Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 18
8
Orð og tunga
náttúru íslands, á fjöllum og heiðum, ám og fossum, víkum og fjörð-
um o.s.frv., virðast vera sambærileg við nafnið Þjórsá að þessu leyti.
Stjórnvöld, sem slík, hafa sjaldnast önnur afskipti af slíkum nafngift-
um en að aðstoða við að skrá örnefnin, beita sér fyrir rannsóknum
á þeim og fræðslu um þau. En nokkra opinbera aðila má nefna sem
beinlínis gegna skilgreindu hlutverki við örnefnastýringu.
Landmælingar íslands
grunnur að kortum handa almenningi
Nafnfræðisvið Stofnunar Ama Magnússonar í íslenskum fræðum
rannsóknir og ráðgjöf
Námsgagnastofnun
kort, landafræðinámsefni
Sveitarstjómir
nýjar götur, torg, hverfi
Örnefnanefnd
verkefni skv. bæjanafnalögum (sjá nánar {5. og 6. kafla)
2. taf la. Nokkrir opinberir aöilar sem gegna hiutverki í ísienskri örnefnastýringu
Landmælingar íslands hafa um árabil séð um skráningu og eftir at-
vikum stöðlun örnefna á landakortum.8 Við skráninguna og nafnsetn-
ingu á landabréf geta Landmælingar Islands notið fræðilegrar ráðgjaf-
ar nafnfræðisviðs Stofnunar Arna Magnússonar í íslenskum fræðum
(áður Örnefnastofnunar Islands og þar áður Örnefnastofnunar Þjóð-
minjasafns). Sjálf kortaútgáfan á Islandi var einnig á hendi Landmæl-
inga til skamms tíma. Námsgagnastofnun gefur út kort og annað
landafræðiefni handa skólum. Þessi starfsemi er sem sé á vegum ís-
lenskra stjórnvalda og hún styðst við ákvæði í lögum.
En stjórnvöld hafa einnig viss önnur áhrif á ömefni á íslandi en
einungis þau að halda utan um skráningu nafnaforðans og styðja
rannsóknir á honum og fræðslu um hann í skólum og víðar. Sumir
opinberir aðilar hafa bein áhrif á nafnaval. Áhrif þeirra snúa þá vita-
skuld sérstaklega að nýjum nöfnum. Sveitarstjórnir velja t.d. nöfn á
nýjar götur, torg og hverfi (sjá t.d. grein Guðrúnar Kvaran í þessu hefti
Orðs og tungu). í því sem hér fer á eftir mun ég halda mig við verksvið
örnefnanefndar og nefna dæmi um úrlausn mála sem örnefnanefnd
hefur fengist við, einkum frá og með árinu 1998 þegar lögum um verk-
efni hennar var síðast breytt.
'sí stafræna gagnagrunninum IS 50V á vef Landmælinga eru rúmlega 23.000 ör-
nefni (2009).