Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 23
Ari Páll Kristinsson: Um íslenska örnefnastýringu
13
ið Höfða á nýbýli í tilteknu sýslumannsumdæmi. Nafnið var dregið af
svolitlum höfða í landinu. En svo vildi til að í sama sýslumannsum-
dæmi, en þó í allt annarri sveit, var þá þegar til býlið Höfði. Þar af
leiðandi þurfti örnefnanefnd að synja tilkynnendum um nýbýlisnafn-
ið Höfði, þótt hún teldi nafnið ágætt, og óska eftir öðru nafni.
Svavar Sigmundsson (2005) tók saman ný bæjanöfn á tímabilinu
1969-2002, þ.e. á 34 ára tímabili. Þriðjungur þeirra, eða 152 af 461,
reyndist myndaður með því að bæta númeri aftan við eldra nafn, t.d.
Ósabakki III. Tveir þriðju nýrra nafna á tímabilinu (309 talsins) voru
hins vegar „raunveruleg" nýnefni ef svo má segja. Algengustu ósam-
settu nýnefni á tímabilinu reyndust vera Ás, Briín og Straumur og sam-
svarandi fleirtölunafnmyndir (2005:271). Á sama árabili voru í sam-
settum nýnefnum algengustu síðari liðir þessir: -holt, -brekka, -gerði,
-bií, -flöt og -tún (2005:272). Sjá 5. töflu. Innbyrðis hlutfall ósamsettra
og samsettra nýnefna kom ekki fram.
• „Númeranöfn" (Ósabakki 111 o.þ.h.)
• Ósamsett nöfn (Ás, Brún, Straumur o.þ.h.)
• Samsett nöfn. Algengustu síðari liðir: -holt, -brekka, -gerði, -bú, -flöt, -tún
5. tafla. Tegundir nýrra bæjanafna 1969-2002. Athugun Svavars Sigmundssonar
(2005)
Ég athugaði til samanburðar næstu 5 árin eftir að athugun Svavars
(2005) sleppir, þ.e. árin 2003-2007. Af 165 nýjum eða breyttum bæja-
nöfnum á þessu árabili voru 36 númeranöfn, þ.e. nöfn á borð við
Hnaus II. Það samsvarar fimmtungi af heildinni. Ósamsett nöfn voru á
þessu tímabili um 5% nýrra bæjanafna. Þar af kom Mörk tvisvar fyrir
en önnur einu sinni hvert. Langstærsti flokkur nýnefnanna á tímabil-
inu 2003-2007 eru sem sé samsett nöfn, á borð við Langholt, Grenhóll,
Þjórsárbakki o.s.frv. í þeim koma fyrir um 50 mismunandi síðari liðir
svo að fráleitt væri að halda því fram að nýmyndun íslenskra bæja-
nafna væri einsleit. Langvinsælasti einstaki síðari liður á þessu 5 ára
tímabili var sem fyrr nafnliðurinn -holt (14) en það þýðir að ríflega 8%
nýrra bæjanafna á tímabilinu eru mynduð með þeim síðari lið. Að frá-
töldum síðari liðnum -holt eru á tímabilinu 2003-2007 þessir helstir: -ás
(7), -hóll (5), -bakki (4) og -nes (4). Liðirnir -brekka (2), -gerði (3) og -tún