Morgunblaðið - 12.05.2016, Síða 60
60 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016
✝ Viktor GeirValmundsson
fæddist á Akureyri
25. febrúar 1985.
Hann lést 26. apríl
2016.
Foreldrar hans
eru Valmundur
Einarsson, fæddur
16. nóvembr 1950,
og Elsa Pálmey
Pálmadóttir, fædd
4. janúar 1958.
Systkini Viktors eru Pálmi Rafn
Eiríksson, fæddur 13. apríl
1978, Einar Karl Valmundsson,
fæddur 19. júlí
1982, og Halla Va-
ley Valmundar-
dóttir, fædd 27.
nóvember 1988.
Börn Viktors eru
Elsa Bjarney Vikt-
orsdóttir, fædd 7.
febrúar 2007, og
Sigurgeir Bessi
Viktorsson, fæddur
30. júní 2010.
Útför Viktors
fer fram frá Akureyrarkirkju í
dag, 12. maí 2016, klukkan
13.30.
Fallegur, hjálpsamur, skemmti-
legur, fyndinn og mikill húmor-
isti. Já, þetta eru einungis brot af
lýsingarorðum sem áttu við þig,
elsku Viktor minn. Þú varst sann-
ur vinur, góður faðir, bróðir og
sonur. En því miður leiddist þú út
af beinu brautinni alltof snemma
með tilheyrandi röngum ákvörð-
unum og gjörðum. Þessi erfiða
ganga spannar allavega 18 ár
sem er meira en helmingur af
lífsleið þinni. Þú hefur alla tíð
verið sterkur og borið allskonar
hræðilegar upplifanir sem enginn
ætti að bera á bakinu allan þenn-
an tíma. Þú áttir þér tvær hliðar,
þessa sem ég taldi upp í byrjun
og svo þessa skuggalegu hlið sem
var alls ekki þú. Þessi skuggalega
hlið er fíknin og það sem fíknin
hefur í för með sér. Því miður
fengu allt of margir að kynnast
þeirri hlið á þér enda óhjákvæmi-
legt miðað við árafjöldann sem
púkinn fylgdi þér.
Á þessum árum reyndir þú
nokkrum sinnum að finna réttu
brautina og tókst það í mislangan
tíma í senn, á þeim tímum sá
maður loksins hinn eina og sanna
Viktor. Bróður minn sem ég
dýrkaði og dáði. Á edrú tímum
þínum blómstraðir þú og þrosk-
aðist í hvert skipti en því miður
virtist púkinn hafa yfirhöndina
og náði tökum á þér aftur og aft-
ur. En eitt verður ekki tekið af
þér og það er að þú vast edrú
undir lokin, stóðst þig svo vel.
Það sem ég mun sakna þín,
elsku bróðir minn, allra símtal-
anna okkar um allt og ekkert. Þú
varst alltaf klár á hliðarlínunni og
gjörsamlega ofverndaðir mig allt
frá því ég man eftir mér eins og
þið allir bræður mínir. Við gátum
alltaf talað saman og þú veist að
ég stóð alltaf við bakið á þér og
reyndi hvað ég gat að vísa þér á
beinu brautina, ég óskaði einskis
heitar en það var ekki nóg. Ég
hef aldrei verið eins stolt af þér
og þegar þú talaðir um fallegu
börnin þín, það skein ávallt gleði
og stolt af þér því þú elskaðir þau
heitar en allt annað. Ég mun
halda því við, elsku Viktor minn,
og halda fallegu minningunum
um þig á lofti því þú átt það skilið.
Ég mun aldrei gleyma viðbrögð-
unum þínum þegar við Ágúst
sögðum frá þegar ég var ólétt af
Arnari Loga, það var ein falleg-
ast og dýrmætasta stund sem ég
hef átt með þér og fjölskyldunni.
Þegar svo loksins hann kom í
heiminn þá dýrkaðir þú hann
strax, varst yfir þig stoltur eins
og með þín eigin börn. Arnar
Logi mun svo sannarlega fá að
vita hversu flottur þú varst, ekki
spurning.
Það er virkilega sár tilfinning
að sitja við stofuborðið og skrifa
minningargrein til þín, elsku
bróðir, hjarta mitt er í þúsund
molum og í sannleikans sagt þá
verkjar mig af sársauka. En eitt
af því sem veitir mér vellíðan er
það að nú hefur þú loksins fundið
frið í hjarta þínu en ég hefði viljað
að þú fyndir hann á annan hátt.
Ég virði þína ákvörðun þó að ég
sé henni ekki sammála en ástæð-
an fyrir því er sú að þú veist að ég
hef alltaf viljað þér allt það besta.
Við munum hittast á ný einn dag-
inn en ekki í bráð, þangað til mun
hugur minn vera hjá þér.
Elsku fallegi bróðir minn, ég
elska þig af öllu hjarta og sakna
þín svo sárt.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín litla systir,
Halla Valey
Valmundardóttir.
Viktor Geir
Valmundsson
HINSTA KVEÐJA
Kviknar líf,
kvakar vor.
Lækir hjala,
leika, vaka.
Lífsins vor
lifnar, glæðist,
kyrjar söng.
Kviknar líf.
Kviknar ljós,
logar skært.
Hjörtu kætast,
kvakar vor.
Sálin hrópar,
syngur óð,
fagnar degi.
Kviknar líf.
Slokknar líf.
Slokknar ljós.
Söngvar þegja.
sálin tóm.
Allt er fölnað,
ekkert blóm.
Endar slitna
slokknar ljós.
(J.E.H.)
Jón Einar (Lambi),
Sigurveig, Haraldur
Ölvir, Birna Eyvör.
✝ Ragnar Vin-cent Petersen
fæddist í Reykja-
vík 17. ágúst 1953.
Hann lést á líknar-
deild Landspítal-
ans 22. apríl 2016.
Hann var sonur
Kristínar Sigurð-
ardóttur, f. 16.
ágúst 1934, frá
Reykjavík og Vin-
cent Giudese, frá
Bandaríkjunum en Ragnar var
mjög ungur þegar Martin Pet-
ersen, markaðsstjóri Flug-
leiða. f. 9. júlí 1925, d. 16.
mars 2012, gekk honum í föð-
urstað og ættleiddi hann. Þau
bjuggu alla tíð í Reykjavík.
Systkini hans eru: Karl Peter-
sen, f. 6.7. 1960, d. 2.4. 2006,
og Kristín Petersen, 31.7.
1965. Ragnar kvæntist árið
Ragnar lærði blómaskreyt-
ingar og rak blómabúðina
Alaska við Miklatorg um ára-
bil. Síðar varð hann auglýs-
ingastjóri hjá ýmsum blaða-
útgefendum. Ragnar var
hestamaður. Hann var reið-
kennari um tíma og var með-
limur í Félagi tamninga-
manna. Hann var virkur í
félagsstörfum hjá hesta-
mannafélaginu Fáki, var í
íþróttadeild félagsins og kom
þar meðal annars að móts-
haldi og fleiru. Hann var með-
al annarra frumkvöðull í að
móta keppnisfyrirkomulag
hestamanna eins og það er
stundað í dag. Ragnar tók oft
þátt í skipulagningu Reið-
hallarsýninga félagsins og var
þekktur fyrir að setja upp
einstaklega glæsilegar tölt-
slaufur og þjálfa hesta og
knapa fyrir þær. Hann var
sæmdur gullmerki Fáks fyrir
störf í þágu félagsins árið
2014.
Útför Ragnars fór fram 4.
maí 2016, í kyrrþey að ósk
hins látna.
1974, Björk Lind
Harðardóttur, f.
21. apríl 1954. Þau
slitu samvistum.
Þau eignuðust
saman þrjú börn:
1) dóttur, sem
fæddist andvana
1972. 2) Róbert
Petersen, f. 13.5.
