Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 39
Guðrún Kvaran: Öllum götum skal nafn gefa
29
sem fengu kvenmannsnöfnin voru Astu Sólliljugata, Sölku-
gata, Diljárgata og Snæfríðargata.
Af umsögnum að ráða á Netinu mæltust þessi nöfn vel fyrir. Helst var
fundið að því að Ástu Sólliljugata væri svolítið stirt í framburði.
Stundum er gripið til samkeppni um nafngjafir. Það var t.d. gert
þegar nefna þurfti hverfi í Kópavogi sem verið var að skipuleggja í
landi Smárahvamms. Kópavogsbær auglýsti eftir nöfnum á hverfið og
götum innan hverfisins. Mikil þátttaka var meðal almennings og of-
an á varð hverfisheitið Smárar og síðari liðurinn -smári í götunöfnum
eins og Lækjarsmári, Dalsmári, Lindasmári, Laufasmári, sem taka mið af
náttúru og umhverfi, en einnig nöfn eins og Eyktasmári, Foldasmári,
Gullsmári.
Flestir þekkja tillögur Þórhalls Vilmundarsonar að gatnaheitum
í Grafarvogi og Grafarholti en hann var um tveggja áratuga skeið
ráðgjafi byggingarnefndar Reykjavíkurborgar. Sem dæmi um aðferðir
Þórhalls eru Foldirnar í Grafarvogi. Þórhallur benti á að Bjarni Thorar-
ensen skáld hafi á árunum 1816-1833 búið í Gufunesi og segir hann frá
því í greininni Om islandske gadenavne (1997:182) að kveðskapur hans
hafi verið kveikjan að nafnavalinu. Þekktasta kvæði hans sé íslands
minni sem hefjist á hendingunni „Eldgamla ísafold". Þaðan sótti hann
viðliðinn -fold, gaf götum sem lágu lægra forliði sem vísuðu til hita
eða hlýju eins og Funa-, Hvera-, Loga- og Reykjafold en þeim sem lágu
hærra forliði sem vísuðu til kulda eins og Fanna-, Frosta- og Jöklafold.
Hugmyndina um hita og kulda sótti hann í kvæði Bjarna Island: „Fjör
kenni oss eldurinn,/ frostið oss herði,/ fjöll sýni torsóttum gæðum
að ná." Úr kvæðinu íslands minni kom hugmyndin að Fjallkonuvegi:
„Eldgamla ísafold / ástkæra fósturmold / fjallkonan fríð", en í kvæð-
ið Veturinn var Gullinbrú sótt: „Hver ríður svo geyst/ á gullinbrúvu"
og sömuleiðis nafnið Fjörgyn á félagsmiðstöðinni: „Harðnar Fjörgyn/
hans í faðmlögum."
Aðalgötuna inn í Húsahverfið nefndi Þórhallur Gagnveg (1997:183)
og sótti það nafn í Hávamál: „en til góðs vinar /liggja gagnvegir".
Þórhallur kom einnig með tillögur að nöfnum í svokölluðu Þúsald-
arhverfi í Grafarholti þar sem nöfnin voru sótt til íslenskrar kristnisögu.
Þær tillögur hlutu brautargengi. Hann lagði einnig til nöfn á suður-
hluta Arnarneslands í Garðabæ sem bæjarstjórn samþykkti á fundi 9.
september 1999 og vísaði til byggingarnefndar. Hún hélt fund sama
dag og í fundargerð stendur: