Morgunblaðið - 31.12.2015, Síða 89

Morgunblaðið - 31.12.2015, Síða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 AF TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Eru tuttugu ár ekki gott?,“sagði President Bongoeinhverju sinni við þann sem þrýstir á lyklaborðið þegar hann var spurður út í brotthvarf sitt úr mektarsveitinni GusGus. Haldbær rök, vissulega, ívera á sama stað og sama rútína lengi, lengi getur ýtt undir stöðnun og ótta við breyt- ingar, öryggið er þægilegt en getur verið lam- andi til lengdar. Forsetinn tók því stökkið síð- asta vor, og það með tilþrifum eins og hans var von og vísa. Stephan Stephensen, sem skrýðist þessu listamanns- nafni, hefur alla tíð verið fjöl- listamaður og hefur fengið útrás fyrir sköpunarþörfina í gegnum ýmsa miðla (dans, ljósmyndun, tónlist m.a.) og þessi fyrsta plata hans, þar sem hann heldur einn um stjórnvölinn, ber merki þess. Serengeti er þannig marg- þætt verk og fylgir heildar- hugmynd eða konsepti þar sem margir og ólíkir listgerðarmenn leggja hönd á plóg svo að eitt, heildstætt verk verði til. „Tilfinn- ingasmiðirnir“, eins og Bongo kallar þá, eru innlendir og er- lendir; tónlistarmenn, hönnuðir, leikstjórar o.fl. Tugir manna þeg- ar allt er saman talið. Og eins og við mátti búast, er ekkert eins og það sýnist í veröld forsetans. Lög- Vængjum þöndum Ljósmynd/Ari Magg Einn President Bongo hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. in, eða kaflarnir, heita eftir ítölsku vindáttunum og platan „gerist“ í tansaníska þjóðgarð- inum Serengeti. Hugmyndin var að fanga stemninguna þar ef svo má segja í nokkurs konar hljóð- mynd; sólarupprásina, vind- gnauðið, ferðalag dýranna og dagleg umsvif þeirra. Lífið sjálft, dauðann og allt þar á milli. Margt sem ber fyrir eyru kann að koma venjubundnum GusGus- aðdáendum á óvart en þeir sem fylgst hafa með hinum ýmsu hlið- arsporum listamannsins í gegn- um tíðina þekkja hér sinn mann – og að hann komi fólki í opna skjöldu um margt var í raun viðbúið. Bongo fer því alls ekki auð- veldu leiðina – enda varla til- gangurinn með þessu – en hann er heldur ekki að flippa til að flippa. Hann er þarna á milli; nýtir sér skapalón teknós og raf- tónlistar en hrærir djassi, nú- tímatónlist og einhverju óræðu saman við kinnroðalaust. Dirfsk- an hérna heillar. Platan opnar með stórbrotnu stefi, kvikmynda- legt eiginlega, og á eftir kemur lítil harmonikkustemma. Svo er sveigt harkalega í dulúðuga ásláttar-möntru. Og aðeins fimm mínútur búnar af plötunni! En svo tekur við naumhyggjulegt teknó, ekki hart og pumpandi, miklu frekar lungnamjúkt og sef- andi. Það er reisn yfir því og þetta hljóta að vera dýrin sem ferðast um Serengeti í glæstum risaflokkum. Platan er eins og samloka þar sem henni er slitið með þremur stuttum stefjum, eitt er ásláttarbundið, annað er hljóðlistarmegin og lokahnykk- urinn er fallegur strengjaómur. Og minnir hann þannig séð á upp- hafið. Hringrásin er fullkomnuð. Serengeti er óhemju metn- aðarfullt verk, áhættusækið ef svo má að orði komast og sem slíkt, giska vel heppnað. Það borgar sig stundum að láta vaða. » Bongo fer því allsekki auðveldu leiðina – enda varla tilgang- urinn með þessu – en hann er heldur ekki að flippa til að flippa Serengeti er sólóplata President Bongo sem hann vinnur með Tilfinningasmiðunum (The Emotional Carpenters). Albumlabel, Berlín, gefur út. Allar frekari upplýsingar eru á www.radiobongo.net. Nýársfagnaður verður haldinn í Gamla bíói annað kvöld. Hann hefst kl. 18 með sjö rétta kvöld- verði með vín- pörun undir glæsilegum tón- listaratriðum og koma fram söngvararnir Salka Sól Eyfeld, Helgi Björnsson, Unnur Birna Björnsdóttir og Sverr- ir Bergmann. Kl. 23 verður húsið opnað fyrir dansgesti. Miðasala fer fram á Midi.is. Nýju ári fagnað í Gamla bíói Unnur Birna Björnsdóttir A Perfect Day Hjálparstarfsmenn á Balkanskaga stíga krappan dans í kaldhæðinni og sótsvartri stríðs-gamanmynd, segir á vef Bíós Paradísar um kvikmyndina. Benicio Del Toro og Tim Robbins fara með aðalhlut- verkin og leikstjóri er Fernando León de Aranoa. Metacritic: 56/ 100 Joy Jennifer Lawrence fer með hlut- verk Joy, ungrar konu og stofn- anda viðskiptaveldis. Svik, undir- ferli, glatað sakleysi, ástir og afbrýði koma við sögu í myndinni sem fjallar um það að vera ætt- móðir og stofnandi viðskiptaveldis í hörðum heimi. Leikstjóri mynd- arinnar er David O. Russell sem á að baki tvær kvikmyndir sem Law- rence hefur leikið í, Silver Linings Playbook og American Hustle. Auk Lawrence fara með helstu hlutverk Robert De Niro, Bradley Cooper, Isabella Rosselini og Virg- inia Madsen. Metacritic: 55/100 Sherlock og Dr. Who Bíó Paradís sýnir á morgun tvo jólaþætti, Sherlock Holmes og Dr. Who. Benedict Cumberbatch og Martin Freeman leika Holmes og Watson á níunda áratug 19. aldar í Lundúnum og Dr. Who, leikinn af Peter Capaldi, lendir í ótrúlegu ævintýri á jóladag. Bíófrumsýningar Joy Jennifer Lawrence leikur Joy í samnefndri kvikmynd. Ættmóðir, hjálparstarfs- menn og jólaþættir JOY 10:30 SISTERS 5:30, 8 SMÁFÓLKIÐ 2D 1:30,3:30 STAR WARS 3D 2, 5, 8, 10:45 STAR WARS 2D 7, 10 GÓÐA RISAEÐLAN 2, 4:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar GLEÐILEGT NÝTT ÁR LOKAÐ 31. DESEMBER OPIÐ NÝÁRSDAG! SÝNINGARTÍMAR OG TILBOÐ GILDA FYRIR 1. JANÚAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.