Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 27

Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 27
Ari Páll Kristinsson: Um íslenska örnefnastýringu 17 til nafnbreytingar fullnægt í 20 tilvikum að mati örnefnanefndar eða sem nemur að jafnaði tveimur nöfnum á ári. Taka má sem dæmi að nafninu Tjaldbúðir var breytt í Ósakot; þar með var eldra bæjarnafn tek- ið upp aftur í stað yngra nafns. Þá má nefna að fallist var á að breyta langa nafninu Voðmúlastaðamiðhjáleiga í Miðhjáleiga enda hafði stytta myndin öðlast ríka hefð. Stundum er heimilað að breyta nöfnum til að greiða úr nafnabrenglum svo sem þar sem nöfn nálægra bæja hafa reynst óþægilega lík. Veigamikið sjónarmið í starfi örnefnanefndar er allajafna að eldri nöfn hverfi ekki með öllu af sjónarsviðinu. Arið 2007 heimilaði nefndin t.d. að breyta nafninu Vorsabær III í Vorsabæjarholt enda var ljóst að nafnið Vorsabær myndi lifa áfram á öðrum býlum á sömu torfunni. Sem dæmi um nafnbreytingarbeiðni sem var hafn- að má nefna mál þar sem eigandi býlis vildi fá að breyta nafni þess í Sögustaðir. í rökstuðningi örnefnanefndar fyrir höfnuninni segir að nafnið sé ótækt vegna fastmótaðrar merkingar samnafnsins sögustað- ur; á sögustöðum hafi gerst sögufrægir atburðir. I raun og veru var ætlun eigandans í þessu tilviki að kenna býlið við meri sína sem hét Saga (Svavar Sigmundsson 2005:273). Hér á undan var þess getið að samkvæmt reglugerð nr. 136/1999 mætti taka beiðni um nafnbreytingu til greina ef eldra nafn gæti skað- að starfsemi á býlinu. En í reglugerðinni segir jafnframt m.a. um verk- efni ömefnanefndar að nefndin skuli í störfum sínum „miða að varð- veislu íslensks menningararfs og örnefnavernd". Fyrir kemur að gera verði upp á milli þessara sjónarmiða og verður hér sagt frá slíku dæmi. Örnefnið Saurar merkir því sem næst 'blautlendi' eða 'rótlaus mýri'.13 í Landnámabók segir um Saurbæ í Dölum: „þar lét hann [Steinólfur] bœ gera ok kallaði Saurbœ, því at þar var mýrlent mjpk" (Landnámabók. íslenzk fornrit 1:156). Nafnliðurinn Saur- kemur fyrir í nöfnum hátt í 30 býla á íslandi. Auk 6 býla, sem nefnast Saurar, eru 18 Saurbæir14 og enn fremur Saur- brúargerði, Saurhóll, Saurlátur, Saursstaðir. Orðið saur í íslensku merkir einnig 'skítur' eins og kunnugt er. Athugun á 43 dæmum um orðið 13„Um orðið saur í til dæmis Saurbæ og Saurum er það að segja, að talið hefur verið að það gæti merkt „bleytu, vætu". Það er skylt lýsingarorðinu súr. í norskum mállýsk- um er lýsingarorðið st/rhaft um „blautanjarðveg". Saurar geta því merkt „votlendi", samanber seyra „kelda, dý, lækjarsytra"" (Svavar Sigmundsson 2002). uSaurbær er sjötta algengasta samsetta íslenska bæjamafnið skv. athugun Svavars Sigmundssonar (1991:193). Til gamans má minna á að Saurbæir eru víðar en á íslandi, t.a.m. er Soroby á eynni Tiree vestur undan Skotlandi (Svavar Sigmundsson 1998:335).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.