Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 152
142
Orð og tunga
eða „unglingur", í samanburði við raunaldur. Þriðji og síðasti hlut-
inn ber fyrirsögnina Málbrigði („Varieties"). Þar skrifar Leila Mattfolk
um staðbundin tilbrigði í finnlandssænsku og Janus Spindler Moll-
er um fastmótaða eða stereótýpíska flokkun stílafbrigða hjá tilteknum
minnihlutahópi í Danmörku. Ursula Ritzau, Marta Kirilova og J. Nor-
mann Jorgensen fjalla um dönsku sem annað tungumál, einkum með
tilliti til viðhorfa gagnvart afbrigðum og framandi hreim sem kem-
ur fram í máli þeirra sem ekki hafa dönsku sem móðurmál, og Peter
Garrett skrifar um viðhorf Japana og Kínverja til mismunandi afbrigða
af ensku, þ.e.a.s. ástralskrar og nýsjálenskrar ensku auk breskrar og
bandarískrar. Síðustu greinina í safninu ritar Lars Anders Kulbrand-
stad. Viðfangsefnið er athugun á því hvernig fólk víða í Evrópu lýs-
ir málnotkun og framburði útlendinga sem tala mál þess. Sjónum er
einkum beint að hugtakinu „broken (language)" og samsvörun þess á
ýmsum málum (t.d. da./no. gebrokken, sæ. brnten, ísl. bjagaður o.s.frv.)
og þeirri myndhverfingu sem felst í því að nota það um tungumál.
Ásta Svavarsdóttir
Sverrir Hólmarsson, Christopher Sanders, John Tucker.
íslensk-ensk orðabók. Önnur útgáfa - aukin og endurskoðuð.
Ráðgjafi fyrstu útgáfu Svavar Sigmundsson. Ritstjóri ann-
arrar útgáfu Christopher Sanders. Ráðgjafi Jón Skaptason.
Forlagið, Reykjavík 2009. ISBN 978-9979-53-528-7. lxiv, 569
bls.
íslensk-ensk orðabók er nú komin út öðru sinni en tuttugu ár eru lið-
in frá fyrstu útgáfu. Þegar á árunum 2003-2004 var aukið við orða-
forða fyrstu útgáfu og hann endurskoðaður til þess að hann nýttist
við vefnámskeiðið Icelandic Online hjá Háskóla íslands. Textinn var
síðan enn yfirfarinn með það að markmiði að gefa út endurskoðaða
útgáfu. Orðaforðinn var aukinn um 4000 orð, þ.e. úr 24.000 flettiorð-
um í um 28.000.
í formála gerir ritstjóri grein fyrir helstu hjálpargögnum við
vinnslu bókarinnar sem séu umtalsvert betri en fyrir um tuttugu ár-
um. Þeir Sverrir Hólmarsson, sem nú er látinn, höfðu lagt drög að
gagngerri endurskoðun og stækkun í 50.000 flettiorða bók. Þetta mun
fyrsta skref í átt til þeirrar stækkunar og verður fengur að enn stærra
riti þótt síðar verði.