Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 52

Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 52
42 Orð og tunga 2 Formleg og óformleg örnefni Nöfn af ýmsu tagi geta verið ýmist formleg eða óformleg. Manna- nöfn geta þannig verið formleg (Guðmundur, Steingerður) eða óformleg (Gummi, Steina). Gælunöfn, viðurnefni, styttingar teljast þannig óform- leg.1 Örnefni geta einnig verið formleg eða óformleg: Patreksfjörður eða Patró, Blönduós eða Dósin, Iðnaðarmannahúsið eða Iðnó. Sama getur gilt um ýmis önnur fyrirbæri sem bera nafn. Útgerðarfélag Péturs J. Thor- steinssonar & co. var kallað Milljónafélagið í daglegu tali. Morgunblað- ið og Mogginn er annað dæmi. Skólar og stofnanir geta einnig átt sér óformleg nöfn: Versló, Borgó, Réttó, Hafró, Miðbó, Fíló (f. Fíladelfía) o.fl. Styttingar eins og MR eða FB eru af líku tagi. Áberandi er hve auð- velt er að splæsa -ó aftan við nöfn til að búa til óformlegt nafn.2 3 Sama fyrirbæri sést stundum í mannanöfnum: Ingólfur og Ingó, Kristinn eða Kiddó? Halldór Laxness (1979) ritaði grein um nöfn af þessu tagi sem hann nefndi „Ónöfn" og í Atómstöðinni skopast hann dálítið að þess- um óformlegu nöfnum. Óformleg örnefni eru sjálfsprottin að verulegu leyti, þau verða bara til. Formleg örnefni eru hins vegar þau sem eru búin til í ákveðnu augnamiði, oft af opinberu valdi eða fyrir náð þess eða samþykki. Flest gömul örnefni hafa þó aldrei gengið í gegnum neitt örnefnaferli en mundu samt teljast orðin formleg örnefni, svo er um flest eða öll bæjanöfn og mörg önnur örnefni. Hæpið er líklega að tala um að ör- nefni frá gamalli tíð séu enn óformleg, tíminn sjálfur veitir örnefnum ákveðinn formleika. Það er hins vegar í eðli óformlegra örnefna að þau lifa aðeins í skamman tíma, annaðhvort verða þau síðan formleg eða þau hverfa og önnur taka við. Óformlegum örnefnum er þess vegna hætt við að týnast og glatast ef þau ná ekki á prent í tæka tíð eða hljóta opinberun á annan hátt. Þannig má gera ráð fyrir að mörg óformleg örnefni frá eldri tíð hafi glatast, það hirti enginn um að halda þeim til haga.4 Formlegt örnefni er nafn á stað sem hefur almenna tilvísun sem allir skilja. Óformleg örnefni eru hins vegar oft aðeins þekkt í ákveðn- 'Svavar Sigmundsson (1997: 15) fjallar aðeins um gæluheiti örnefna (t.d. Kolka f. Kolbeinscí). 2Sjá umfjöllun um viðskeytið -ó hjá Eiríki Rögnvaldssyni (1990:21-22, 28-29 o.v.). 3Fyrra dæmið má raunar túlka sem hreina stýfingu frekar en að um viðskeytið -6 sé að ræða. 4Sbr. Svavar Sigmundsson (2001:305).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað: Orð og tunga 12 (01.06.2010)
https://timarit.is/issue/392219

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Orð og tunga 12 (01.06.2010)

Aðgerðir: