Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 57

Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 57
Hallgrímur J. Ámundason: Óformleg örnefni í Reykjavík 47 landi (þar sem Hallærisplanið varð síðar). Hann þótti ekki alveg óal- þýðlegur. Snobb Hill er alkunnugt nafn á Laugarásveginum á 6. og 7. áratugnum. Andalúsía (Stýrimannastígur 6) var húsið kallað sem Einar H. Kvaran rithöfundur og spíritisti bjó í. Húsið sem Ottó N. Þorláks- son, fyrsti forseti ASÍ, bjó í á Vesturgötu 29 var kallað Litla-Moskva en fjölskylda Ottós var mjög virk við stofnun Kommúnistaflokks ís- lands. Fríkirkjuvegur 11 hefur dálítið verið í fréttum síðustu misseri vegna sölu borgarinnar á þessu sögufræga húsi. Thor Jensen lét reisa húsið en seldi það síðan samtökum bindindismanna. Af þeim sök- um var húsið lengi kallað Bindindishöllin. Aðalmiðstöð Strætisvagna Reykjavíkur til skamms tíma var Hlemmur eða Hlemmtorg við Lauga- veg.9 Upphaflega vísar nafnið til brúarnefnu sem þama lá yfir Rauð- ará og þótti heldur ómerkileg. Fjalakötturinn heitir nú veitingastaður í Hótel Reykjavík í Aðalstræti 16. Nafnið vísar til húss sem stóð í Aðal- stræti 8 og upp með Bröttugötu en smíði þess þótti ekki vönduð. Fjala- köttur er annars eins konar músagildra. Eftir húsinu eru illa smíðuð hús síðan kölluð fjalakettir. Sjoppukeðjan Skalli var að líkindum ein af fyrstu verslunarkeðjunum á íslandi. Fyrsta Skallasjoppan var í Lækj- argötu 8 en hún er nú fyrir bí. Þar hafði Júlíus Evert Ólafsson áður rekið verslun frá 1940. Hann fékk viðurnefnið „Straumlínuskalli" eða bara „Skalli". Eftir honum var fyrsti Skallmn nefndur. Síðasta sjopp- an með þessu nafni lifir enn í Árbæjarhverfi. Tómthúsbýlið Skuggi stóð þar sem nú eru gatnamót Klapparstígs og Skúlagötu en var upp- haflega nefnt Jensbær eða Jenskot. Við býlið eru m.a. Skuggasund og Skuggahverfi kennd.10 Ástæða nafngiftarinnar er óviss en vísar lík- lega til bágra aðstæðna. Þeir sem bjuggu í stórhýsinu Glasgow við Vesturgötu 5a voru sagðir búa í Glerskó(g). Og af því að örnefni eru mest notuð í þágufalli (sbr. Haraldur Bernharðsson 2008:207) þá er óvíst hvort menn ímynduðu sér að húsið væri Glerskór eða Glerskógur. Á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis var Kjaftaklöpp. Þar var gott útsýni til sjávar og tilvalinn staður til að taka menn tali. Hús Máls og menningar á Laugavegi var stundum kallað Riíblan, vegna meintra tengsla við Ráðstjórnarríkin. Mörg nafnanna í þessum flokki eru nú óðum að hverfa. Hlemmur 9Það er víst liðin tíð að strætisvagnar eða strætisvagnaleiðir beri ákveðin nöfn. „Leið 12 Hlemmur-Fell", „Hagar-Sund", „Hagavagninn", „Ásinn", „Kleppur hrað- ferð" voru einu sinni hræranleg örnefni á allra vörum. 10Og raunar Hverfisgata líka en hún hét áður „Skuggahverfisgata".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.