Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 41
Guðriín Kvaran: Öllum götum skal nafn gefa
31
• Böggvisbraut —> Laxabraut
• Dalbraut —> Marhnútabraut
• Sunnubraut —> Péturskipsbraut
• Mímisvegur —> Risarækjuvegur
Nöfnunum var síðan breytt aftur til fyrra horfs eftir „fiskidaginn".
Á Netinu má finna mikinn fróðleik um nafngiftir gatna á síðari
árum í fundargerðum bæjarfélaga, skipulags- og bygginganefnda og
annarra sem koma á einhvern hátt að nafngjöfum.
4 Nafngjafir og nafnanefndir í Reykjavík
Fljótlega eftir að Reykjavík tók að vaxa um miðja 18. öld mynduðust
stígar og síðar götur sem innan tíðar fengu nöfn. Um þessar götur má
lesa í bók Páls Líndals Reykjavík - sögustaður við Sund. Fyrst voru þau
dönsk eins og Adelgaden sem seinna fékk nafnið Aðalstræti (PL 1:8) og
Lange Fortoug sem síðar varð Langastétt. Því nafni hélt gatan til 1848
þegar því var breytt í Austurstræti (PL 1:30). Núverandi nöfn eins og
Vallarstræti og Hafnarstræti hétu áður Kæmnergade, þar sem bæjargjald-
kerinn (d. kæmner) rak verslun við götuna (PL 111:134), og Rebslager-
banen (PL 11:6). Þessar tvær götur fengu einnig núgildandi nöfn form-
lega árið 1848.
Þegar Reykjavík tók að stækka virðist byggingarnefnd bæjarins
hafa valið nöfn á götur og beitt þar sömu aðferðum og þekkjast í bæj-
um og borgum erlendis. Götur voru nefndar eftir nafngreindum hús-
um (Bergstaðastræti), eftir legu og landslagi (Vesturgata), eftir nafn-
greindum persónum (Ingólfsstræti) og eftir starfsemi við götuna eða í
grennd svo eitthvað sé nefnt (Bókhlöðustígur).
Götur í Þingholtunum voru fáar í upphafi 20. aldar. Á uppdrætti
Landmælingadeildar herforingjaráðsins frá 1902 voru austan við
Lækjargötu aðeins sýndar göturnar Þingholtsstræti og Ingólfsstræti,
Amtmannsstígur og Spítalastígur. Á uppdrætti af Reykjavík frá 1920,
sem Egill Hallgrímsson teiknaði, má sjá að allar þær götur sem draga
nafn af persónum í norrænni goðafræði höfðu þá þegar verið nefndar,
þ.e. Óðinsgata, Þórsgata, Lokastígur, Freyjugata, Baldursgata, Válastígur,
Bragagata, Njarðargata, Haðarstígur, Týsgata, Nönnugata og Urðarstígur.
Frigg virðist hin eina af megingoðunum sem engin gata var nefnd eft-
ir. í fyrrnefndri bók Páls Líndal má finna ártal við nöfn sumra þess-