Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 12
2 Orð og tunga
þann hluta málstýringar sem lýtur að sýnilegum og meðvituðum af-
skiptum af nöfnum í tilteknu málsamfélagi.
Augljóst dæmi um nafnstýringu er framkvæmd laga og reglna um
meðferð, notkun og skráningu nafna, svo sem mannanafna, tiltekinna
örnefna (sjá nánar í 5. kafla hér á eftir) og vörumerkja, sbr. þau íslensku
lög sem mannanafnanefnd, örnefnanefnd og Einkaleyfastofan starfa
eftir. Hér á eftir mun ég einbeita mér að örnefnum en láta aðra nafna-
flokka, svo sem mannanöfn eða vörumerki, liggja milli hluta. Hugtak-
ið örnefnastýring tekur þá sem sé til þeirrar nafnstýringar sem lýtur að
örnefnum sérstaklega. A 1. mynd sést innbyrðis afstaða ofangreindra
hugtaka.
ínálstefna
/\
málstvring
r\
nafhstýring
/\
örnefnastý'ring
1. mynd. Sýnileg og meðvituö afskipti af nöfnum sem hluti af hugtakakerfi í málrækt-
arfræði
Örnefnastýring, eins og önnur málstýring, getur tekið til mismunandi
sviða tungumálsins. Stundum er aðeins um að ræða afskipti af rit-
hætti eða annarri meðferð þeirra örnefna sem þegar eru í notkun. Það
á t.a.m. oftast við um viðleitni til að laga ýmis örnefni utan íslands að
íslenskum rithætti, sbr. 3. kafla hér á eftir. í öðrum tilvikum er fyrst og
fremst um það að ræða að skipta sér af sjálfu nafnavalinu. í íslensku
bæjanafnalögunum, sem sagt verður frá í 5. og 6. kafla hér á eftir, bein-
ist t.a.m. öll athyglin að því síðarnefnda, þ.e. nafngiftunum sem slík-
um, en ekkert er fjallað í lögunum um ritun eða beygingu nafnanna
beinlínis. Sjálfsagt hefur verið litið svo á í lagasetningunni að slíkt sé
tiltölulega vandalaust í íslensku þar sem lítið er um mállýskur og lík-
lega óhætt að kalla íslenska ritmálið tiltölulega heilsteypt.1
‘Hins vegar fjallar 7. gr. Auglýsingar um fslenska stafsetningu frá 1974 (sbr. einnig
83. gr. ritreglna í Stafsetningnrorðabókinni 2006) um bandstrik og upphafsstafi í „sam-
settum ömefnum", þ. á m. bæjanöfnum á borð við Ytri-Mælifellsrí.