Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Tækni í þína þágu hitataekni.is Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hópur fjárfesta vill kaupa Perluna í Reykjavík og opna þar lúxushótel og spa á næsta áratug. Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður 6-7 milljarðar króna. Þannig hefur Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arki- tektum, unnið að því í rúmt ár að kaupa Perluna, ásamt fjárfestum, eða þróa þessa hugmynd sína í samvinnu við Reykjavíkurborg. Undirtektir hafa verið litlar og þegar borgin heimilaði eignasviði borg- arinnar að auglýsa eftir náttúru- gripasýningu í Perlunni ákvað hann að opinbera tillöguna. Eftir hugmyndum Kjarvals Orri hefur gert drög að endur- hönnun Perlunnar sem hann telur auka notagildi hennar sem mann- virkis, án þess þó að breyta verulega ásýnd hennar, nær og fjær. Við hönnunina er stuðst við upphaflegar hugmyndir Jóhannesar Kjarvals list- málara, sem síðar urðu Ingimundi Sveinssyni arkitekt að innblæstri við hönnun Perlunnar. Orri hefur kynnt drögin fyrir Ingimundi arkitekt og hafi þeir sammælst um að ef að yrði myndu þeir vinna þau áfram í sam- einingu. Annað komi ekki til greina. Hugmyndin er í meginatriðum sú að ofan á núverandi vatnstanka verði byggð laug í hring utan um glerhvelf- inguna og að utan á vatnstankana verði byggðir nokkurs konar „her- bergjatankar“. Útsýnispallur verður færður til og leggur Orri ríka áherslu á að aðgengi að honum verði áfram ókeypis og öllum frjálst. „Laugin er rúsínan í pylsuend- anum, en raunar yrði frekar um að ræða röð heitra potta í laug sem hringaði glerhvelfinguna. Þessi vatnagarður yrði skilgreindur sem lúxusþjónusta og myndi verðlagn- ingin taka mið af því. Á þessu stigi er miðað við að búningsklefar yrðu á sömu hæð og heitu laugarnar, eða á sömu hæð og núverandi veitingahús á 6. hæð. Það vekur athygli erlendis að Reykjavíkurborg sé hituð upp með heitu vatni. Hluti af því fer um tankana í Öskjuhlíð. Perlan er því á vissan hátt tákngervingur þessarar hreinu orku. Gestir myndu finna þá orku á eigin skinni. Við höfum ekki áhyggjur af rokinu þarna uppi. Þvert á móti yrði það einstök upplifun fyrir ferðamenn að vera í t.d. brjáluðum skafrenningi og í heitu vatni með út- sýni yfir borgina.“ Þriggja hæða herbergjaálmur Annars vegar hefur Orri teiknað herbergjaálmur utan á vatnstankana sex sem fylgja lögun þeirra. Þær yrðu þriggja hæða og nokkru lægri en núverandi tankar, svo gömlu tankarnir myndu standa upp úr, en það myndi lágmarka sjónræn áhrif breytinganna. Í raun yrði nánast ekkert átt við núverandi tanka. Dagsbirtan myndi flæða niður með gömlu tönkunum, niður á boga- dregna gangana sem myndu liggja að um 200 herbergjum á hótelinu. „Fyrir framan hótelherbergin á jarðhæð yrði útbúin tjörn sem yrði umhverfis Perluna. Það skapar næði fyrir gesti og gerir bygginguna virðulegri. Hún stendur þá upp úr vatninu. Ofan á nýju tönkunum, allan hringinn, yrði útsýnispallur sem yrði opinn almenningi. Nýi pallurinn væri þar með fyrir neðan núverandi út- sýnispall, en á móti kemur að hann yrði mun skjólbetri.