1975, eiginkona
hans er Sigrún
Alda Sveinsdóttir,
f. 20.5. 1974. Börn þeirra eru
Rebekka Rut Petersen, f.
25.10. 1995, Aron Freyr Pet-
ersen, 9.7. 2002, og Sveinn
Sölvi Petersen, f. 23.11. 2004.
3) Snorri Petersen, f. 8.1. 1978,
kvæntur Þórunni Lárusdóttur,
f. 6.1. 1973. Börn þeirra eru
Kolbeinn Lárus Petersen, f.
2.8. 2006, og Katla Petersen, f.
19.2. 2009.
Ragnar frændi minn var lag-
legur, fjörugur og skemmtilegur
maður. Hann var afar fallegt
barn með allar krullurnar sínar,
brosið geislandi og var mikill
grallari. Núní var gælunafn, sem
hann gaf sjálfum sér sem barn –
við kölluðum hann lengi vel því
nafni. Hann var skapmikill og
hafði mjög ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum, það gust-
aði af honum og var aldrei nein
lognmolla í kringum hann. Yndi
hans af dýrum var augljóst frá
unga aldri. Ég man eftir fiska-
búri og síðar kompu fullri af búr-
um með alls kyns smádýrum,
sem hann átti, ræktaði og hugs-
aði vel um. Á fullorðinsárum átti
hann alltaf hund og svo kom
hestamennskan, sem hann stund-
aði alla tíð. Hann elskaði dýrin
sín og hugsaði vel um þau. Hann
eignaðist góða vini í hesta-
mennskunni og naut þess að fara
í hestaferðir. Einnig stundaði
hann líkamsrækt og dansaði
salsa í hverri viku. Það var alltaf
upplífgandi að hitta hann og
spjalla; kátína og hlátur ein-
kenndu Ragga Pet.
Það lék allt í höndunum á þess-
um fallega frænda mínum. Hann
lærði blómaskreytingar og rak
um tíma gróðrarstöðina Alaska.
En það voru ekki bara blóma-
skreytingar, sem hann gerði vel,
því hann var einnig listakokkur
og gerði t.d. flottustu og bestu
litlu brauðsamlokurnar sem ég
hef séð og smakkað. Einnig var
hann smekkmaður og hafði sér-
stakt lag á að gera vistarverur
sínar fallegar og hlýlegar.
Ragnar elskaði að ferðast til
sólarlanda og sagði mér að hann
hefði átt að fæðast og eiga heima
á Ítalíu. Hann hefði sómt sér vel
þar um slóðir enda hafði hann
dvalið þar um hríð og kynnst
ítalskri þjóð og menningu. Einnig
átti hann ættir að rekja þangað.
En lífið fer ekki alltaf eins og
maður hefði óskað sér og nú er
hann farinn í ferðalagið, sem bíð-
ur okkar allra, í blóma lífsins að-
eins rétt rúmlega sextugur. Hann
greindist með alvarlegan sjúk-
dóm fyrir rúmum fjórum árum
en hann naut lífsins til fulls þann
tíma, sem hann átti eftir. Hann
ferðaðist á hverju ári til Spánar
með vinum sínum, naut sólarinn-
ar, hitans, rauðvíns og matar;
kom til baka endurnærður, glað-
ur og hamingjusamur. Fyrirhug-
uð ferð hans til Spánar í apríl var
ekki farin því annað og lengra
ferðalag beið hans. Ég trúi því að
hann sé nú í góðum höndum,
dansi salsa og njóti sín í Sólar-
landinu.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Synir Ragnars, Róbert og
Snorri, makar þeirra og börn
syrgja föður, tengdaföður og afa.
Kristín móðir hans og Kristín
systir hans kveðja nú son og
bróður öðru sinni. Ég bið almætt-
ið um að styrkja þau öll í sorg-
inni. Blessuð sé minning Ragnars
Petersen, frænda míns og vinar.
Ég mun sakna líflegra samtala
okkar.
Lára Kjartansdóttir.
