Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland *Niðurstöður vísindalegra rannsókna (Derma Concept GmbH) Þéttleiki húðarinnar jókst um 35% eftir 28 daga notkun með Birki Cellolite olíunni og Birkisafanum og mýkt húðarinnar varð 21% meiri. Meðhöndlaðu appelsínuhúðina heildrænt Að innan frá með Birkisafanum og utanfrá með Birki Scrub og Birki Cellolite olíunni Birki Cellolite olían hjálpar til við að draga úr og koma í veg fyrir appelsínuhúð* - í samhljómi við mann og náttúru, www.weleda.is Útsölustaðir Weleda er heilsuverslanir og apótek. BAKSVIÐ Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Einn helsti sérfræðingur um Hills- borough-slysið árið 1989 er frá Ís- landi og er fæddur ári eftir slysið. BA-ritgerð Antons Inga Svein- björnssonar í sagnfræði frá Háskóla Íslands fjallar um þetta hörmulega slys þar sem 96 áhorfendur á leik Liverpool og Nottingham For- est létust. Flestir voru stuðnings- menn Liverpool. Ritgerðin fjallar um yfirhylm- inguna í kjölfarið, orsakir og for- sögu þess, afleiðingar og viðvarandi félagsleg vandamál. Sumardaginn fyrsta, 26. apríl, lauk baráttu aðstandenda fórnarlamb- anna 96 þegar stuðningsmennirnir voru loks hreinsaðir af ásökunum um að hafa valdið slysinu. Mögulegt er að ákærur verði gefnar út í kjölfarið enda slysið búið að setja ljótan blett á Liverpool-borg og eyðimerkurgöngu aðstandenda loks lokið. Eftir að málið var endurupptekið hefur Anton þurft að hafa ritgerð sína læsta því lögbann var lagt við út- gáfu alls þess efnis sem tengdist því. Þrátt fyrir að lúta ekki breskum lögum ákvað hann að hlýða lögbann- inu af virðingu við höfunda efnisins sem féll undir bannið og þá viðmæl- endur sem hann hafði talað við. „Ég vildi ekki vera sá sem hefði verið minnst um aldir og ævi fyrir að vera maðurinn sem skemmdi endur- upptekninguna. Því ákvað ég að læsa henni,“ segir Anton sem fékk áhuga á málinu árið 2008, þá 18 ára gamall. Heldur með Liverpool „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fótbolta og styð Liverpool í enska boltanum. Áður en ég kynnti mér málið fannst mér þetta slys alltaf svolítið skrýtið og hreinlega óþægi- legt. Ég vissi ekkert um það nema að það varð slys á Hillsborough þar sem fólk lést og Liverpool hélt minning- arathöfn á hverju ári. Í kringum þetta voru alltaf svolítil leiðindi. Það var eins og Liverpool-stuðningsmenn hefðu drepið sína eigin stuðnings- menn. Maður las í fjölmiðlum og um- ræðan var þannig að þetta slys var eins og svarti sauðurinn í fjölskyld- unni. Stjórnmálamenn, fjölmiðlar og aðrir sögðu í öll þessi ár að þetta væri skömm og báðu borgina og íbúa hennar að gleyma því liðna og halda lífinu áfram. Og ég skildi það ekki. Fyrir tilviljun hitti ég mann árið 2008 á Íslandi sem var frá Liverpool. Hann var með Hillsborough- barmmerki sem stóð á 96. Ég var 18 ára og spurði hann út í slysið. Hann fór með mig í gegnum málið og hafði komið nálægt því þó að hann hefði ekki verið á vellinum. Hann gaf mér lítinn bækling sem hann hafði gefið út sjálfur þar sem Phil Scraton, pró- fessor í afbrotafræði, skrifaði formál- ann en sá varð síðar formaður hinnar sjálfstæðu Hillsborough-nefndar og er maðurinn sem fann upphaflega ósamræmið í skjölunum. Eftir sögu mannsins var eins og eitthvað hefði umturnast í mér. Ég hafði enga skoð- un á þessu slysi en þetta blundaði áfram í mér.“ Réttlæti fyrir 96 Á 20 ára minningarathöfninni um slysið horfði Anton á Andy Burnham, þingmann Verkamannaflokksins og þáverandi menningarmálaráðherra, flytja ræðu á Anfield. Hann var fyrsti stjórnmálamaðurinn sem hafði feng- ið að koma nálægt minningarathöfn- unum um Hillsborough. Í miðri ræðu kallaði einn áhorfandi „Justice for the 96“ og aðrir á Anfield tóku undir. Ráðherrann kláraði ekki ræðuna sína. „Ég horfði á þetta og mér fannst þetta óskiljanlegt. Þetta var 20 árum síðar. Þetta var ekki sorg, fólk var ekki leitt. Þetta voru hráar tilfinningar og sárið var greinilega enn galopið. Loksins skildi ég og skyndilega röðuðust púslin saman. Þá áttaði ég mig á því að Hillsborough snýst ekk- ert um fótbolta. Ég las loks bæklinginn og slysið sat í mér. Ég byrjaði í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2011 og þegar ég var að fara skrifa BA-ritgerðina var skýrsla hinnar sjálfstæðu Hills- borough-nefndar nýkomin út. Þetta var sögulegur atburður, bæði í fortíð og nútíð. Ég hugsaði með mér að þarna gæti ég tekið eitthvað sem lá þegar fyrir. Ég hafði aldarfjórðung til að rannsaka og gera grein fyrir og samt var eitthvað nýtt – sem er nán- ast óþekkt í sagnfræðinni. Allar upplýs- ingar voru að koma fram meðan ég var í námi. Það var enginn að skrifa um þetta erlendis og eng- inn á Íslandi. Ég gat því ekki skrifað um þetta,“ segir hann. Anton hafði samband við manninn sem hann hafði kynnst nokkrum árum fyrr á Íslandi. Í kjölfarið fór af stað at- burðarás sem hann hafði ekki séð fyrir. Hitti rétta fólkið Hann hitti allt helsta fólkið sem var í kringum nefndina og kom aldrei að lokuðum dyrum. Allir voru til- búnir að aðstoða unga Íslendinginn. „Þarna var allt í gangi, skýrslan ný- kominn út og svo kom einhver gutti frá Íslandi sem rétti upp hönd til að athuga hvort einhver vildi tala við sig. Á því tímabili hafði ég ekki und- an því að svara. Einn af þeim sem svöruðu var Phil Scraton sem hafði fjallað um málið í tvo áratugi, og var maðurinn sem fann upphaflega ósamræmið í skjölunum. Önnur var Anne Williams, sem var í forsvari í málaferlum aðstandenda og stjórn- arformaður stuðningshóps eftirlif- enda. Stuðningsmenn Liverpool flagga fánum henni til heiðurs fyrir hvern leik. Hún lést úr krabbameini nokkrum dögum eftir að ákveðið var að taka málið upp að nýju. Hún beið í 24 ár eftir að einhver myndi axla ábyrgð og að fá viðurkenningu þess að sonur hennar bar ekki ábyrgð á dauða sínum. Þegar yfir lauk hafði ég talað við 22 aðstandendur fórnar- lamba og eftirlifendur frá slysinu, auk sérfræðinga, vitna og ráðgjafa.“ Anton fór út til Liverpool og hitti þar marga eftirlifendur auk þess að fá aðgang að gagnagrunni um slysið. Þá notaði hann Skype töluvert og einnig tóku aðrir fyrir hann viðtöl. Sagnfræðingar í Englandi höfðu lítið veitt málinu áhuga og því fékk hann fordæmislausan aðgang að skjölum, glósum, skýrslum og fólki. Erfitt að hlusta á sum samtölin „Það komu tímamót hjá mér þar sem ég var nálægt því að draga í land. Það var í miðju símtali við mann sem lýsti því fyrir mér hvernig hann horfði á son sinn deyja. Ég var 23 ára að skrifa 20 eininga ritgerð og að hlusta á það sem hann var að segja var erfitt. Ég hugsaði með mér, Ant- on Ingi hvað ertu að gera? Þetta var svo yfirþyrmandi. Ég vil meina að ég hafi verið hlutlaus, en í fullri einlægni var það oft alveg ofboðslega erfitt. Maðurinn lýsti því þegar hann grátbað lögregluna um að opna hliðin og að sonur sinn væri að deyja. Hann væri að kremjast. Loftið var farið úr lungunum og hann lýsti þessu átak- anlega fyrir mér. Það var mannbug- andi að hlusta á þetta. Hann lýsti því Tímalína atburða 15. apríl 1989 14:47 Roger Marshall, yfirmaður lögreglu við innganga, varar við því að ef ekkert verði gert muni þetta fara illa. 14:50 Hólf 3 og 4 eru orðin yfirfull. 14:52 Skilaboð koma frá Marshall um að opna verði hlið C því að annars muni troðningurinn semmyndast hafði valda stórslysi og jafnvel mannfalli. 14:54 Liðin ganga út á völlinn. Lögreglumenn hunsuðu öskur þeirra sem voru að kremjast við girðingar. 14:57 Hliði C er lokað. 14:59 Áhorfendur byrja að klifra yfir girðingarnar. 15:00 Leikurinn hefst.Waugh, lögregluþjónn, spyr í stjórn­ herberginu hvort það þurfi að kalla til sjúkrabíla og er svarað neitandi. 15:05 Slysagrindur framarlega í hólfi 3 gefa eftir. Stuðningsmenn falla fram fyrir sig og kremjast við girðingarnar. 15:06 Dómarinn flautar leikinn af. Murray hringir á sjúkrabíla sex mínútum eftir að hafa hafnað því að þeirra væri þörf. 14:30-14:40Mikil þrengsli myndast fyrir utan hlið C, í Leppings Lane, hluta leikvangsins. 14:40 Í hátalarakerfinu eru stuðningsmenn beðnir um að færa sig framar. 14:00 David Duckenfield, yfirlögregluþjónn og aðstoðarmaður hans, Bernhard Murray, mæta í stjórnstúku SheffieldWednesday. 14:38 Fyrsta bylgjan inn í hólf 3 og 4. Í kjölfarið er ungur drengur borinn út í gegnum hlið C. 12:00 Fólk fer að mæta á Hillsborough­ völlinn í Sheffield. Snýst um annað og meira en fótbolta  Ritgerð um Hillsborough-slysið vekur athygli út fyrir landsteinana  Ákvað að virða lögbann breskra dómstóla eftir símtal um miðja nótt  Vildi ekki vera maðurinn sem eyðilagði 27 ára bið Anton Ingi Sveinbjörnsson AFP Heiður Þeirra 96 sem fóru að sjá leik Liverpool og Nottingham Forest árið 1989 en snéru aldrei aftur heim er oft minnst á heimavelli Liverpool. David Duckenfield
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.