Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 21

Orð og tunga - 01.06.2010, Blaðsíða 21
Ari Páll Kristinsson: Um íslenska örnefnastýringu 11 árið 1998 var að örnefnanefnd skyldi úrskurða ef ágreiningur risi um það hvaða örnefni færu á landakort sem væru gefin út á vegum Land- mælinga íslands eða með leyfi þeirra. Eftir lagabreytinguna 1998 hafa örnefnanefnd borist nokkur erindi þess efnis að nöfn á landakortum séu ekki eins og þau ættu að vera að mati málshefjenda. Sem dæmi um þekkt þrætuepli af því tagi má nefna ágreininginn um hvort sprengi- gígur í Mývatnssveit skyldi merktur sem Hverfell eða Hverfjall á slík- um kortum. Áður en örnefnanefnd úrskurðar birtir hún auglýsingu um þau örnefni sem ágreiningur er um. Auglýsingin birtist m.a. í dag- blöðum og er jafnframt send m.a. landeigendum og sveitarstjórnum. Þannig er reynt að sjá til þess að allir geti kynnt örnefnanefnd álit sitt. Nefndin skal einnig úrskurða ef ágreiningur rís um ný og breytt götu- nöfn o.þ.h. eða nöfn einstakra húsa. Eins og kunnugt er ráða sveit- arstjórnir götunöfnum og í sumum tilvikum, m.a. í Reykjavík, hafa sveitarstjórnirnar á sínum snærum sérstakar nafnanefndir sem gera tillögur um ný götunöfn. Örnefnanefnd veitir einnig faglegar umsagnir um mál ef á þarf að halda. Þar má einkum nefna að í sveitarstjórnarlögum, frá 1998, er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli leita umsagnar örnefnanefndar um ný og breytt nöfn sveitarfélaga áður en samgönguráðherra stað- festir nöfnin (félagsmálaráðherra hafði það hlutverk til ársins 2007). í 4. gr. laganna segir: „Nafn sveitarfélags skal samrýmast íslenskri mál- fræði og málvenju." Frá því um og eftir síðustu aldamót hefur sveit- arfélögum verið fækkað stórlega og það hefur kallað á mörg ný sveit- arfélaganöfn. Hér verður ekki farið yfir allt stjórnsýsluhlutverk örnefnanefnd- ar með dæmum af öllum þessum verksviðum heldur verður eftirfar- andi umfjöllun takmörkuð við bæjanöfn. Hvað varðar starfsemi ör- nefnanefndar og núverandi afskipti hennar af íslenskri örnefnastýr- ingu skal að öðru leyti vísað til fyrrgreindra laga og reglugerðar, sem og til vefsíðu og ársskýrslna örnefnanefndar. Fjallað er m.a. um af- skipti af nöfnum á landakortum, götunöfnum og nöfnum sveitarfé- laga hjá Ara Páli Kristinssyni (2008) og Svavar Sigmundsson (2005) ræðir ný sveitarfélaganöfn og bæjanöfn. Yfirlit um starfsemi og verk- svið örnefnanefndar fram til 1978 má finna hjá Þórhalli Vilmundarsyni (1980).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.