Ég var svo lánsöm að kynnast
Ragnari og fjölskyldu hans í
kringum sameiginlegt áhugamál
okkar, hestamennskuna. Fyrir
mig, sem útlending í íslensku
samfélagi, var einstakt fyrir mig
að eiga Ragnar að. Hann var
manneskja sem ég leit alltaf mjög
upp til og ég gat alltaf leitað til ef
mig vantaði álit eða ráðleggingar.
Hann gaf sér alltaf tíma til að út-
skýra þegar ég bað hann um álit
hvers vegna þetta eða hvers
vegna hitt. Ragnar hafði mikla og
góða nærveru sem ég fann strax
þegar ég hitti hann fyrst. Hann
var ljúfur, þægilegur en um leið
oft pínu háðskur þegar hann
sagði sitt álit. Fyrir mig sem út-
lending þá fannst mér frábært að
fá að vera í kringum Ragnar og fá
að hlusta og drekka í mig visku
hans þegar hann var að útskýra
eitthvað fyrir barnabörnunum.
Ég elskaði að heyra hann segja
sögur hvort heldur sem var sögur
úr fortíðinni eða frá daglegu
amstri. Þolinmæði hans var ótak-
mörkuð þegar kom að því að leið-
rétta íslenskuna mína sem ég
rembist við að læra og hann var
alltaf að bæta við nýjum orðum
inn í orðaforðan minn sem er mér
ómetanlegt. Ég vildi óska að ég
hefði getað átt meiri tíma með
Ragnari og ég á eftir að sakna
þess að sitja með honum í brekk-
unni á hestamannamótum og
hlusta á sögurnar og viskuna.
Takk fyrir mig, elsku Ragnar,
hvíldu í friði, kæri vinur.
Sandra.
Hann Raggi vinur okkar er
farinn alltof snemma. Þessi
skemmtilegi maður með sitt
mikla skap, sem bjó til bestu
ommelettuna og ljúffengustu
kokteilana í okkar fjölmörgu
hestaferðum. Mikið var oft gam-
an, hlegið og fíflast út í eitt i ár-
legum sleppitúrum á vorin til
margra ára. Oft fór hópurinn líka
í hestaferðir og var þá gist ann-
aðhvort á Fossi í Grímsnesi eða á
Breiðabakka í Holtum, sumar-
húsum okkar vinanna. Hann var
snilldarkokkur og sá oftast um að
metta okkur í þessum túrum, svo
ekki sé minnst á matarboðin hjá
honum þar sem hann töfraði fram
hvern réttinn af öðrum. Minning-
arnar eru margar en ég veit að
hann vildi ekki neinar lofræður,
ætla samt að minnast þess þegar
við héldum fimmtugsafmælið
hans á Fossi. Góð vinkona hans
var forsprakki að því að koma
honum á óvart og það tókst svona
líka vel, hann kom alveg af fjöll-
um og grunaði ekki neitt. Þetta
var svo skemmtilegt og af því til-
efni lét ég gera um hann nokkrar
vísur og langar að láta tvær
fylgja.
Sumir vilja hálfrar aldar afmælis ei
minnast
og afsíðis því fara, en auðvitað þeir
finnast.
Þér skal ekki takast að fela þig á Fossi,
við fundum þig nú góði, og heilsum þér
með kossi.
Við ætlum þér á afmælinu auðvitað að
lýsa
og ef til vill að hrósa þér, lofa þig og
prísa.
Skemmtilega kjaftfor þú kætir þína vini
en kannski ertu af langræknu og
sérlunduðu kyni.
(U.H.)
Vegna langvarandi veikinda
dró Raggi sig úr hestamennsku
og samveru seinustu árin en við
Jónsi viljum þakka allar góðar
gleðistundir og vottum Robba,
Snorra og fjölskyldum innilega
samúð okkar.
Guðlaug Steingrímsdóttir
og Jón Ólafsson.
