Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 107
Margrét Jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -ung 97
(12) a. skipaði hugsjónaást og háleitur skilningur á hlut-
verki mannfélagsins þeim í öndverða fylking við
allt drottinvald.
EinOlgUppr, 114 (1928) Aldur: 20f
b. veitti þeim þann rétt og þá virðing sem konum ber.
SigEinLíð, 60 Aldur: 20fm
c. Með breyting Gregorys páfa á tímatalinu var eigi
aðeins [...] heldur.
ÁÓlaGrúskl. 198 Aldur: 20m
d. Frumvarp til laga um breyting á lögum um ættleið-
ingar, nr. 130/1999, með síðari breytingum.
http://www.althingi.is/altext/135/s/0894.html
Dæmin í (12) sýna vel hve málið er í öllum tilvikum hátíðlegt. Yngsta
dæmið, það síðasta, sýnir vel hve hátíðlegt eða formfast mál opinberr-
ar stjórnsýslu getur verið enda byggist það oft á gamalli hefð. Engin
leið er að líta svo á að um lifandi reglu sé að ræða.
Guðsorðabækur hafa löngum þótt forvitnilegt viðfangsefni í mál-
fræðilegu ljósi. Ætla mætti að í Biblíunni (2007) væru ing-orðin beygð
eins og nánast alltaf er gert í nútímamáli.25 Ekki er þó hægt að full-
yrða um beyginguna í heild enda væri slík rannsókn mjög viðamikil.
Dæmin í (13) sem tekin eru úr Biblíunni (2007) eru öll tekin af vefnum.
í fyrsta dæminu er hin þekkta setning úr Korintubréfinu, óbreytt úr
útgáfunni frá 1981.26
(13) a. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndar-
dóma og ætti alla þekking ...
Fyrra Kor. 13,2
b. Hvers vegna brjóta lærisveinar þínir erfikenning
forfeðranna?
Matth. 15,2
c. er komið hafði til að hlýða á hann og fá lækning
meina sinna.
Lúk., 6,18
d. Hugur heimskingjans er sem brotið ker, honum
helst ekki á neinni þekking.
Síraksb. 21,14
^Biblíuna (2007) er að finna á vefnum http://www.biblian.is
26í Biblíuútgáfunum frá 1866 og 1912 er talað um þekkingu. Því hefur svo verið
breytt 1981.