Morgunblaðið - 31.12.2015, Síða 60

Morgunblaðið - 31.12.2015, Síða 60
60 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 1.9 | Haukur Arnþórsson Um málskotsréttinn Til þess að ákvörðun í þjóð- aratkvæðagreiðslu sé skuldbindandi þarf ríkan almannavilja og niður- staðan má ekki byggjast á óvinsældum ríkisstjórnar eða múgæs- ingu 2.9 | Eðvarð Árnason Ráðstjórn velferðarráðherra Íslands Hjarðmennska grípur Íslend- inga nú varðandi flóttafólk. Ber ekki fyrst að búa betur að okkar minnstu íslensku bræðrum og systrum? 3.9 | Vigdís Hauksdóttir Prófessorinn Stefán og sannleikurinn Í raun er það eins og að full- yrða að allir sem fá einhverja leiðréttingu við álagningu skatta séu til meðferðar vegna hugsanlegra skatt- svika. 4.9 | Friðrik Ingi Óskarsson Hvert erum við að fara í heilbrigðismálum? Að fylgjast með starfsfólki Landspítalans, hvernig það leggur sig allt fram við störf sín, er aðdáunarvert. 5.9 | Sigurður Ingólfsson Að horfa á eftir ungu fólki úr landi eða bjóða því framtíð hér? Unga fólkið okkar greiðir 200-300 þúsund krónur á mánuði í fjármagnskostnað umfram það sem jafningjar þess greiða í nágrannalönd- unum. 7.9 | Jón Steinar Gunnlaugsson Sjálfsafgreiðsla? Það er vitaskuld þýðing- armikið að þeir sem kunna að hafa brotið af sér með refsiverðum hætti í aðdrag- anda bankahrunsins verði látnir sæta ábyrgð fyrir. 8.9 | Illugi Gunnarsson Alþjóðlegur dagur læsis Árangur íslenskra nem- enda var fyrir ofan með- altal í fyrstu PISA- könnuninni árið 2000 en tólf árum síðar var hann kominn niður fyrir meðaltal. Við þetta verður ekki unað. 9.9 | Hrafn Ingimundarson Fréttaflutningur Stöðvar 2 um hreiðurrólur Öll slys ber að taka alvarlega, skoða, bæta úr hönnun ef hægt er, en annars taka um- rædda vöru af markaði, sýna ábyrgð. 10.9 | Ingólfur S. Sveinsson Eineltið og lúsin Sá sem þetta skrifar hefur haft ærinn starfa við að leið- rétta skaðleg minningasöfn frá eineltisárum í skólum. Jafnvel hjá fullorðnum, mið- aldra, jafnvel rosknu fólki. 11.9 | Pálmi Stefánsson Vinir okkar, bakteríurnar Örverur í og á okkur eru tíu sinnum fleiri en frumur okk- ar. Við eigum allt undir því komið að bakteríuflóra okkar sé í jafnvægi. 12.9 | Árni Páll Árnason Aldraðir og öryrkjar eiga líka að fá 300.000 Ef samfélagssátt næst um að hækka lágmarkslaun vegna þess að þau eru talin lægri en góðu hófi gegnir, hlýtur sú sátt líka að eiga ná til líf- eyrisþega. 14.9 | Reynir Arngrímsson Landspítalinn arður og framleiðni Að gera kröfur um meiri framleiðni vekur upp spurn- ingar um hvar eigi að koma sjúklingum Landspítalans fyrir ef þeim á að fjölga á hverja tímaeiningu. 15.9 | Auður Guðjónsdóttir Taugakerfið sem þróunarmarkmið Áætlað er að hátt í milljarður manna í veröldinni líði vegna ólags í taugakerfinu og engin lækning er til. 16.9 | Helgi Hrafn Gunnarsson Þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum Ef mönnum er alvara með að breyta stjórnarskrá án þess að rjúfa þing, þá hljóta þeir að krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu samhliða forseta- kosningum. 17.9 | Ögmundur Jónasson Sérvalið siðgæði Sérvalin meint siðgæðis- stefna Íslands gagnvart Úkraínu og Rússlandi, verður ekki skýrð með öðru en fylgi- spekt við ESB og NATO. 18.9 | Björn Bjarnason Viðbúnaður eykst á norðurvæng NATO Forvitnilegt er að fylgjast með hvernig áhugi á öryggi á norðurslóðum vaknar að nýju innan bandaríska stjórnkerf- isins. 