Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 112

Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 112
102 Orð og tunga væru endingarlaus í þolfalli og þágufalli. Hins vegar gátu þau fylgt eiginnöfnum, t.d. Þorbjörgu sem endaði á -u í áðurnefndum föllum. Hefði svo sérkennilega farið að viðskeyttu orðin og þau eiginnöfn sem beygðust eins, t.d. Laufey, Frigg og Sif hefðu haldið sinni fornu beygingu og verið endingarlaus í þolfalli en ekki í þágufalli þá hefðu þau myndað undirflokk.29 Sá flokkur hefði vissulega orðið nokkuð stór vegna viðskeyttu orðanna en á hinn bóginn voru önnur samnöfn (ósamsett) og eiginnöfnin, merkingarlega afmarkaður hópur, fáliðað- ur. Spurningin er þá sú hversu lífvænlegur slíkur flokkur hefði orðið. Elsta beyging viðskeyttu orðanna hefði vissulega þjónað aðgrein- andi hlutverki sínu með u-endingu í þágufalli eintölu en ekki þolfalli. Samkvæmt hugmyndum Haspelmath (2002:124), sbr. inngang, hefðu áhrif og styrkur þess hóps sem umrædd orð mynduðu getað orðið töluverð vegna stærðarinnar og hann hefði þess vegna kannski getað lifað. Beygingin hefði þó verið í kerfislegu ósamræmi við önnur kven- kynsorð og þar með óhagkvæm í ljósi hugmynda Carstairs sem m.a. var vitnað til í lok þriðja hluta. 4.2 Nánar um endingarnar Fram kom í 2.4 að telja verði að u-endingin hafi fest sig fyrr í sessi í ing- og ung-orðum með viðskeyttum greini en þeim greinislausu; greinir- inn sé þannig ein forsenda endingarinnar. Jafnframt kom fram að eðli- legra væri að gera ráð fyrir sérstakri endingu, í þessu tilviki -u, frekar en -0 þar sem upplýsingagildi „feitara" morfemsins væri meira. Sé miðað við algengustu endingar hvors viðskeytis má lýsa sam- tímalegum hljóðbeygingarvenslum viðskeytanna og fallendinga þol- falls og þágufalls á eftirfarandi hátt: (20) Sérhljóðið í endingu þolfalls/þdgufalis er frammælt og kringt ef sérhljóðið í viðskeytinu er frammælt og ókringt. Annars er endingin -0. Með öðrum orðum: Orð með viðskeytinu -ing enda á beygingarend- ingunni -u í þolfalli og þágufalli en þau með viðskeytinu -ung eru yfirleitt endingarlaus. Ef andstaðan kringt:ókringt hefði að breyttu breytanda skipt máli hjá orðum með viðskeytinu -ung hefðu þau breytt um beygingarflokk, farið að beygjast eins og ing- orðin, enda 29Sjá nánar um eiginnöfnin í neðanmálsgrein 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Orð og tunga

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4610
Tungumál:
Árgangar:
25
Fjöldi tölublaða/hefta:
25
Skráðar greinar:
231
Gefið út:
1988-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jón Hilmar Jónsson (1988-1990)
Guðrún Kvaran (1997-2011)
Ásta Svavarsdóttir (2012-2014)
Ari Páll Kristinsson (2015-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Íslenska. Tímarit. Málfræði. Ritrýndar greinar. Orðabókarfræði. Orðabók Háskólans.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað: Orð og tunga 12 (01.06.2010)
https://timarit.is/issue/392219

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Orð og tunga 12 (01.06.2010)

Aðgerðir: