem reynt hafa vita hvað það er gríðarlega mikið verk að skrifa bók. Sjálf dáist ég að þeim sem skrifa sínar fyrstu bækur af einskærum áhuga, án þess að hafa hugmynd um hvort þessi mikla vinna muni skila sér í launum öðrum en ánægjunni eða hvernig bókinni verður tekið. Hugmyndavinnan er kannski það minnsta, handverkið, tíminn og ástríðan er það sem skiptir máli við að koma hugmynd á blað og gera hana að heilli skáldsögu. Oft eru höfundar fyrstu bóka í fullri vinnu meðfram skrifunum og þurfa væntan lega að færa heilmiklar fórn- ir til að geta sinnt þeim. Hildur Sif Thorarensen er verk- fræðingur sem stundar nám í læknis fræði við Háskólann í Ósló. Hún hefur að auki búið víða um heim og sjálfsagt lesið aragrúa reyf- ara á ferðum sínum milli heims- hluta og -álfa. Fyrsta bók hennar, Einfari, ber þess nokkur merki. Þetta er glæpasaga sem gerist í Ósló og vitnar óspart í ýmsa þekkta sjónvarpsþætti og persónur. Þann- ig minnir geðlæknirinn Alexander bæði á Castle úr sam- nefndum sjónvarps- þáttum og Sebastian Bergman úr sögum Hjort og Rosenfeld, léttkrúttlega en bráð- skarpa tæknistelpan hjá löggunni er alveg e i n s o g Pe n e l o p e Garcia úr Criminal Minds nema hvað hún á ívið fleiri einhyrn- ingabangsa og plastr- isaeðlur ofan í skúffu. Au k a l ö g g u r n a r e r u skrautlegir karakterar, annar er vaxtarræktar tröll og hinn hommi og samskipti þeirra verða oft spaugileg en koma sögunni ekkert við. Talandi um sögu þá eru þrjár sögur í gangi í einu sem tengjast ekki innbyrðis, einfalt morðmál þar sem íslenskur karlmaður finnst látinn, en sá hefur farið víða á Tinder, og svo annað flóknara og ógeðfelldara. Enn eitt málið tengist vinkonu móður Alexanders en svo fer móðir hans á óvænt stefnumót á meðan Júlía, hin hranalega yfirlögga með gullhjartað, á líka sína sögu sem við fáum nasa- sjón af en ekkert meir. Að auki koma við sögu tveir ólíkir söfnuðir, Vottar Jehóva sem ganga milli húsa með bæklinga og nornasöfnuður þar sem krakkar fikta við svartagaldur. Sem sagt fullt að gerast en ekki tekst nægilega vel að halda fókus þannig að lesandinn haldi þræði enda er hann löngu búiinn að gleyma hver heitir hvað þegar hopp- að er svo hratt á milli rannsókna, einkalífs og ann- arra mála sem stundum koma ra n n s ó k n i n n i við og stundum ekki. Allt þetta hefði sómt sér prýðilega í sjón- varpsþáttaröð en á 220 blaðsíðum í litlu broti er ekki rými til að gera neinu af því sem kynnt er til sögunnar skil á sannfærandi hátt. Aftan á bókarkápu er tilvitnun þar sem segir að vel borgi sig að fylgjast með skrifum Hildar Sifjar í framtíðinni. Ég er sammála því. Í bókinni er fullt af góðum hug- myndum og greinileg geta til að búa til plott og persónur. Það hefði hins vegar mátt vinna betur úr þessum hugmyndum, kafa dýpra og jafn- vel dreifa þeim á fleiri bækur sem virðast í bókarlok vera væntan- legar. Stundum er minna meira og allt í lagi að gefa hugmyndum rými til að anda. Vonandi fær Hildur Sif tækifæri til þess í næstu bók. Brynhildur Björnsdóttir NiðurStAðA: Margar ágætar hug- myndir sem hefði mátt vinna mun betur úr. Of mikið í gangi 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 1 -D 4 C 0 1 B 7 1 -D 3 8 4 1 B 7 1 -D 2 4 8 1 B 7 1 -D 1 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.