Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 27
Ari Páll Kristinsson: Um íslenska örnefnastýringu
17
til nafnbreytingar fullnægt í 20 tilvikum að mati örnefnanefndar eða
sem nemur að jafnaði tveimur nöfnum á ári. Taka má sem dæmi að
nafninu Tjaldbúðir var breytt í Ósakot; þar með var eldra bæjarnafn tek-
ið upp aftur í stað yngra nafns. Þá má nefna að fallist var á að breyta
langa nafninu Voðmúlastaðamiðhjáleiga í Miðhjáleiga enda hafði stytta
myndin öðlast ríka hefð. Stundum er heimilað að breyta nöfnum til
að greiða úr nafnabrenglum svo sem þar sem nöfn nálægra bæja hafa
reynst óþægilega lík. Veigamikið sjónarmið í starfi örnefnanefndar er
allajafna að eldri nöfn hverfi ekki með öllu af sjónarsviðinu. Arið 2007
heimilaði nefndin t.d. að breyta nafninu Vorsabær III í Vorsabæjarholt
enda var ljóst að nafnið Vorsabær myndi lifa áfram á öðrum býlum
á sömu torfunni. Sem dæmi um nafnbreytingarbeiðni sem var hafn-
að má nefna mál þar sem eigandi býlis vildi fá að breyta nafni þess
í Sögustaðir. í rökstuðningi örnefnanefndar fyrir höfnuninni segir að
nafnið sé ótækt vegna fastmótaðrar merkingar samnafnsins sögustað-
ur; á sögustöðum hafi gerst sögufrægir atburðir. I raun og veru var
ætlun eigandans í þessu tilviki að kenna býlið við meri sína sem hét
Saga (Svavar Sigmundsson 2005:273).
Hér á undan var þess getið að samkvæmt reglugerð nr. 136/1999
mætti taka beiðni um nafnbreytingu til greina ef eldra nafn gæti skað-
að starfsemi á býlinu. En í reglugerðinni segir jafnframt m.a. um verk-
efni ömefnanefndar að nefndin skuli í störfum sínum „miða að varð-
veislu íslensks menningararfs og örnefnavernd". Fyrir kemur að gera
verði upp á milli þessara sjónarmiða og verður hér sagt frá slíku dæmi.
Örnefnið Saurar merkir því sem næst 'blautlendi' eða 'rótlaus
mýri'.13 í Landnámabók segir um Saurbæ í Dölum: „þar lét hann
[Steinólfur] bœ gera ok kallaði Saurbœ, því at þar var mýrlent mjpk"
(Landnámabók. íslenzk fornrit 1:156).
Nafnliðurinn Saur- kemur fyrir í nöfnum hátt í 30 býla á íslandi.
Auk 6 býla, sem nefnast Saurar, eru 18 Saurbæir14 og enn fremur Saur-
brúargerði, Saurhóll, Saurlátur, Saursstaðir. Orðið saur í íslensku merkir
einnig 'skítur' eins og kunnugt er. Athugun á 43 dæmum um orðið
13„Um orðið saur í til dæmis Saurbæ og Saurum er það að segja, að talið hefur verið
að það gæti merkt „bleytu, vætu". Það er skylt lýsingarorðinu súr. í norskum mállýsk-
um er lýsingarorðið st/rhaft um „blautanjarðveg". Saurar geta því merkt „votlendi",
samanber seyra „kelda, dý, lækjarsytra"" (Svavar Sigmundsson 2002).
uSaurbær er sjötta algengasta samsetta íslenska bæjamafnið skv. athugun Svavars
Sigmundssonar (1991:193). Til gamans má minna á að Saurbæir eru víðar en á íslandi,
t.a.m. er Soroby á eynni Tiree vestur undan Skotlandi (Svavar Sigmundsson 1998:335).