Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 98
88
Orð og tunga
þessu má ráða að -u í þolfallinu sé eldra en frá 16. öld enda segir Björn
að orðunum fjölgi.6 Þetta sést vel í Nýja testamenti Odds Gottskálks-
sonar frá 1540, sbr. Jón Helgason (1999:52). í þágufalli er endingin oft
-u en í þolfalli þá aðeins að orðið sé með greini, sbr. hellinguna. Dæmi
um líkingina sýnir þó að skilyrðingin er ekki alger. Sé viðskeytið -ung
er þágufallið ýmist endingarlaust eða ekki.
Bandle (1956:217-218) segir að í þágufalli eintölu í Guðbrandsbiblíu
frá 1584 sé n-endingin oft í ing-orðum en einboðin á undan greini. Sé
viðskeytið -ung sé þágufallið e.t.v. oftar endingarlaust.7 Bandle seg-
ir um þolfallið að endingin -u hjá /ng-orðunum komi ekki oft fyrir á
14. og 15. öld og ekki heldur hjá Guðbrandi. í beygingardæmi (bls.
214) hefur Bandle orðið drottning með endingu í þolfalli.8 Hann (bls.
217) tekur fram að nú (á ritunartíma bókarinnar) sé endingin einhöfð
í þágufalli og (bls. 218) alltaf í þolfalli í talmáli en í ritmáli sé þolfallið
stundum endingarlaust, þó aldrei sé það með greini. Það sama eigi þó
ekki við um ímg-orðin. í þágufalli fái þau stundum endingu, stundum
ekki. I þolfalli séu orðin endingarlaus.
Þá er komið að heimildum frá 18. öld. Guðrún Kvaran (1994:xxii-
xxiii) segir í formála að latnesk-íslenskri orðabók Jóns Árnasonar
(1994) að í íslenskum skýringum bókarinnar sé ending í þágufalli ing-
orða en í þolfalli sé endingarleysið ríkjandi. Ekki er minnst á hinn
hópinn. í málfræði Jóns Magnússonar (1997:49-51), sem samin er á
18. öld, eru viðskeytin ekki nefnd á nafn heldur einungis talað um tví-
kvæð kvenkynsorð, í þessu tilviki þau sem enda á -g. Þar eru slík orð
endingarlaus í þolfalli og þágufalli.
Icelandic-English Dictionan/ kom út á seinni hluta 19. aldar. í mál-
fræðikaflanum með bókinni, sbr. Cleasby og Vigfússon (1874:xvii),
segir að í nútímamáli fái mörg ing- orðanna endingu í þolfalli og þágu-
falli. Ekki er minnst á tmg-orðin.
Heildarniðurstaðan er því sú að þágufallsendingin eigi sér lengri
og útbreiddari sögu í rituðum heimildum en þolfallsendingin og orð
með viðskeytinu -ing hafi miklu frekar endingu en ung-orðin. Jafn-
framt virðist sem »-endingin sé valtari hjá þeim síðarnefndu.
6Sjá einnig Noreen (1923:262).
7Bandle (bls. 217) segir orðrétt: ,,-ungu und -ung sind ungefahr gleich haufig, ev-
entuell -ung etwas haufiger. "
sBandle hefur orðið innan sviga enda er það sýnt sem beygingarleg hliðarmynd
við orðið eptirlíking (svo ritað) sem er endingarlaust í þolfalli.