Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 87
Torfi Hjartarson: Kennarinn og kennileitin
77
og jafnvel myndskeið (sjá t.d. íslensku húsdýrin, íslensku landspendýrin).
í vef um smádýr og vef um plöntur er boðið upp gagnvirka greining-
arlykla (sjá Greiningarlykil um smádýr og íslensku plönturnar), í vef um
listir er boðið upp á hreyfimyndir til skýringar á hugtökum (sjá Lista-
vefinn) og í vef um ritfærni er boðið upp á skrifblokk, geymslustað fyr-
ir eigin gögn, kveikjur að ritun og fleira (sjá vefinn Ritfærni). Aðrir vef-
ir bjóða upp á margmiðlunarefni, hugmyndir að leikjum, gagnvirkar
æfingar og þrautir. Þá byggja vefirnir yfirleitt á litríkri og myndrænni
framsetningu, efnisskipan og notendaskilum sem ætlað er að höfða til
ungra lesenda.
5.3 Viðamiklir örnefnavefír
Örnefnaskrár eða efnisgrunna um ömefni væri eftirsóknarvert að
birta á Veraldarvefnum og með hliðsjón af ofangreindum dæmum um
námsefni mætti tína til margt sem prýtt gæti aðgengilegan örnefna-
vef fyrir skóla. Örnefnavefur gæti geymt skráð örnefni ásamt skýring-
um og fróðleik, ljósmyndir, teikningar og myndskeið, framsetningu á
kortum, yfirborðsmyndir, jafnvel þrívíddarteikningar eða líkan af yf-
irborði lands ásamt venslum á milli örnefna og tengslum við annað
efni. Með myndrænum og aðlaðandi notendaskilum, barnmiðuðum
efnisfærslum, leikjum og þrautum mætti höfða sérstaklega til yngri
lesenda. Einnig þyrfti að huga að aðgengi lesenda með ýmsar sérþarf-
ir. Þá má nefna tengsl við síma og staðsetningartæki sem gert gætu
kleift að bjóða upp á staðfræði á staðnum. Með slíkri tækni mætti
ganga um svæði á borð við Þingvelli, Jökulsárgljúfur eða Kvosina í
Reykjavík og fá upp viðeigandi upplýsingar eftir því hvar á svæðinu
maður er staddur. Mikil þróun er í hvers konar kortagerð og land-
fræðikerfum (sjá t.d. vefgáttina Landakort.is og vefsetur Landmælinga
íslands) og nýlega bárust fréttir af samkomulagi um samstarf á milli
Árnastofnunar og Landmælinga Islands (sjá frétt á vefsetrum Árna-
stofnunar og Landmælinga). Má gera ráð fyrir að slíkt samstarf skili
miklum árangri ef rétt er á spilum haldið og einhverju kostað til. Efnis-
grunnar reistir á slíku samstarfi gætu reynst nemendum og kennurum
ómetanleg náma jafnt til náms og kennslu.