Morgunblaðið - 12.05.2016, Síða 84

Morgunblaðið - 12.05.2016, Síða 84
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 133. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. „Réttlæti fyrir Gretu“ 2. Skipverjinn fannst látinn 3. Hátt í 400 milljónir í skatta 4. „Oh, óheppni“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Upplýst hefur verið um alla lista- mennina sem koma fram á Secret Solistice-tónlistarhátíðinni í Laugar- dal 17. til 19. júní, fyrir utan að lofað er einum leynigesti að vanda. Í fyrra- sumar var það rapparinn Busta Rhymes. Meðal listamanna sem hafa bæst í hópinn með Radiohead, Of Monsters and Men og öðrum sem þegar var vit- að að kæmu fram eru hinn vinsæli plötusnúður og fyrirsæta Alexandra Richards, dóttir Keith Richards gítar- leikara Rolling Stones, Serge Devant, Osunlade, Pavan (úr Foreign Begg- ars), Paul Brown og Sinistarr. Richards þeytir skíf- um í Laugardalnum  Þremenningarnir Ife Tolentino, Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnars- son flytja sjóðheita suðræna tóna í Mengi í kvöld kl. 21. Tríóið hefur unn- ið saman að flutningi tónlistar úr hin- um víðfræga brasilíska lagabálki bossa nova, auk þess sem þeir flytja tónlist eftir brasilíska gítarleikarann og söngvarann Ife Tolent- ino. Hann á að baki lang- an og litríkan feril í heimalandi sínu, þar sem hann hefur starfað með ýms- um frábærum listamönnum. Þeir vinna nú að gerð annarrar plötu, en sú fyrri kom út 2014 og heitir Vocé Passou Aqui. Sjóðheitir suðrænir tónar hljóma í Mengi Á föstudag, laugardag og sunnudag Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið, en yfirleitt bjart- viðri SA-lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á SA-landi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Bjart veður NA- og A-lands, annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. VEÐUR „Ég hlakka til að sjá ís- lenska liðið spila. Leikmenn virðast vera með rétta hugarfarið og þjálfarinn er mjög reyndur en vinnur jafnframt mjög vel með yngri þjálfaranum. Ég tel að Ísland geti komið fólki á óvart,“ segir Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Eng- lendinga í knattspyrnu, um íslenska landsliðið fyrir EM í Frakklandi. »4 Hlakka til að sjá Ísland spila Breiðablik og Stjarnan, sem spáð er toppsætunum í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, byrjuðu tímabilið í gær- kvöld á öruggum sigrum gegn KR og Þór/KA. Harpa Þorsteinsdóttir skor- aði þrennu fyrir Stjörnuna gegn Akureyrarliðinu. Selfoss vann góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum og í Árbænum skildu Fylkir og Valur jöfn, 2:2. »2-3 Sigurstranglegu liðin fóru vel af stað ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta byrjaði vel en var basl í lokin, ætlaði aldrei að hafast,“ sagði Einar Dagbjartsson, flugstjóri hjá Icelandair, þegar hann kom með dagsskammt- inn, tæplega 800 kg, einkum þorsk, á Grindjána GK til Grindavíkur úr strandveiðunum í vikubyrj- un. „Við sköpum gjaldeyri og verðum fljótlega kvótakóngar eins og pabbi,“ bætti kafteinninn við, stoltur á svip í góða veðrinu á kæjanum. Bræðurnir Einar, Eiríkur, útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf., og Jón Gauti, útibússtjóri Olís í Grindavík, reka bátinn og Dagbjartur, sonur Ein- ars, er kominn með „pungaprófið“ og hefur verið í „línuþjálfun“ hjá föðurnum. Bræðurnir voru áður í hópi með öðrum á sjóstöng, skaki og svartfugli í um 15 ár og hafa verið með í strandveiðikerfinu frá byrjun. Þeir keyptu hina út, bættu í og leigja kvóta utan strandveiðikerfisins. „Við reynum sérstaklega að vera vel skipulagðir í maí, því þá er mest fiskerí hjá okkur,“ segir hann. Markmiðið sé að vera með bátinn skuldlaus- an í haust. „Þá kaupum við okkur smá kvóta og þá verðum við orðnir kvótakóngar, eins og pabbi var. Þótt það verði ekki nema 15 kíló. Annars finnst mér skondið hversu margir hafa sterkar skoðanir á kvótamálum en hafa svo ekki hundsvit á einu né neinu sem snýr að sjávarútvegi.“ Harkan sex Sjómennska er bræðrunum í blóð borin. Þeir eru ættaðir úr Grímsey og þar kynntust þeir handtökunum. „Það verður að segjast eins og er að sjómennskan er drulluerfið. En hún er svo heil- brigð. Þetta er líkamsrækt sem getur gefið af sér smá vasapening í leiðinni.“ Einar áréttar að ekki sé alltaf á vísan að róa. Einn daginn hafi ekki verið nein veiði. Hann hafi gefið félaga sínum aflann, fjóra til fimm þorska og annað eins af ufsa, og því ekki landað. Daginn eftir hafi verið kropp en hátt verð og hann náð um 400 kg. Hann hafi verið austast á Sel- vogsbankanum og ætlað að landa í Vestmanna- eyjum enda styttra þangað. Því hafi hann hringt í Eirík til að láta hann vita og beðið hann um að græja hótel og dagpeninga. „„Bróðir,“ svaraði Eiki. „Eftir frammistöðu þína í gær verður þú rekinn ef þú gerir það.““ Einar hefur verið í fluginu í um 35 ár. „Ég er allt í einu orðinn kallinn um borð hjá Icelandair,“ segir hann og bendir á að flugið og sjómennskan falli vel hvort að öðru. „Ég er alltaf kafteinn. Þegar ég er úti á sjó öskra ég „gera klárt að aftan“ þótt enginn annar sé um borð. Ég sef betur og er betur undirbúinn fyrir hvert flug. Þegar ég þarf svo að hætta að fljúga vegna aldurs get ég lifað af þessu hálft árið, því þá verðum við orðnir kvóta- kóngar, eins og pabbi. Þá verð ég ekki lengur kall- aður kvótaprins eins og á unglingsárunum þegar maður var á netaveiðum með skólanum, ekki sjó- hraustur, ælandi fram á hádegi flestar helgar.“ Úr fluginu á strandveiðar  Einar Dagbjartsson vill vera kvótakóngur frekar en kvótaprins Morgunblaðið/RAX Stoltir bræður Bræðurnir Jón Gauti, Einar og Eiríkur eru ánægðir með strandveiðarnar. Feðgar Einar og Dagbjartur, sonur hans, fljúga með fiskinn úr strandveiðunum. Flugstjóri Einar í flugstjórnarklefanum. Flogið er með allan fisk daginn eftir að hann veiðist. „Ég er í skýjunum og hreinlega í gleðivímu þessa stundina,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik, sem skrifað hefur undir samkomulag um að leika með einu sterkasta félagsliði Evr- ópu, Leipzig, á næsta keppnis- tímabili. Hildigunnur segir samning- inn við félagið sýna að með þrotlausum æfingum og dugnaði geti draumar ræst. »1 Hildigunnur segir drauma geta ræst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.