“ Við hönnun glugga í nýju tönk- unum yrði tekið mið af þeirri hug- mynd Kjarvals í ljóðabókinni Grjót að reisa musteri á Öskjuhlíðinni með spegilhellum „svo norðurljósin gætu nálgast fætur mannanna“ og „átti að skreyta þakið kristöllum, allavega litum, og ljóskastari átti að vera efst á mæninum sem lýsti út um alla geima“. Átti húsið að „svara birtu dagsins og táknum næturinnar“. Skapar fallega næturlýsingu Orri segir að með slíkri hönnun glugga sé formið brotið upp og bygg- ingin gerð léttari, auk þess sem það gefi mikla möguleika á fallegri næt- urlýsingu. Hann segir að venjuleg gluggasetning yrði klunnaleg. Orri segir hugmyndina enn vera á frumstigi. Hann sjái fyrir sér að á jarðhæð Perlunnar verði móttaka fyrir hótelið, veitingastaðir og önnur þjónusta, ásamt aðgengi að útsýnis- pallinum. Allt innanrými, að með- töldu kaffihúsi og veitingahúsi á efstu hæðum, verði tekið í gegn. Hann segir Perluna vera að drabbast niður. Núverandi notkun á jarðhæð- inni undir útsölumarkaði og annað þess háttar sæmi ekki byggingu sem án nokkurs vafa sé eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur. „Það þarf því fjársterka aðila til að koma að málum. Mér sýnist ekki stefna í það miðað við stefnu borg- arinnar. Án fjársterkra aðila verður uppbygging í Perlunni hvorki fugl né fiskur,“ segir Orri. Hann segir það vera trúnaðarmál hvaða fjárfestar vilji kaupa Perluna. Þegar Orkuveita Reykjavíkur hugð- ist selja Perluna á sínum tíma lagði hann fram tillögu ásamt öðrum hópi fjárfesta, en ekkert varð af sölu í það skiptið, enda hafi „engin mynd verið á söluferlinu“. Síðan hefur tillagan tekið algjörum stakkaskiptum. Svo fór að 2013 seldi Orkuveitan Reykjavíkurborg Perluna fyrir 950 milljónir. Var svo gerður samningur við ríkið um leigu á Perlunni til 15 ára fyrir 80 milljónir á ári. Um það leyti lýsti Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, yfir stuðningi við hug- myndir um að opna náttúruminja- safn í Perlunni. Af því hefur ekki orð- ið en m.a. er deilt um kostnaðinn. Það gerðist svo í fyrravor að Sögu- safnið flutti úr Perlunni í nýtt hús- næði að Grandagarði 2. Áhersla á erlenda aðkomu Orri segir þá Ingimund sammála um að leita til erlendra hótelkeðja um opnun lúxushótelsins. „Ingimundur lagði á það áherslu að erlend hótelkeðja kæmi að mál- um. Hann var á því að Íslendingar myndu ekki hugsa nógu stórt fyrir svona verkefni. Það er rétt en gæti samt að vera að breytast. Við erum sem þjóð farin að hugsa öðruvísi en þegar Perlan var opnuð. Bæði hefur ferðaþjónustan orðið að stórri at- vinnugrein á Íslandi og við sem þjóð farið að reisa dýrari og glæsilegri byggingar,“ segir Orri. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra vegna málsins. Tölvumynd/Zeppelin arkitektar Tillaga að nýju útliti Svonefndir „herbergjatankar“ yrðu byggðir utan um núverandi tanka. Vilja opna hótel í Perlunni  Hópur fjárfesta hefur rætt við Reykjavíkurborg um að kaupa Perluna með endurbyggingu í huga  Arkitekt segir hönnunina innblásna af upphaflegum hugmyndum Jóhannesar Kjarvals listmálara Morgunblaðið/Kristinn Núverandi útlit Perlan var vígð 21.6. 1991. Kostnaður við bygginguna var 3,5 milljarðar á núvirði. Tölvumynd/Zeppelin arkitektar Drög Hér má sjá staðsetningu útsýnispalls, heitra botta og hótelherbergja. Tölvumynd/Zeppelin arkitektar Nýr útsýnispallur Hér má sjá hvernig viðbyggingin er utan við tankana. Orri Árnason Tölvumynd/Zeppelin arkitekar Vetrarstemning Á veturna væri hægt að skoða norðurljósin úr pottunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.