19.9 | Víglundur Þorsteinsson Fúskað í fjármálaráðuneyti Það fyrsta sem þú þarft að gera er að opinbera öll gögn um samninga við skilanefnd- ir/slitastjórnir gömlu bank- anna og hætta að halda hlífi- skildi yfir verkum Steingríms. 21.9 | Áslaug María Friðriksdóttir Ný velferðarsýn Í dag er nauðsynlegt að fyrir hendi sé sveigjanleg þjón- usta, sem er veitt á for- sendum notenda. 22.9 | Magnús Ægir Magnússon RÚV og Gasa Spurður hvort hann styddi hryðjuverkaárásir á Ameríku var svarið hryðjuverk er slæmt vopn en svarið er já. 24.9 | Ragnar Aðalsteinsson Mun Hæstiréttur aldrei ná strætó? Nú er staðan sú að þrír hafa sótt um lausa dómarastöðu í Hæstarétti, tveir karlar og ein kona. 24.9 | Arnar Sigurðsson Kári í forsjármóð Talsverð nýlunda hlýtur því að felast í því áliti að sjúk- dóma megi lækna eða fyrir- byggja með einni gerð af verslunarrekstri umfram aðra. 25.9 | „Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson“ Reiður borgarstjóri Þegar að því kemur að fyrsta sjúkraflugvélin getur ekki lent í Reykjavík vegna þess að búið er að loka neyðarbrautinni getur Dagur vitanlega orðið sjálfum sér reiður fyrir að hafa beitt sér fyrir lokun hennar 26.9 | Guðrún Ágústsdóttir Ung þjóð með öfluga lífeyrissjóði og aldraðir vinna lengur en annars staðar Íslenska lífeyriskerfið er að styrkjast og mun halda því áfram þegar starfstengdu sjóðirnir ná full- um þroska. Í árslok 2013 höfðu ellilífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum náð rúmlega 62% af heildarellilífeyri á Íslandi. 28.9 | Gísli Holgersson Garðabær eða Geldinganes Smáhýsabyggð við sjávarsíð- una með fegurð sólseturs og fjallasýnar verður seint metin til fjár. 29.9 | Runólfur Þórhallsson Til lögreglumanna í kjarabaráttu Við megum ekki nema staðar fyrr en við höfum fengið laun sem samræmast ábyrgð og álagi og starfsumhverfi sem gerir okkur kleift að þjónusta almenning. 30.9 | Anna Þrúður Þorkelsdóttir Óhreinu börnin hennar Evu Leiðarstefið er sjálfbærni en því miður er árangurinn dep- urð margra sem hafa hvorki heilsu eða fjármagn til að veita lit og lífi inn í gráa til- veru sína. 1.10 | Lilja Rafney Magnúsdóttir Samþjöppun í mjólkurframleiðslu Við höfum horft upp á hvernig kvótakerfið í sjávar- útvegi hefur farið með byggðirnar. Ætlum við að horfa upp á að það sama gerist í sveitum landsins? 2.10 | Einar Benediktsson Öryggis- og varnarmál Mikilvægi landlegu Íslands mun aukast vegna opnunar nýrra siglingaleiða um heimsskautssvæðið. 3.10 | Sigríður Guðmarsdóttir Sjóður, skápur, afmæli Skápurinn sem er Biblían geymir hugarheim, ekki að- eins Hebreanna heldur líka hugarheim fólks frá liðnum öldum sem hefur túlkað þennan hugarheim og sótt í hann gull og gimsteina. 5.10 | Halldór Gunnarsson Gömul þjóð með ónýta lífeyrissjóði Gamla þjóðin er látin tví- greiða skatt af greiðslu lífeyr- issjóða í dag, sem jafnframt er einnig skert á móti greiðslu almannatrygginga. 6.10 | Jóna Björg Sætran Hvað fæ ég í einkunn í vor? Í dag þegar heill mánuður er liðinn af skólaárinu ríkir mikil óvissa um með hvaða hætti námsmatið verður í grunn- skólunum í vetur og vor. 7.10 | Friðrik Ingi Óskarsson Heilbrigðiskerfið og pólitíkin Mikið hefði það verið gott ef alþingi léti nú eins og tvo milljarða í heilbrigðismálin, t.d. á landsbyggðinni. 8.10 | Sigríður Ásthildur Andersen Grænu bílaskattarnir leiða til mengunar og sóunar En gróðurhúsalofttegundir myndast víðar en í bílvélum þótt stundum mætti ætla af umræðunni og aðgerðum stjórnvalda að bílar væru nær eina uppspretta þeirra. 