Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 105
Margrét Jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -ung 95
Það má kallast meginregla að þolfall og þágufall kvenkynsorða séu
eins. Svo var þó ekki alltaf eins og viðfangsefnið hér sýnir. Fræðilega
séð var um tvær endingar að velja, -0 og -u. Beygingin sem lýst er í
(9) og (10) er breytileg, ekki síst í þolfalli og þá vegna greinisins. Með
því er verið að vísa til sérhljóðsins sem getur birst á tvo vegu, sem -i,
sbr. festingina, eða sem -u, sbr. festinguna. I þessu sambandi má vísa til
orða Bandle (1956:233) um upprunaleg i-stofna orð í Guðbrandsbiblíu.
Hann segir H-endinguna sjaldgæfa í þolfalli. Hann nefnir orðin jörð
og strönd og segir skýringalaust að endinguna sé því aðeins að finna
að orðin séu greinislaus. En staðreyndin er sú að hefðu orðin verið
með n-endingu og greini þá væri komið sams konar misræmi innan
beygingardæmisins og lýst var í (9).
Niðurstaðan er því sú að beyging my-orðanna hlaut að breytast.
Enda þótt möguleikarnir séu tveir þá er rökréttara að þolfall og þágu-
fall endi á -u en ekki -0. Þar skiptir þágufallið mestu enda var u-
endingin miklu algengari í því falli, jafnvel þótt orðið væri greinis-
laust. u-endingin er líka vænlegri kostur út frá upplýsingagildinu
enda gefur það fallendingu til kynna; það er því „feitara" morfemið
skv. fyrsta lögmáli Kurylowicz (1945-1949) um áhrif og eðli áhrifs-
breytinga; sjá líka Collinge (1985:249-250). Sé hins vegar tekið mið af
viðskeytinu -ung í (9) þá er líklegra að orð eins og t.d. hörmung verði
í þágufalli með greini hörmunginni enda þótt -u- í stað -i- sé alls ekki
útilokað.
2.5 Samantekt
Hér hefur verið rakin beygingarsaga viðskeyttra orða af sömu gerð og
kvenkynsorðin sýning og nýjung allt til nútíðarmáls. Enda þótt beyg-
ing þeirra hafi í fyrstu haft ákveðna sérstöðu gagnvart öðrum sterkum
kvenkynsorðum er þó ljóst að í beygingu(m) ing- og ung- orðanna felst
snertiflötur við önnur beygingarmynstur vegna fallendinga, sbr. (1).
Svo er líka hér þar sem þolfall og nefnifall eru eins; það sama á við um
meirihluta sterkra kvenkynsorða. í þessu sambandi er nauðsynlegt að
hafa í huga að í snertifletinum er jafnframt fólginn lífskraftur beyging-
arinnar. Ella hefði beygingin öll breyst, ekki aðeins hluti hennar.
Sérstaka athygli vöktu tengsl greinisins við u-endinguna, einkum
í þolfalli. Þegar viðskeytin áttu í hlut gat u-endingin stundum verið
skilyrt af viðskeytta greininum eins og í Nýja testamentinu, sbr. (3) í 2.2