Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 80

Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 80
70 Orð og tunga 2 Fagleg þversögn Vafalítið eru örnefni ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar athygli er beint að viðfangsefnum kennara í dagsins önn. Kennarar á öllum skólastigum standa frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum dag hvern og þurfa í mörg horn að líta. Þó eru örnefnin ekki langt undan þegar grannt er skoðað og koma víða fyrir í námsefni af ýmsu tagi og á fleiri greinasviðum en ætla mætti við fyrstu sýn. Örnefni eða kennileiti af ýmsu tagi eru einn af ótal þáttum í því síkvika þekkingarneti sem þróast með nemendum á langri skólagöngu allt frá blautu barnsbeini fram á fullorðinsár. Erfitt er að meta hve mikið af þeim fróðleik lærist í skóla og hve mikið á öðrum vettvangi. Jafnframt er ljóst að kennarar eru ekki alltaf öfundsverðir af sínu hlutskipti þegar kemur að því að ákveða hve mikla áherslu á að leggja á örnefnaforða eða viðfangsefni honum tengd. Um þetta gildir eins og svo margt annað í starfi skóla að kennarar standa í hlutverki sínu frammi fyrir faglegri þversögn. Annars vegar er kennurum ætlað að búa nemendur sína undir þátttöku í þekkingarsamfélagi þar sem skapandi hugsun, sveigjan- leiki, ígrundun og vilji til breytinga eiga að vera í öndvegi. Þeir mega ekki binda nemendur í viðjar staglsins með áherslu á andlausan utan- bókarlærdóm eða niðursoðinn þekkingarforða sem ekki endurspegl- ar nema að litlu leyti flókinn veruleikann. Hins vegar er þeim ætl- að að bregðast við og draga úr neikvæðum áhrifum þekkingarsam- félags; neysluhyggju, skorti á samfélagsvitund, upplausn og félags- legum ójöfnuði (sjá Hargreaves, Andy 1997:105-106). í því felst ásamt öðru að stuðla að sameiginlegum þekkingarforða og samhengi milli kynslóða, veita aðgang að menningarlegum gildum eða verðmætum og efla með nemendum ríka tilfinningu fyrir aðild að samfélagi. Hvað örnefnin snertir hljóta kennarar að leitast við að mæta þessari þver- sögn með því annars vegar að vekja til umhugsunar um örnefni, kveikja áhuga og forvitni um hvers konar örnefni í öllu umhverfi nem- enda og hins vegar að rækta með nemendum þekkingu á örnefnum eða kennileitum sem telja má nauðsynlegt eða heppilegt veganesti í frekara námi, lífi og starfi. Efnahagslífið hefur kallað eftir traustri færni og þekkingu hvað snertir ýmsa grundvallarþætti en líka hugvitssemi, innsæi, tilfinninga- greind, samskiptafærni og hvers konar teymisvinnu. Kennarar verða að standa faglega að verki til að ná þeim árangri sem til er ætlast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.