Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 76
76 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015
Óskum landsmönnum
farsældar á nýju ári
og þökkum viðskiptin
á liðnum árum
skartgripirogur.is gullbudin.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það léttir lífið að slá á létta strengi
en mundu að öllu gamni fylgir nokkur al-
vara. Leitaðu samt ekki langt yfir skammt
því tækifærin eru við höndina.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú verður að taka af skarið og hrinda
málum í framkvæmd, þótt vinnufélagar þínir
séu tregir í taumi. Hugsaðu málið vandlega.
Hvíldu þig augnablik ef þú þarft eða fáðu
þér kaffibolla.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ástæðulaust fyrir þig að
hengja haus því þú hefur unnið vel. Gefðu
þér tíma til þess að vega þau og meta og
gríptu svo tækifærið, ef þér sýnist það vera
þess virði.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú vilt vita hvernig hlutirnir virka og
þess vegna átt þú ýmsu ólokið. Sæktu fundi
og viðburði hjá klúbbum og félögum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Eftir höfðinu dansa limirnir og þér er
því mikil ábyrgð falin þegar starfsfélagar
þínir velja þig til forystu. Og þú ert nógu
ráðkænn til að fá það núna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vertu reiðubúinn því allar breytingar
krefjast fórna. Sýndu þolinmæði og ekki ör-
vænta þó að þetta raski fyrirætlunum þín-
um.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú munt eiga mikilvæg samskipti við
konu í fjölskyldunni í dag. Sýndu ögn meiri
þolinmæði og þá gengur allt upp.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gerðu aðeins það sem þú veist
sannast og best, því allt annað mun koma í
bakið á þér þótt síðar verði. Staða him-
intunglanna gæti orðið þess valdandi að þú
lendir upp á kant við einhvern.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Maður getur alltaf á sig blómum
bætt. Ekki hafa áhyggjur þótt þú finnir til
feimni, sjálfstraust þitt er meira en ella
núna. Sérstaklega viðræður sem tengjast
deilumálum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú gætir átt svolítið erfitt með að
sýna öðrum örlæti í dag. Góðmennskan
byrjar hjá manni sjálfum en endar ekki þar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Niðjar og ættingjar kunna að
verða full uppáþrengjandi. Láttu ekki
óvænta gagnrýni koma þér úr jafnvægi. Inn-
leiddu reglu sem bannar öskur á heimilinu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Flas er ekki til fagnaðar. Hversdags-
legir hlutir geta þróast í óvenjulegar áttir.
Rekstur tengdur fjölmiðlun, útgáfu, lögum
og læknisfræði gengur vel.
Ágamlárskvöld 1871 bjugguststúdentar og skólapiltar sem
álfar: gengu þeir í tveim fylkingum
frá holtinu austan við tjörnina í
Reykjavík og báru blys hver í hönd-
um. Á miðri tjörninni hittust þeir og
slógu upp hringdans á svellinu og
sungu þetta kvæði eftir Jón Ólafsson:
Einn:
Máninn hátt á himni skín
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Allir:
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl, en hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt við dansinn stígum,
dunar ísinn grár.
Nú er veður næsta frítt,
nóttin er svo blíð.
Blaktir blys í vindi, blaktir líf í tíð.
Komi hver sem koma vill!
Komdu, nýja ár!
Dönsum dátt á svelli,
dunar ísinn blár.
Fær þú unað, yndi og heill
öllum vættum lands.
Stutt er stund að líða,
stígum þétt vorn dans.
Fær þú bónda í búið sitt
björg og heyjagnótt.
Ljós í lofti blika,
líður fram á nótt.
Gæfðir veittu‘, en flýi frost;
fiskinn rektu á mið.
Dunar dátt í svelli,
dansinn stígum við.
Framför efldu; fjör og líf
færðu til vors lands.
Stutt er stund að líða,
stígum þétt vorn dans.
Máninn hátt á himni skín
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Allir:
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl, en hrín við hrönn
og hverfur stund.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Máninn hátt
á himni skín
Í klípu
„HANN Á SÉR ENGA SÖGU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„FIMMTÁN ÁR LIÐIN NÚ ÞEGAR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vaka til þess að
fagna nýju ári.
JÓLASVEINNINN VEIT
HVORT ÞÚ HEFUR VERIÐ
GÓÐUR EÐA SLÆMUR
HANN ER FEITUR GAUR
SEM GERIR EKKERT 364
DAGA Á ÁRI
ÞÚ HEFUR EKKI
VERIÐ MJÖG
GÓÐUR
HVER ER
HANN AÐ
DÆMA
MIG?!
ÉG HEYRI AÐ
KONUNGURINN
NJÓSNI UM ALLA
ÞEGNA SÍNA…
HANN VEIT
ALLT UM ALLA!
ÞAÐ GETUR
EKKI VERIÐ
SATT!
HVERS
VEGNA
EKKI?
ÉG ER ENN
Á LÍFI!!
Heiðar heiðarlegi
Í þessu á
standi
NOTAÐIR BÍLAR
Víkverji hlakkar nokkuð til áramót-anna þetta árið. Ekki að 2015
hafi verið leiðinlegt, heldur meira að
það er eiginlega komið nóg af því
góða. Það bíður Víkverja nefnilega
svo margt á nýju ári, en hann mun
verða faðir í fyrsta sinn á árinu. Áður
en að því kemur þarf þó að komast í
gegnum þá miklu hefð sem gamlárs-
kvöld er í fjölskyldu hans.
x x x
Víkverji sér kvöldið fyrir sér semnokkuð týpískt gamlárskvöld:
Kalkúnn um kvöldið með fyllingu og
góðri sósu. Stutt umræða um það
hvort að ekki sé nú málið að fara og
kíkja á áramótabrennu, jafnvel þó að
slíkt hafi aldrei verið stundað í fjöl-
skyldu Víkverja að staðaldri. Á end-
anum verður komist að þeirri nið-
urstöðu að það sé of kalt í veðri til
þess að norpa við hliðina á fólki sem
við þekkjum ekki neitt að horfa á bál
eins og frummenn.
x x x
Að þeim umræðum loknum tekurvið biðin eftir áramótaskaupi
Sjónvarpsins. Víkverji getur ábyrgst
það að viðbrögðin við því verði þau að
allavegana einn heimilismaður
spyrji: „Hver á þetta að vera?“ og að
fljótlega þar á eftir muni koma setn-
ingin: „Á þetta að vera fyndið?“ Gott
ef einhver, líklega Víkverji sjálfur,
muni ekki klykkja út með „Komm-
únistaáróður alltaf hreint.“ Áður en
miðnættið gengur í garð verður síðan
búið að strengja þess dýran eið að
gera eitthvað annað við tíma sinn að
ári en að horfa á þetta „andskotans
skaup“.
x x x
Það vakti athygli Víkverja um dag-inn að einn forvígismanna Pírata
skrifaði merkan pistil, þar sem hann
kallaði eftir bættri umræðuhefð, á
sama tíma og hann kallaði valdhafa
siðlausa og sagði marga alþing-
ismenn „tala með rassgatinu“. Þar
sem Víkverji er þekktur fyrir að
kvarta og kveina, hefur hann ákveðið
á nýju ári að taka þennan stórfína og
vel úthugsaða pistil til sín. Því eins og
Mikjáll nokkur Jackson sagði eitt
sinn: Viljir þú breyta heiminum er
best að byrja á manninum í spegl-
inum. víkverji@mbl.is
Víkverji
Þá brýst ljós þitt fram sem morgunroði
og sár þín gróa skjótt, réttlæti þitt fer
fyrir þér en dýrð Drottins fylgir eftir.
Jesaja 58:8