Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 89

Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 AF TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Eru tuttugu ár ekki gott?,“sagði President Bongoeinhverju sinni við þann sem þrýstir á lyklaborðið þegar hann var spurður út í brotthvarf sitt úr mektarsveitinni GusGus. Haldbær rök, vissulega, ívera á sama stað og sama rútína lengi, lengi getur ýtt undir stöðnun og ótta við breyt- ingar, öryggið er þægilegt en getur verið lam- andi til lengdar. Forsetinn tók því stökkið síð- asta vor, og það með tilþrifum eins og hans var von og vísa. Stephan Stephensen, sem skrýðist þessu listamanns- nafni, hefur alla tíð verið fjöl- listamaður og hefur fengið útrás fyrir sköpunarþörfina í gegnum ýmsa miðla (dans, ljósmyndun, tónlist m.a.) og þessi fyrsta plata hans, þar sem hann heldur einn um stjórnvölinn, ber merki þess. Serengeti er þannig marg- þætt verk og fylgir heildar- hugmynd eða konsepti þar sem margir og ólíkir listgerðarmenn leggja hönd á plóg svo að eitt, heildstætt verk verði til. „Tilfinn- ingasmiðirnir“, eins og Bongo kallar þá, eru innlendir og er- lendir; tónlistarmenn, hönnuðir, leikstjórar o.fl. Tugir manna þeg- ar allt er saman talið. Og eins og við mátti búast, er ekkert eins og það sýnist í veröld forsetans. Lög- Vængjum þöndum Ljósmynd/Ari Magg Einn President Bongo hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. in, eða kaflarnir, heita eftir ítölsku vindáttunum og platan „gerist“ í tansaníska þjóðgarð- inum Serengeti. Hugmyndin var að fanga stemninguna þar ef svo má segja í nokkurs konar hljóð- mynd; sólarupprásina, vind- gnauðið, ferðalag dýranna og dagleg umsvif þeirra. Lífið sjálft, dauðann og allt þar á milli. Margt sem ber fyrir eyru kann að koma venjubundnum GusGus- aðdáendum á óvart en þeir sem fylgst hafa með hinum ýmsu hlið- arsporum listamannsins í gegn- um tíðina þekkja hér sinn mann – og að hann komi fólki í opna skjöldu um margt var í raun viðbúið. Bongo fer því alls ekki auð- veldu leiðina – enda varla til- gangurinn með þessu – en hann er heldur ekki að flippa til að flippa. Hann er þarna á milli; nýtir sér skapalón teknós og raf- tónlistar en hrærir djassi, nú- tímatónlist og einhverju óræðu saman við kinnroðalaust. Dirfsk- an hérna heillar. Platan opnar með stórbrotnu stefi, kvikmynda- legt eiginlega, og á eftir kemur lítil harmonikkustemma. Svo er sveigt harkalega í dulúðuga ásláttar-möntru. Og aðeins fimm mínútur búnar af plötunni! En svo tekur við naumhyggjulegt teknó, ekki hart og pumpandi, miklu frekar lungnamjúkt og sef- andi. Það er reisn yfir því og þetta hljóta að vera dýrin sem ferðast um Serengeti í glæstum risaflokkum. Platan er eins og samloka þar sem henni er slitið með þremur stuttum stefjum, eitt er ásláttarbundið, annað er hljóðlistarmegin og lokahnykk- urinn er fallegur strengjaómur. Og minnir hann þannig séð á upp- hafið. Hringrásin er fullkomnuð. Serengeti er óhemju metn- aðarfullt verk, áhættusækið ef svo má að orði komast og sem slíkt, giska vel heppnað. Það borgar sig stundum að láta vaða. » Bongo fer því allsekki auðveldu leiðina – enda varla tilgang- urinn með þessu – en hann er heldur ekki að flippa til að flippa Serengeti er sólóplata President Bongo sem hann vinnur með Tilfinningasmiðunum (The Emotional Carpenters). Albumlabel, Berlín, gefur út. Allar frekari upplýsingar eru á www.radiobongo.net. Nýársfagnaður verður haldinn í Gamla bíói annað kvöld. Hann hefst kl. 18 með sjö rétta kvöld- verði með vín- pörun undir glæsilegum tón- listaratriðum og koma fram söngvararnir Salka Sól Eyfeld, Helgi Björnsson, Unnur Birna Björnsdóttir og Sverr- ir Bergmann. Kl. 23 verður húsið opnað fyrir dansgesti. Miðasala fer fram á Midi.is. Nýju ári fagnað í Gamla bíói Unnur Birna Björnsdóttir A Perfect Day Hjálparstarfsmenn á Balkanskaga stíga krappan dans í kaldhæðinni og sótsvartri stríðs-gamanmynd, segir á vef Bíós Paradísar um kvikmyndina. Benicio Del Toro og Tim Robbins fara með aðalhlut- verkin og leikstjóri er Fernando León de Aranoa. Metacritic: 56/ 100 Joy Jennifer Lawrence fer með hlut- verk Joy, ungrar konu og stofn- anda viðskiptaveldis. Svik, undir- ferli, glatað sakleysi, ástir og afbrýði koma við sögu í myndinni sem fjallar um það að vera ætt- móðir og stofnandi viðskiptaveldis í hörðum heimi. Leikstjóri mynd- arinnar er David O. Russell sem á að baki tvær kvikmyndir sem Law- rence hefur leikið í, Silver Linings Playbook og American Hustle. Auk Lawrence fara með helstu hlutverk Robert De Niro, Bradley Cooper, Isabella Rosselini og Virg- inia Madsen. Metacritic: 55/100 Sherlock og Dr. Who Bíó Paradís sýnir á morgun tvo jólaþætti, Sherlock Holmes og Dr. Who. Benedict Cumberbatch og Martin Freeman leika Holmes og Watson á níunda áratug 19. aldar í Lundúnum og Dr. Who, leikinn af Peter Capaldi, lendir í ótrúlegu ævintýri á jóladag. Bíófrumsýningar Joy Jennifer Lawrence leikur Joy í samnefndri kvikmynd. Ættmóðir, hjálparstarfs- menn og jólaþættir JOY 10:30 SISTERS 5:30, 8 SMÁFÓLKIÐ 2D 1:30,3:30 STAR WARS 3D 2, 5, 8, 10:45 STAR WARS 2D 7, 10 GÓÐA RISAEÐLAN 2, 4:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar GLEÐILEGT NÝTT ÁR LOKAÐ 31. DESEMBER OPIÐ NÝÁRSDAG! SÝNINGARTÍMAR OG TILBOÐ GILDA FYRIR 1. JANÚAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.