9.10 | Sveinn Guðjónsson Áhyggjur á ævikvöldi Í stað þess að setjast áhyggjulausir út í sólsetrið fara menn fyrst að hafa veru- legar áhyggjur af afkomu sinni. Hvernig má það vera, eftir að hafa greitt af launum sínum í líf- eyrissjóð, nánast allan sinn starfsaldur, í hartnær hálfa öld? 10.10 | Geir A. Gunnlaugsson Þörf á víðtækri sátt um framtíð flutnings raforku Takmarkanir á orkuafhend- ingu og afhendingaröryggi er farið að standa í vegi fyrir al- mennri atvinnuuppbyggingu víða á landinu og þar með byggðaþróun. 12.10 | Garðar Cortes Hvernig verða tónlistarmenn til? Í Guðs bænum leysið þennan rembihnút sem búið er að hnýta um tónlistarskólana í Reykjavík. Verið stoltir af þessum skólum. 13.10 | Halldór Bjarkar Lúðvígsson Sala Arion banka á hlutum í Símanum Þegar söluferlinu er nánast lokið og allar upplýsingar liggja fyrir, er auðvelt að gagnrýna bankann fyrir þá ákvörðun að selja hluti á gengi sem var lægra en útboðsgengið. 14.10 | Ómar G. Jónsson Óánægja innan lögreglu vegna kjarasamninga Flestum er ljóst að lögreglu- starfið er krefjandi starf með verkefnum sem aðrar stéttir þurfa ekki að fást við. 15.10 | Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir Tölum saman vinnum saman Ætla má að nýta þurfi alla þá hugmyndafræðilegu þekk- ingu, sem er til staðar um málefni einstaklinga með geðrænan vanda. Stuðla verður að því að þeir fái samfellda með- ferð og eftirfylgni. 16.10 | Ómar Ragnarsson Ekið um villigötur út á tún Þarna er um að ræða áætl- aða heildartölu sem sýnir mögleika til kolefnisjöfnunar í framtíðinni, stig af stigi, en ekki risastóran hluta af út- blæstrinum núna eins og Özur heldur fram. 17.10 | Róbert H. Haraldsson Villandi málflutningur um áfengisfrumvarp Andstæðingar frumvarpsins hafa vísað á rannsóknir af al- þjóðlegum vettvangi og inn- lendum, en stuðningsmenn- irnir forðast slíkt eins og heitan eldinn. 19.10 | Erling Garðar Jónasson Reykjavíkurbréf gamlingjans Það gleður mikið mitt viðgerða hjarta að fleiri og fleiri eru að stinga niður penna og fá ritað um þarfamál eldri borgara í prentuð málgögn okkar. 20.10 | Laufey Tryggvadóttir Á að skima fyrir stökkbreytingunni BRCA2 Fjarlæging þessara líffæra er sterk forvörn en hún er samt ekki eina ráðið. Sumum arf- berum hentar betur að vera undir stöðugu eftirliti. 22.10 | Þorkell Sigurlaugsson Um annan spítala á öðrum stað Ákvörðun hefur verið tekin á Alþingi og öllum stjórnsýslu- stigum um að Landspítali verði áfram við Hringbraut. Við eigum að geta treyst því að svo verði. 23.10 | Bergþór Ólason Af hverju fannst okkur vinstri- stjórnin vond? En okkur fannst vinstristjórn- in vond og það voru margar ástæður fyrir því. Af ein- hverjum ástæðum eru þær flestar enn í lögum. 24.10 | Ásmundur Einar Daðason Af hverju varð Ísland ekki Grikkland norðursins? Íslendingar hafa neitað að ríkisvæða skuldir einkafyrir- tækja. Lætur einhver sig dreyma um að evrópski seðlabankinn hefði samþykkt þetta? 26.10| Jóhann Tómasson Ósannindi og falsanir siðanefndar lækna Grátbroslegt dæmi um þetta er sá fyrirsláttur að fólk geti verið undanþegið siðferði- legri ábyrgð á meðan það sinni störfum sínum. 27.10| Ragnar Önundarson Afnám gjaldeyrishafta veldur áhyggjum Hvernig getum við metið banka á sama hátt og fyrir- tæki í samkeppni í þessu ljósi? Á þjóðin að meta það hátt sem tekið er af henni sjálfri? 28.10 | Óli H. Þórðarson Undirstofnanir undirráðuneyta Ekki heldur klókt, að því er mér finnst, að tala um und- irmenn forstjóra eða und- irmenn í ráðuneyti sínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.