Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 153
Bókafregnir
143
Lauslegur samanburður við fyrstu útgáfu sýnir að bókin mun
koma að enn meira gagni en hin fyrri bæði fyrir nemendur og allan
almenning sem þarf að skrifa enskan texta. Leiðbeiningar um notkun
eru ítarlegar, bæði á íslensku og ensku og bókinni fylgir, eins og þeirri
fyrri, ágrip að málfræði eftir Svavar Sigmundsson.
Cnðrún Kvaran
Adrian Room. Alternate Names of Places. A Worldivide
Dictionary. McFarland & Company, Inc., Publishers. Jeffer-
son, North Carolina, and London. 2009. ISBN 978-0-7864-
3712-2.
Breski nafnfræðingurinn Adrian Room hefur tekið saman uppsláttar-
rit um það sem e.t.v. má kalla „víxlnöfn" (alternate names) fjölmargra
staða víðs vegar um heim. Hann hefur áður sent frá sér um hálft hundr-
að bóka um orð og nöfn úr ýmsum áttum. Rit hans eru flest ef ekki öll
uppsláttarrit eða orðasöfn fremur en samfelldur texti. Adrian Room
lætur sér fátt óviðkomandi, hann fjallar um örnefni, nöfn manna, dýra
og verslana, titla bókmenntaverka, tónverka og annarra listaverka,
dulnefni, tölur og peninga og greinir frá uppruna og sögu orðanna.
Nefna má ritið An Alphabetical Gnide to the Language of Name Studies
(London 1996) þar sem orðafar nafnfræðinnar er kynnt með uppruna-
skýringum og dæmum.
í þeirri bók sem hér er stuttlega sagt frá hefur höfundur safnað
saman víxlnöfnum, nýjum og gömlum, meira en 7000 staða og er all-
ur heimurinn undir eins og raunar í fleiri ritum hans. Nöfnin munu
þó nær því að vera 9000 talsins því að margir staðir bera eða hafa bor-
ið fleiri en eitt nafn. Höfundur skilgreinir víxlnöfn sem opinber nöfn
staðanna, eða a.m.k. hálfopinber, en hann telur ekki auknefni, stytting-
ar eða annað þess háttar sem notað er í daglegu tali fólks. Undir hinu
opinbera nafni, sem ósjaldan er ensk nafnmynd, eru tilgreindar aðrar
myndir, fyrst heitið á tungumáli viðkomandi lands hafi það ekki verið
sjálft uppflettiorðið, síðan fleiri myndir. Stundum fylgja stuttar greinar
til nánari skýringar og fróðleiks um viðkomandi staði. Víxlmyndirnar
eru einnig teknar upp í skrána og vísað frá þeim til opinbera nafns-
ins. Nafnberi er tilgreindur (land, borg, bær o.fl.) ásamt staðsetningu.
Dæmi: „Copenhagen (city, eastern Denmark) : [Danish Kvbenhavn]“
(bls. 51) - og frá Kobenhavn er aftur vísað til Copenhagen. Gömul