Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 25

Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 25
Ari Páll Kristinsson: Um íslenska örnefnastýringu 15 Áðurnefnt ákvæði bæjanafnalaganna um að nýnefni skuli fylgja íslenskum nafngiftavenjum leggur örnefnanefnd augljóslega á herð- ar þá skyldu að vega og meta hvort nafn, sem hefur verið tilkynnt til nefndarinnar, samræmist slíkri hefð. Ég tók sjálfur við tilkynningum frá fólki um ný bæjanöfn á tímabilinu frá ágúst 1998 til júlí 2006 og get staðfest að það var mat örnefnanefndar að mikill meirihluti þeirra nafna, sem landeigendur tilkynntu nefndinni um á tímabilinu, full- nægði þeim kröfum sem nefndin taldi eðlilegt að gera með hliðsjón af ákvæðinu um íslenska nafnahefð. En ýmsum þeirra nafna, sem annars hefðu verið vel tæk að mati nefndarinnar, þurfti hún þó eigi að síður að hafna vegna þess að lög og reglugerð banna samnefni innan sama sýslumannsumdæmis, sbr. dæmið um nafnið Höfða sem nefnt var hér á undan.12 Ömefnanefnd bárust 85 erindi um ný bæjanöfn Nafn staðfest 68 Erindi vísað frá / frestað 6 Erindi synjað 11 Ástæða synjunar: Samnefnareglan 8 Nafn talið andstætt nafngiftahefð 3 árið 2007 (80%) (7%) (13%) (9,5%) (3,5%) 7. tafla. Afdrif erinda til örnefnanefndar um ný bæjanöfn áriö 2007 Taka má árið 2007 sem dæmi. Heimild mín er ársskýrsla örnefna- nefndar 2007. Það ár fjallaði nefndin um 85 erindi um ný bæjanöfn og staðfesti 68 nöfn eða 80% þeirra nafna sem fólk hafði valið. Þar á meðal voru Mýrarholt, Steinahlíð og Útkot III svo að einhver dæmi séu til tínd. Sex (6) erindum, eða 7%, var vísað frá eða frestað og ástæðan var yf- irleitt einhvers konar formgalli, s.s. skortur á fylgiskjölum o.þ.h. Árið 2007 var 11 erindum af 85 hafnað, eða 13%, og var það langoftast gert vegna samnefnareglunnar (8 tilvik af 11). Eftir standa aðeins 3 dæmi árið 2007, eða 3,5% af heildinni, þar sem tilkynningu um nýnefni var hafnað á grunni þess að nafnið teldist andstætt nafngiftahefð. Enda þótt hlutfall tilkynninga um nöfn, sem örnefnanefnd telur í blóra við nafngiftahefð, sé svo lágt sem hér hefur komið fram þá berast slíkar tilkynningar sem sé vissulega stundum frá fólki. Má sem dæmi 12Enn fremur má nefna að allmörgum tilkynningum um nöfn sem nefndin taldi prýðileg, t.d. Ásholt og Skammilækur, var vísað frá formlegri afgreiðslu vegna þess að ekki var um eiginleg býli að ræða og erindin áttu því ekki undir úrskurðarsvið nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.