Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 81
Torfi Hjartarson: Kennarinn og kennileitin
71
og miklu varðar að þá skorti ekki hug eða traust á eigin getu til að
að standa á eigin fótum og taka áhættu í starfi (sjá Fuglsang, Esben
2003:450-451). Þeir hafa mikinn stuðning af skýrri námskrá og mark-
vissu námsefni en verða líka að leita leiða til að brjóta upp, vinna gegn
stagli og vanahugsun, ögra nemendum með verðugum og áhugaverð-
um verkefnum sem vísa til margra átta og opna augu fyrir ótal mögu-
leikum á hverju efnissviði. Samstarf kennara innbyrðis, skólanámskrá
eða stefna skóla ásamt styrkri leiðsögn skólastjórnenda og annarra
sem móta menntastefnu skipta miklu um árangur af slíkri viðleitni
(sjá Fullan, Michael 2007).
3 Hver er helstu kennileitin?
Flest hljótum við, hvað sem líður kröfum um frumkvæði, innsæi eða
skapandi hugsun, að fallast á að í skólastarfi með börnum og ungling-
um sé miðað að einhverjum grunni þekkingar og færni. Aftur á móti
kann að reynast þrautin þyngri að tiltaka af einhverri nákvæmni hver
sá grunnur eigi að vera. Ef horft er til örnefna hlýtur svarið hverju
sinni að ráðast af aldri nemenda, greinasviðum eða samhengi og á-
herslum í námsefni, framvindu í samfélagi á hverjum tíma, tíðaranda
og heimahögum svo að eitthvað sé nefnt. Umhverfi sem máli skipt-
ir ræðst af viðfangsefnum og þeim sem við þau fást. Flvaða örnefni
skipta máli þegar rætt er um landnám eða fornar söguhetjur við nem-
endur á barnsaldri? Hvaða kennileiti ættu nemendur að kannast við
þegar unglingar kljást við mannkynssögu eða bókmenntir? Myndlist
og matreiðslu, heimabyggð eða fjarlægar álfur? Einstök framkvæmd
getur beint kastljósi að nýjum kennileitum, byggðir og fyrirtæki rísa
og hníga og umhverfi teygir sig út á víðáttur ljósvaka og netheima.
Hver eru kennileiti og heimahagar dagsins? Gætu það verið Ríkisút-
varpið og Moggavefurinn rnbl.is; vefleitarvélin Google og myndavef-
urinn YouTube; sjónvarpsþættir á borð við Kastljós og Idol; verslanir á
borð við Hagkaup og Ikea?
Þegar horft er til nýrra möguleika eins og þeirra sem bjóðast á
loftmyndavefsetrinu Google Earth (sjá http://earth.google.com) má spyrja
að hvaða marki þeir nýtast án staðgóðrar þekkingar á kennileitum.
Um leið og heimurinn skreppur saman verður mikilvægara en áður
að nemendur átti sig í grófum dráttum á staðfræði framandi slóða og
geti sett örnefni í notadrjúgt samhengi. Þeir þurfa að henda reiður á