Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 8

Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Kringlan Shopping Center Kringlan 4 – 12 Reykjavik MARC O’POLO STORE Útsala hefst 2. janúar kl. 10 30% afsláttur Óskum landsmönnum farsældar á nýju ári og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Það er skiljanlegur saknaðar-tónn í orðum Jóns Magnús- sonar fv. alþingismanns þegar hann ræðir um undirbúning á brennum fyrir ekki svo löngu:    Við krakk-arnir lærðum mörg nauðsynleg handbrögð við undirbún- ing brenn- unnar bæði að hlaða með réttum hætti, byggja frumstæð híf- ingartæki, aga, samvinnu o.fl. o.fl. Allt var það af hinu góða og ung- dómurinn lærði handbrögð og út- sjónarsemi sem hefur reynst mörg- um ómetanlegt veganesti í lífinu.    Óneitanlega vorum við sem til-heyrðum ungdómnum í ná- grenni Ægisíðunnar í Reykjavík vestur á þeim tíma ánægð með það þegar okkar brenna sló út einu borgarbrennuna að stærð og var sú stærsta í borginni.    Áratugum síðar sat ég í stjórníþróttafélags í síðasta þorpi Reykjavíkur „Árbæjarhverfinu“ og varð undrandi þegar formaðurinn mæltist til þess að við stjórnar- menn færum að ganga frá brennu á svæði félagsins. Mér varð á orði en krakkarnir. Nei, sagði formað- urinn þeir koma ekki nálægt því það er allt of hættulegt og þau geta það ekki.    Nú enn nokkrum áratugum síð-ar er þetta líka fyrir bí. Borgin sér um þetta. Borgarstarfs- menn safna í brennur og ganga frá þeim að öllu leyti frá upphafi til þess að þær verða eldinum að bráð og í þeim slokknar allt á kostnað skattgreiðenda.    Æskileg þróun?“ Reglugerðir ráða STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.12., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjóél Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 3 rigning Nuuk -17 snjóél Þórshöfn 6 skýjað Ósló 1 slydda Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Stokkhólmur 1 heiðskírt Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 5 þoka Brussel 7 heiðskírt Dublin 5 léttskýjað Glasgow 7 skúrir London 12 skúrir París 8 heiðskírt Amsterdam 7 heiðskírt Hamborg 6 alskýjað Berlín 1 heiðskírt Vín 1 léttskýjað Moskva -6 snjókoma Algarve 17 skýjað Madríd 10 skýjað Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 heiðskírt Róm 7 heiðskírt Aþena 7 alskýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal -7 snjóél New York 5 alskýjað Chicago -1 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:21 15:41 ÍSAFJÖRÐUR 12:05 15:07 SIGLUFJÖRÐUR 11:49 14:49 DJÚPIVOGUR 10:59 15:02 Nú eru fjórtán karlar hundrað ára og eldri en þeir voru að meðaltali sjö síðasta aldarfjórðunginn Í árslok 2015 eru 38 Íslendingar á lífi á aldrinum 100-106 ára, 14 karlar og 24 konur. Karlarnir hafa aldrei verið fleiri. Þeir voru að meðaltali sjö síðasta aldarfjórðunginn, fæstir fjórir en flestir tólf árið 2004. Hlut- fall karla er nú 37% af heildarfjöld- anum en það hefur verið milli 20 og 30% undanfarna áratugi. Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi og Jensína Andr- ésdóttir í Reykjavík eru elst, 106 ára. Í þriðja sæti er Guðrún Straum- fjörð í Reykjavík, 104 ára. Síðan eru fjórir Íslendingar 103 ára, Ingigerð- ur Þórðardóttir á Selfossi, Jón Hannesson í Kópavogi, Dóra Ólafs- dóttir í Kópavogi og Sigríður Is- aksen í Reykjavík. Við upphaf ársins 2015 voru á lífi tólf karlar og sextán konur sem hefðu getað náð 100 ára aldri á árinu. Nítján tókst það, 9 körlum og 10 konum. Aðeins einn af þessum nítján lést á árinu. Tuttugu manns, 6 karlar og 14 konur, geta náð hundr- að ára aldri á árinu 2016. Árgang- arnir eftir 1916 eru sterkir og má því búast við að á næstu árum fari fjöldi hundrað ára og eldri yfir fimmtíu í fyrsta sinn. Hagstofan hefur spáð því að fjöldinn fari yfir 100 eftir rúma tvo áratugi. jr@jr.is Aldrei fleiri háaldraðir karlar Jensína Andrésdóttir Georg Breiðfjörð Ólafsson Tveimur starfs- mönnum íþrótta- deildar 365 hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Sævar vildi ekki gefa upp um hvaða starfsmenn er að ræða, en í samtali við mbl.is á þriðjudag stað- festi Valtýr Björn Valtýsson að hann væri annar þeirra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er hinn starfsmaðurinn, sem sagt var upp, Óskar Hrafn Þor- valdsson, yfirmaður íþróttadeildar 365. Ekki hefur náðst í Óskar Hrafn og vildi Sævar Freyr í samtali við mbl.is ekki staðfesta að um Óskar Hrafn væri að ræða. Spurður um tíðar mannabreyt- ingar hjá 365 segir Sævar að breyt- ingar hjá 365 séu ekki meiri en gengur og gerist hjá öðrum fyrir- tækjum. Áhugi fólks á fyrirtækinu sé aftur á móti meiri og því séu mannabreytingar 365 frekar í sviðs- ljósinu. Tveimur sagt upp hjá 365  Óskar Hrafn og Valtýr Björn reknir 365 Tveimur var sagt þar upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.