Orð og tunga - 01.06.2010, Page 57
Hallgrímur J. Ámundason: Óformleg örnefni í Reykjavík
47
landi (þar sem Hallærisplanið varð síðar). Hann þótti ekki alveg óal-
þýðlegur. Snobb Hill er alkunnugt nafn á Laugarásveginum á 6. og 7.
áratugnum. Andalúsía (Stýrimannastígur 6) var húsið kallað sem Einar
H. Kvaran rithöfundur og spíritisti bjó í. Húsið sem Ottó N. Þorláks-
son, fyrsti forseti ASÍ, bjó í á Vesturgötu 29 var kallað Litla-Moskva
en fjölskylda Ottós var mjög virk við stofnun Kommúnistaflokks ís-
lands. Fríkirkjuvegur 11 hefur dálítið verið í fréttum síðustu misseri
vegna sölu borgarinnar á þessu sögufræga húsi. Thor Jensen lét reisa
húsið en seldi það síðan samtökum bindindismanna. Af þeim sök-
um var húsið lengi kallað Bindindishöllin. Aðalmiðstöð Strætisvagna
Reykjavíkur til skamms tíma var Hlemmur eða Hlemmtorg við Lauga-
veg.9 Upphaflega vísar nafnið til brúarnefnu sem þama lá yfir Rauð-
ará og þótti heldur ómerkileg. Fjalakötturinn heitir nú veitingastaður í
Hótel Reykjavík í Aðalstræti 16. Nafnið vísar til húss sem stóð í Aðal-
stræti 8 og upp með Bröttugötu en smíði þess þótti ekki vönduð. Fjala-
köttur er annars eins konar músagildra. Eftir húsinu eru illa smíðuð
hús síðan kölluð fjalakettir. Sjoppukeðjan Skalli var að líkindum ein af
fyrstu verslunarkeðjunum á íslandi. Fyrsta Skallasjoppan var í Lækj-
argötu 8 en hún er nú fyrir bí. Þar hafði Júlíus Evert Ólafsson áður
rekið verslun frá 1940. Hann fékk viðurnefnið „Straumlínuskalli" eða
bara „Skalli". Eftir honum var fyrsti Skallmn nefndur. Síðasta sjopp-
an með þessu nafni lifir enn í Árbæjarhverfi. Tómthúsbýlið Skuggi
stóð þar sem nú eru gatnamót Klapparstígs og Skúlagötu en var upp-
haflega nefnt Jensbær eða Jenskot. Við býlið eru m.a. Skuggasund og
Skuggahverfi kennd.10 Ástæða nafngiftarinnar er óviss en vísar lík-
lega til bágra aðstæðna. Þeir sem bjuggu í stórhýsinu Glasgow við
Vesturgötu 5a voru sagðir búa í Glerskó(g). Og af því að örnefni eru
mest notuð í þágufalli (sbr. Haraldur Bernharðsson 2008:207) þá er
óvíst hvort menn ímynduðu sér að húsið væri Glerskór eða Glerskógur.
Á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis var Kjaftaklöpp. Þar var
gott útsýni til sjávar og tilvalinn staður til að taka menn tali. Hús Máls
og menningar á Laugavegi var stundum kallað Riíblan, vegna meintra
tengsla við Ráðstjórnarríkin.
Mörg nafnanna í þessum flokki eru nú óðum að hverfa. Hlemmur
9Það er víst liðin tíð að strætisvagnar eða strætisvagnaleiðir beri ákveðin nöfn.
„Leið 12 Hlemmur-Fell", „Hagar-Sund", „Hagavagninn", „Ásinn", „Kleppur hrað-
ferð" voru einu sinni hræranleg örnefni á allra vörum.
10Og raunar Hverfisgata líka en hún hét áður „Skuggahverfisgata".