Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 109
Margrét Jónsdóttir: Beyging orða með viðskeytunum -ing og -nng 99
(14) Viðskeytið -ung
1 2 3
nefnifall -0 -0 -0
þolfall -0 -u -0/-U
þágufall -0 -u -u/-0
eignarfall -ar -ar -ar
Samanburður leiðir í ljós að (11) og (14) eru nánast eins. Munurinn er
sá að það sem er algengt hjá zmg-orðunum, þ.e. 1 í (14), er það sjald-
gæfasta hjá þeim sem enda á -ing, sbr. 3 í (11). Aftur á móti er það sem
er hátíðlegt eða ritmálslegt hjá þeim sem enda á -ung hið almenna
hjá mg-orðunum, sbr. 3 og 2 í (14) annars vegar og 1 í (11) hins vegar.
Dæmi um ritmálsbeygingu eru í (15), a-c; þau eru úr ROH. Dæmin eru
í þolfalli og öll nokkuð gömul.
(15) a. Þetta útstreymi má kalla hlýjungu, því þar í er út á
við verkun lífshitans.
BrJSkugg, 38 Aldur: 19s
b. Geturðu ekki gert þér í hugarlund, hvaða dilk þetta
muni draga á eftir sér?
Eintómt brask og lausungu.
GHagalRit II, 17 Aldur: 20f
c. og mun jeg ekki beita þig nauðungu.
BBjSagn, 164 Aldur: 19s20f
Þetta sama má líka sjá í bloggtextum á Netinu. Slíkir textar eru oftar
en ekki dæmi um ritmál sem stendur mjög nærri talmáli. Textarnir eru
því nánast „óritmálslegir" ef svo má að orði komast. Dæmin í (16) eru
einmitt af þessum toga.27
(16) a. Annars þakka ég Hrannari fyrir dirfsku og djörf-
ungu í spurningavali sínu.
http://flugumadurinn.blogspot.com/2007/04/gertrude-und-
teddi.html
b. Enginn er bættur með ofbeldi eða vera með laus-
ungu sem leitt gæti til slyss.
thrymursveinsson.blog.is/blog/thrymursveinsson/entry/494845/
Á Netinu eru fjölmörg dæmi þess í textum af ýmsum toga að orðin
nýjung og sundrung fá oft zz-endingu í aukaföllum, einkum þó sundr-
ung. Þó má geta þess að í textasafni OH eru dæmin, sex að tölu, um
2/Dæmið í a var síðast skoðað 18. ágúst 2008 en hitt 17. desember 2008.