Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá RARIK viljum þakka fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um gleðilega hátíð og heillarríkt komandi ár. www.rarik.is Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? Rostungskúnni Pico er ýmislegt til lista lagt en hún býr í Hakkeijima- sjávardýraskemmtigarðinum í Yokohama, skammt frá Tókýó. Hér malar hún hrísgrjón í kvörn, þau verða síðan notuð til að baka köku vegna ný- árshátíðar í Japan. Hátíðin í garðinum stendur til 11. janúar. AFP Pico undirbýr baksturinn Japanar kunna betur en aðrir að temja rostunga Ný könnun Rasmussen- stofnunarinnar í Bandaríkjunum gefur til kynna að nær enginn mun- ur sé nú á fylgi þeirra Hillary Clinton, líklegs forsetaefnis demókrata, og Donalds Trumps sem er langefstur meðal repúblik- ana. Clinton er með 37% stuðning á landsvísu, Trump 36%. Niðurstöðurnar er nær óbreyttar frá könnun Rasmussen í október. Spurt er um margt. Athygli vekur að umdeildar tillögur Trumps um að múslímum verði með ákveðnum undantekningum bannað að koma til landsins njóta stuðnings meirihluta í báðum flokkum. Fram kemur að Clinton hefur nokkru meira fylgi meðal kvenna en Trump er sterkari hjá körlum og Clinton hefur mun meira fylgi meðal fólks undir 40 ára aldri en Trump. Forsetakosningarnar verða í nóv- ember en fyrstu forkosningar repú- blikana verða í Iowa og New Hampshire í byrjun febrúar. Kann- anir benda til að Ted Cruz muni sigra í Iowa og forysta Trumps í New Hampshire virðist ótraust. Bent er á að tapi hann í báðum gæti hann misst flugið hratt. kjon@mbl.is Trump og Clin- ton jöfn  Bæði með rösklega þriðjungs fylgi Donald Trump Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íraska stjórnin þykir hafa unnið mikinn sigur með því að ná aftur á sitt vald borginni Ramadi sem er að- eins um 110 kílómetra vestur af höf- uðborginni Bagdad. Forsætisráð- herrann heitir því að fljótlega verði Mósul, næststærsta borg Íraks, einnig frelsuð úr höndum Ríkis ísl- ams, IS. En fram kemur í vefritinu Daily Beast að sigurinn í Ramadi hafi aðallega unnist vegna mjög um- fangsmikilla loftárása Bandaríkja- manna með drónum og þotum. Íraksher hafi aðeins misst um 50 menn í átökunum. Ritið hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum í bandaríska varnarmálaráðuneytinu að tekið hafi langan tíma, fimm mánuði, fyrir úr- valssveitir Íraka, sem Bandaríkja- menn þjálfuðu, að vinna borgina. En þær hafi þurft að fá aðstoð Banda- ríkjamanna úr lofti. Um 60 þúsund manns eru í íraska hernum, auk þess eru um 120 þús- und í meira en 40 vígahópum sem skipaðir eru sjía-múslímum og njóta stuðnings Írana. Flestir þeirra styðja stjórnina í Bagdad enda ráða sjítar þar öllu. En vígahópunum var haldið frá átökunum í Ramadi af ótta við viðbrögð borgarbúa sem eru að meirihluta súnni-múslímar. Mikil tortryggni ríkir meðal súnní-Íraka gagnvart ráðamönnum í Bagdad og yfirmönnum hersins. Ra- madi, þar sem upphaflega bjuggu um 200 þúsund manns, er að veru- legu leyti í rúst af völdum loftárás- anna. Ekki er enn vitað hve margir óbreyttir borgarar féllu. Fátt bendir til að Íraksher geti tekið og haldið fleiri borgum án þess að fá sams konar aðstoð Bandaríkjamanna og í Ramadi sem gæti gert vandann óleysanlegan. „Erfiðasti hlutinn er eftir í Ra- madi,“ segir hernaðarsérfræðingur. „Hvernig ætla menn að fara að því að halda henni ef þeir hafa ekki tek- ist á við pólitísku og efnahagslegu vandamálin auk mannúðarmál- anna?“ Efasemdir um getu Írakshers  Loftárásir Bandaríkjamanna gerðu sigurinn á IS mögulegan í Ramadi AFP Ánægja Sigri hrósandi liðsmaður úrvalssveita Írakshers í Ramadi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.