Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 112
102
Orð og tunga
væru endingarlaus í þolfalli og þágufalli. Hins vegar gátu þau fylgt
eiginnöfnum, t.d. Þorbjörgu sem endaði á -u í áðurnefndum föllum.
Hefði svo sérkennilega farið að viðskeyttu orðin og þau eiginnöfn
sem beygðust eins, t.d. Laufey, Frigg og Sif hefðu haldið sinni fornu
beygingu og verið endingarlaus í þolfalli en ekki í þágufalli þá hefðu
þau myndað undirflokk.29 Sá flokkur hefði vissulega orðið nokkuð
stór vegna viðskeyttu orðanna en á hinn bóginn voru önnur samnöfn
(ósamsett) og eiginnöfnin, merkingarlega afmarkaður hópur, fáliðað-
ur. Spurningin er þá sú hversu lífvænlegur slíkur flokkur hefði orðið.
Elsta beyging viðskeyttu orðanna hefði vissulega þjónað aðgrein-
andi hlutverki sínu með u-endingu í þágufalli eintölu en ekki þolfalli.
Samkvæmt hugmyndum Haspelmath (2002:124), sbr. inngang, hefðu
áhrif og styrkur þess hóps sem umrædd orð mynduðu getað orðið
töluverð vegna stærðarinnar og hann hefði þess vegna kannski getað
lifað. Beygingin hefði þó verið í kerfislegu ósamræmi við önnur kven-
kynsorð og þar með óhagkvæm í ljósi hugmynda Carstairs sem m.a.
var vitnað til í lok þriðja hluta.
4.2 Nánar um endingarnar
Fram kom í 2.4 að telja verði að u-endingin hafi fest sig fyrr í sessi í ing-
og ung-orðum með viðskeyttum greini en þeim greinislausu; greinir-
inn sé þannig ein forsenda endingarinnar. Jafnframt kom fram að eðli-
legra væri að gera ráð fyrir sérstakri endingu, í þessu tilviki -u, frekar
en -0 þar sem upplýsingagildi „feitara" morfemsins væri meira.
Sé miðað við algengustu endingar hvors viðskeytis má lýsa sam-
tímalegum hljóðbeygingarvenslum viðskeytanna og fallendinga þol-
falls og þágufalls á eftirfarandi hátt:
(20) Sérhljóðið í endingu þolfalls/þdgufalis er frammælt og kringt
ef sérhljóðið í viðskeytinu er frammælt og ókringt. Annars er
endingin -0.
Með öðrum orðum: Orð með viðskeytinu -ing enda á beygingarend-
ingunni -u í þolfalli og þágufalli en þau með viðskeytinu -ung eru
yfirleitt endingarlaus. Ef andstaðan kringt:ókringt hefði að breyttu
breytanda skipt máli hjá orðum með viðskeytinu -ung hefðu þau
breytt um beygingarflokk, farið að beygjast eins og ing- orðin, enda
29Sjá nánar um eiginnöfnin í neðanmálsgrein 4.