Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 54
44
Orð og tunga
að í daglegu tali.5 í tilfelli Hallærisplans og Ingólfstorgs virðist nýja
orðið hins vegar ætla að verða ofan á, fáir sem nota gamla heitið nú
orðið.
Dæmi er um að formlegt örnefni breytist í óformlegt, svo að segja.
Þannig var með Rúgbrauðsgerðina sem starfaði lengi í Borgartúni 6.
Eftir að starfseminni var hætt lafði nafnið áfram áratugum saman á
húsinu. Þar var þá ýmis starfsemi á vegum hins opinbera en engin
brauðgerð.
*
3 Oformleg örnefni í Reykjavík
Erfitt er að henda reiður á óformlegum örnefnum í Reykjavík, bæði
vegna þess að þau eru síbreytileg og eru hvergi skráð sérstaklega. Hér
fer á eftir yfirlit og flokkun á óformlegum örnefnum í Reykjavík. Þeim
er einkum safnað í Reykjavíkurbókum Páls Líndals (1986-1989), en
einnig í samtölum við fólk og með fyrirspurnum. Langflest eru nöfnin
þó úr Reykjavíkurbókunum.6
Örnefnunum er raðað í ákveðna heimagerða flokka. Nöfnunum
var safnað saman fyrst og síðan reynt að koma auga á sameiginleg
einkenni sem væri hægt að nota til flokkunar. Hægur vandi væri að
sameina suma flokka og kljúfa aðra.7 Enda þótt segja megi að flest ör-
nefnin sem verða til umfjöllunar séu óformleg (eða hafi einhvern tíma
verið það) hafa sum þeirra hlotið svo mikla útbreiðslu að þau eru nú
næsta almenn í máli manna. Allflestir fullorðnir þekkja t.d. Næpuna,
sérkennilegt hús í Þingholtunum, og þegar nafn er orðið svo almennt
þá er kannski hæpið að tala um óformlegt nafn lengur.
5Einföld talning á Google (11. mars 2009) gefur ákveðnar bendingar. Leitað var að
Miklatúni og Klambratúni í öllum föllum (myndunum -tún, -túni, -túns). Miklatún
gaf rúmlega 17.000 niðurstöður en Klambratún rúml. 12.000. Á það er að líta í þessu
að opinbert heiti er Miklatún og því er það nafn notað af opinberum aðilum, einkum
stofnunum borgarinnar. Séu tölumar skoðaðar í þágufalli, hinu ómarkaða falli ör-
nefna (sbr. Harald Bemharðsson (2006:82)), er munurinn enn minni: 12.300 Miklatún
en 10.400 Klambratún.
6Svavar Sigmundsson (2001) fjallar m.a. um nöfn á húsum og fyrirtækjum í þétt-
býli en flest eða öll eru þau þó meira eða minna formleg. Á bls. 307-8 minnist Svavar
þó á nokkur önnur nöfn sem gætu fallið í flokk 1 hér á eftir.
7Auðvitað eru fjölmargar leiðir til flokkunar mögulegar. Þórhallur Vilmundarson
(1997) notar t.d. sex flokka til að greina götunöfn í Reykjavík. Um almennari leiðir til
ömefnaflokkunar má fræðast hjá Frank Nuessel (1992:47 o.áfr.).