Víst er gleðin sorgarinnar
systir, þær sækja okkur heim og
önnur gistir. Nú hefur sú síðar-
nefnda sótt okkur heim í D tröð-
inni í Víðidal sem og á öllu Fáks-
svæðinu. Fallinn er frá langt
fyrir aldur fram hann Raggi Ped,
eins og hann var oftast kallaður.
Snaggaralegur töffari vel ríðandi
á mjög snyrtilegum og vel hirtum
hestum sínum reið hann um dal-
inn.
Við Raggi áttum vel saman og
leystum oft lífsgátuna á stéttinni
fyrir framan hesthúsin. Hann var
mér afar hjálplegur með hrossin
og líka bílinn. Í mestu frosthörk-
unum fraus ég ýmist úti eða inni í
bílnum.
Raggi var ekki allra og gat
verið með mjög snörp svör. Það
fór ekkert á milli mála hvað hon-
um fannst um hlutina. Við hlóg-
um mjög mikið þegar niðurstað-
an var komin í höfn eftir miklar
umræður. Snyrtimennska var
hans aðalsmerki og það hafa syn-
ir hans aldeilis fengið beint í æð
frá honum, það er nú alveg
greinilegt á öllu hjá þeim.
Garðar minn og ég eigum eftir
að sakna Ragga hér úr D-tröð-
inni. Við sendum Robba, Snorra
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Elín Margrét
Hárlaugsdóttir.
Ragnar Vincent
Petersen
HINSTA KVEÐJA
Leitar nú hugur
langa vegu
heyri ég óm
horfinna daga.
Ofin er litum
ljóss og sólar
minning þín innst
í muna geymd.
Lít ég í himins
heiða bláma
klökkva snortin
kveð í hljóði.
Veg þér á fylgi
vinhugur minn
heim á ljóssins
lendur eilífar.
Ég votta aðstandendum
Ragnars einlæga samúð
mína.
Sigrún Haraldsdóttir.
✝ Unnur Eben-harðsdóttir
fæddist á Akureyri 2.
apríl 1925. Hún lést á
Dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri 17. mars
2016.
Foreldrar hennar
voru hjónin Eben-
harð Jónsson
bifreiðaeftirlitsmað-
ur á Akureyri, f. 10.
maí 1896, d. 2. júlí
1983, og Guðrún Kolbeinsdóttir,
húsmóðir og verslunarmaður á
Akureyri, f. 10. okt. 1891, d. 13.
apríl 1966.
Systkini Unnar: Ásta, f. 26.
júlí 1923, býr á Akureyri, Ebba,
f. 10. mars 1927, d. 11. október
2014, og Ingvi Gunnar, f. 11.
júní 1921, d. 10.
júní 2003, en
hann var sam-
feðra þeim systr-
um.
Unnur stund-
aði hefðbundið
nám í Barna- og
gagnfræðaskóla
Akureyrar. Að
loknu námi starf-
aði hún hjá KEA
á Akureyri, fyrst
við verslunarstörf, en síðan í
fjölmörg ár hjá Mjólkursamlagi
KEA. Einnig starfaði hún í all-
mörg ár hjá Prentsmiðju Odds
Björnssonar á Akureyri.
Útför Unnar fór fram í kyrr-
þey frá Höfðakapellu 31. mars
2016.
Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg,
við skulum tjalda í grænum berjamó.
Leiddu mig vinur í lundinn frá í gær,
lindin þar niðar og birkihríslan grær.
Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum,
leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær.
Daggperlur glitra um dalinn færist ró,
draumar þess rætast sem gistir Vagla-
skóg.
Kveldrauðu skini á krækilyngið slær.
Kyrrðin er friðandi, mild og angurvær.
Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum,
leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær.
(Kristján frá Djúpalæk)
Með þessum texta vil ég minn-
ast yndislegrar frænku og vin-
konu.
Þín verður sárt saknað, elsku
Dadda.
Hafðu þökk fyrir allt. Hinsta
kveðja,
Ásta og Heiðar.
Unnur
Ebenharðsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar