Morgunblaðið - 12.05.2016, Síða 51

Morgunblaðið - 12.05.2016, Síða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Á hvolfi Hægt er að horfa á lífið frá mörgum hliðum og sumir eru svo heppnir að fá stundum að sjá það á hvolfi. Þessi vegfarandi var kátur með að skoða mannlífið frá óvæntu sjónarhorni. Eggert Ákvörðun um að færa ábyrgð á at- vinnumálum fatlaðs fólks til Vinnu- málastofnunar um síð- ustu áramót markaði tímamót. Með þessu var settur lokapunkt- ur við langt ferli og umræður um fyrir- komulag þessara mála. Allir landsmenn ganga nú um sömu dyr þegar óskað er aðstoðar við atvinnu- leit. Þetta er góð nið- urstaða í anda jafn- ræðis og áherslunnar á eitt samfélag fyrir alla. Vinnumálastofnun og sveitarfélögin deila ábyrgðinni í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks. Vinnumálastofnun tekur við um- sóknum um vinnumarkaðs- aðgerðir fyrir fatlað fólk, þar með talin er vernduð vinna og hæfing, og sérfræðingar stofn- unarinnar leggja mat á vinnu- færni og þjónustuþörf umsækj- enda. Sveitarfélögin aftur á móti fjármagna og reka vinnumark- aðsúrræðin og bera ábyrgð á áframhaldandi uppbyggingu vinnu- og hæfingarstöðva. Það er mikilvægt að fjölga tækifærum fyrir fatlað fólk á vinnumarkaði. Til þess þarf út- sjónarsemi, víðtækt samráð og aukinn skilning á því að fjöl- breytni er styrkur hvers sam- félags og það gildir líka um vinnumarkaðinn. Það þarf að horfa á styrkleika hvers og eins og virkja hæfileika allra. Vinnumálastofnun leggur áherslu á að veita faglega þjón- ustu í samræmi við þarfir um- sækjenda og beita aðferðum sem vel hafa gefist í þjónustu við fatl- að fólk samhliða því að skapa og þróa nýjar leiðir og lausnir sem greiða götu fatlaðs fólks út í at- vinnulífið. Ég veit að stofnunin axlar þetta verkefni með sóma. Það eiga allir að fá séns! Árið 2015 var efnt til átaksverk- efnisins „Virkjum hæfileikana, alla hæfileikana“ sem skilaði fjölmörgum störfum um allt land, skapaði mik- ilvæg tengsl milli aðila og jók skilning og þekkingu á þeim starfskröftum og tækifærum sem hægt er að virkja í samfélaginu. Í dag eru um 1.200 fatlaðir ein- staklingar í vinnu og virkni hjá vinnu- og hæfingar- stöðvum á landinu. Flestar stöðvanna eru reknar af sveitarfélögum, aðrar af félaga- samtökum eða einkaaðilum sam- kvæmt þjónustusamningum við sveitarfélög eða Vinnumálastofn- un. Um 800 vinnusamningar ör- yrkja eru í gildi en Vinnu- málastofnun tók við umsjón þeirra frá Tryggingastofnun ríkisins um síðustu áramót. Flest fatlað fólk á vinnumarkaði er með slíkan samning en einnig margt fólk með skerta starfs- getu þótt það sé ekki með fötl- unargreiningu. Ársfundur Vinnumálastofn- unar er í dag. Yfirskrift fund- arins er „Eiga allir séns? Fjöl- breytileiki á vinnumarkaði.“ Það er því miður ekki þannig í dag að allir eigi séns, en engu að síð- ur stefnum við í rétta átt og augu samfélagsins eru hægt en örugglega að opnast fyrir því að fjölbreytileikinn er styrkur og að víða leynast hæfileikar sem geta blómstrað fái þeir svolítinn áburð og gott atlæti. Eftir Eygló Harðardóttir » Víða leynast hæfileikar sem geta blómstrað fái þeir gott atlæti. Eygló Harðardóttir Höfundur er félags- og húnæðismálaráðherra. Vinnumálastofnun virkjar hæfileikana – alla hæfileikana Það var ekki aðeins forseti Íslands sem sá sig um hönd um síð- ustu helgi og dró skyndiframboð sitt til baka. Það sama gerði formaður Samfylking- arinnar, Árni Páll Árnason, sem hafði verið á sviðinu til endurkjörs í nokkra daga. Í útvarpsviðtali sl. mánudag dró hann upp skelfilega mynd af stöðu og framtíðarhorfum flokksins sem hann hefur verið formaður fyrir undan- farin þrjú ár. Þar væri hver höndin upp á móti annarri og flokkurinn nánast í andarslitrunum. Hann sagði Samfylkinguna þurfa að ákveða hvað hún ætlaði að verða og hvernig hún ætlaði að bera sig að til að end- urheimta traust og fylgi. Það gat vart farið hjá því að hlustandi fylltist samúð með Árna Páli, vöskum manni á besta aldri sem tekið hefur þátt í stjórnmálum frá æskudögum og setið á Alþingi í nær áratug, en sér nú þann kost vænstan að taka pokann sinn. Það leiðir hins vegar hugann að stöðu stjórnmálaflokka hér og víða erlendis nú um stundir. Hefðbundnir flokkar eiga í vök að verjast Víða í Evrópu eiga hefðbundnir stjórnmálaflokkar undir högg að sækja hjá kjósendum, þar á meðal flokkar sem tengdir eru vinstri væng á pólitíska skalanum. Helst það í hendur við almennt dræmari kjörsókn í þingkosningum víðast hvar á síðustu áratugum, að ekki sé talað um kosningaþátttöku til Evr- ópuþingsins svonefnda sem síðast (2014) nam aðeins um 43%. Þetta er óheillaþróun, því að stjórnmála- flokkar hafa enn sem fyrr afar mik- ilvægu hlutverki að gegna í lýðræð- issamfélagi og engin einföld ráð sem leyst geta þá af hólmi sem tengilið milli almennings og helstu þrepa í samfélagsbyggingunni. Ávísun á beint lýðræði með þjóðaratkvæða- greiðslum eftir settum reglum á full- an rétt á sér en kemur ekki í stað virkrar þátttöku almennings í stjórnmálastarfi og stefnumótun. Því er brýnt að kanna orsakir vaxandi firr- ingar gagnvart þátt- töku í félagsmálum á ýmsum sviðum sam- félagsins og leita leiða til að örva fólk til virkrar þátttöku á stjórnmálasviði. Til að það megi takast þarf margt að koma til, bættar og skýrari leik- reglur, fræðsla á öllum skólastigum um sam- félagsmál, siðbót innan starfandi flokka og embættismannakerfis og vönduð og frjáls fjölmiðlun. Fjármálaspilling og sjúkt efnahagskerfi Þorri fólks hefur ríka réttlætis- kennd og þegar við blasir fjármála- spilling sem tengist valdhöfum og teygir sig inn á vettvang stjórnmál- anna vekur það andúð og tortryggni. Því er brýnt að jafna fjárhagslega aðstöðu stjórnmálaflokka og opna bókhald þeirra frá því sem nú tíðk- ast. Stjórnmálaforinginn Mogens Lykketoft, um skeið forseti danska þingsins og nú forseti allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, hefur barist fyrir róttækri siðbót í fjár- öflun stjórnmálaflokka, m.a. að þeir geti ekki bæði notið framlaga frá einstaklingum og fyrirtækjum held- ur þurfi að velja þar á milli og gera grein fyrir öllum fjárstuðningi sem einhverju nemur. Bók hans Lobbyisternes lomme- bog um þetta efni kom út 2013. Und- irtektir stóru flokkanna í Danmörku við tillögum hans hafa reynst dræm- ar. – Gangverk kapítalísks efnahags- kerfis þar sem þeir ríku verða stöð- ugt ríkari á kostnað almennings, lágstétta og millistétta, er önnur hlið á sama teningi ásamt ótrúlegri leyndarhyggju þegar farvegir fjár- magnsins eru annars vegar. Um það er fyrirhugaður TTIP-viðskipta- samningur Bandaríkjanna og Evr- ópusambandsins lýsandi dæmi, en þingmenn í ESB-ríkjum hafa aðeins mátt rýna eiðsvarnir í texta hans í lokuðum herbergjum. Eftir að Greenpeace opinberaði drögin hafa ýmsir sem heitið höfðu stuðningi hlaupið í baklás, þeirra á meðal ýms- ir krataforingjar. Áskoranir kalla á þátttöku kynslóðanna Það er nöturleg staðreynd ef auk- ið upplýsingaflæði verður til þess að almenningur dregur sig inn í skel og forðast þátttöku í vitrænni og grein- andi þjóðfélagsumræðu. Lýðræði á að vera farvegur til að knýja fram breytingar og ryðja brautina fyrir nýjum hugmyndum, sanngjörnum leikreglum og efnahagslegu réttlæti. Öllum ætti að vera fyrir bestu að slíkt náist fram friðsamlega og þar er fólginn lykillinn að sjálfbærri framtíð mannkyns, sem nú stefnir rakleitt að hengiflugi. Ógn tortímingar er á næsta leiti, m.a. kjarnorka í höndum afla sem einskis svífast. Til að bægja frá því sameiginlega skipbroti sem nú hillir undir vegna ágengni gagnvart móð- ur jörð, misskiptingu í lífsafkomu þjóða og innan þjóðríkja, þarf gíf- urlegt átak, siðbót, tillitssemi og sjálfsafneitun. Stjórnmál sem björgunarstarf Í upphafi var minnst á upp- dráttarsýki í tilteknum stjórn- málaflokki sem lagði upp vongóður um aldamótin. Sá sem þetta ritar átti ekki með honum samleið af mál- efnalegum ástæðum, sem hér verða ekki raktar. Það er þeirra sem þar eru enn innanborðs að greina ástandið og rétta kúrsinn í von um að ná landi. Ég hef haft áhuga á stjórnmálum frá barnæsku og ánægju af þátttöku með fjölda manns, þótt ekki væru það allt jábræður. Skemmtilegast hefur verið að rýna með öðrum í óræða framtíð í von um batnandi sjólag fyrir heildina, manninn og umhverfið sem hann er háður. Eftir Hjörleif Guttormsson » Brýnt er að kanna orsakir vaxandi firr- ingar gagnvart þátttöku í félagsmálum á ýmsum sviðum samfélagsins og örva til virkrar þátttöku í stjórnmálum. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Uppdráttarsýki stjórnmála- flokka er hættuleg lýðræðinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.