Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 150
140
Orð og tunga
haldnir. Alls eru greinarnar 19 og ritstjórarnir fylgja þeim úr hlaði með
ítarlegum inngangi. Flestir höfundanna eru norskir og fjalla fyrst og
fremst um norskar málaðstæður. Þær einkennast ekki síst af því að
þar eru tveir ritmálsstaðlar, bókmál og nýnorska, auk þess sem gild-
andi reglur um málnotkun á opinberum vettvangi veita talsvert val-
frelsi í rithætti og vali orðmynda innan hvors afbrigðis. Aðstæður í
Noregi eru því um margt óvenjulegar. í greinunum er drepið á ýmis
hagnýt og fræðileg úrlausnarefni sem hafa víðari skírskotun. Meðal
höfunda eru Gunnstein Akselberg sem fjallar um afstöðu málnotenda
til stöðlunar í talmáli, Endre Brunstad og Jan Olav Fretland sem báðir
fjalla um málrækt í nýnorsku samhengi, Svein Lie sem ræðir um er-
lend nöfn í norsku, Helge Sandoy sem fjallar um staðalmál (standard-
sprák) og Ragnhild Tonnessen sem spyr hvernig megi bregðast við
ókostunum sem fylgja valfrelsinu. í safninu eru einnig greinar eftir
erlenda höfunda sem tóku þátt í ráðstefnunni. Sérstakir gestafyrirles-
arar voru þau Kerstin Guthert frá Þýskalandi, Olle Josephson frá Sví-
þjóð og Jorn Lund frá Danmörku sem öll eiga grein í ritinu þar sem
þau fjalla um málstöðlun og málrækt í sínu landi. Auk þeirra skrifar
Ari Páll Kristinsson um stöðlun beygingarmynda í íslensku, Charlotta
af Hállström-Reijonen um finnlandssænska málrækt og Wim Vanden-
bussche um málstýringu og málstöðlun í hinum flæmska hluta Belgíu
á 19. öld.
Marie Maegaard, Frans Gregersen, Pia Quist & J. Normann
Jorgensen (ritstj.). Language attitudes, standardization and
la^iguage change. Perspectives on themes raised by Tore
Kristiansen on the occasion of his 60th birthday. Oslo:
Novus forlag. 2009. ISBN 938-82-7099-527-1. 316 bls.
Þetta greinasafn er gefið út í tilefni af sextugsafmæli norska málfræð-
ingsins Tore Kristiansen sem hefur búið alla starfsævi sína í Dan-
mörku og starfar við Norrænu rannsóknarstofnunina (Nordisk forsk-
ningsinstitut) við Kaupmannahafnarháskóla. Viðfangsefni grein-
anna í ritinu taka mið af áhuga- og rannsóknasviði hans. Tore Kristi-
ansen hefur einkum fengist við mállýskur og félagsmálfræði og er
þekktur á Norðurlöndum og víðar fyrir rannsóknir sínar, ekki síst á
sambandi mállýskna og staðalmáls og á viðhorfum málnotenda og
málsamfélags og áhrifum þeirra á þróun tungumálsins. Tveir ritstjór-
anna, þau Frans Gregersen og Pia Quist, skrifa ítarlegan inngang að