Orð og tunga - 01.06.2010, Page 54

Orð og tunga - 01.06.2010, Page 54
44 Orð og tunga að í daglegu tali.5 í tilfelli Hallærisplans og Ingólfstorgs virðist nýja orðið hins vegar ætla að verða ofan á, fáir sem nota gamla heitið nú orðið. Dæmi er um að formlegt örnefni breytist í óformlegt, svo að segja. Þannig var með Rúgbrauðsgerðina sem starfaði lengi í Borgartúni 6. Eftir að starfseminni var hætt lafði nafnið áfram áratugum saman á húsinu. Þar var þá ýmis starfsemi á vegum hins opinbera en engin brauðgerð. * 3 Oformleg örnefni í Reykjavík Erfitt er að henda reiður á óformlegum örnefnum í Reykjavík, bæði vegna þess að þau eru síbreytileg og eru hvergi skráð sérstaklega. Hér fer á eftir yfirlit og flokkun á óformlegum örnefnum í Reykjavík. Þeim er einkum safnað í Reykjavíkurbókum Páls Líndals (1986-1989), en einnig í samtölum við fólk og með fyrirspurnum. Langflest eru nöfnin þó úr Reykjavíkurbókunum.6 Örnefnunum er raðað í ákveðna heimagerða flokka. Nöfnunum var safnað saman fyrst og síðan reynt að koma auga á sameiginleg einkenni sem væri hægt að nota til flokkunar. Hægur vandi væri að sameina suma flokka og kljúfa aðra.7 Enda þótt segja megi að flest ör- nefnin sem verða til umfjöllunar séu óformleg (eða hafi einhvern tíma verið það) hafa sum þeirra hlotið svo mikla útbreiðslu að þau eru nú næsta almenn í máli manna. Allflestir fullorðnir þekkja t.d. Næpuna, sérkennilegt hús í Þingholtunum, og þegar nafn er orðið svo almennt þá er kannski hæpið að tala um óformlegt nafn lengur. 5Einföld talning á Google (11. mars 2009) gefur ákveðnar bendingar. Leitað var að Miklatúni og Klambratúni í öllum föllum (myndunum -tún, -túni, -túns). Miklatún gaf rúmlega 17.000 niðurstöður en Klambratún rúml. 12.000. Á það er að líta í þessu að opinbert heiti er Miklatún og því er það nafn notað af opinberum aðilum, einkum stofnunum borgarinnar. Séu tölumar skoðaðar í þágufalli, hinu ómarkaða falli ör- nefna (sbr. Harald Bemharðsson (2006:82)), er munurinn enn minni: 12.300 Miklatún en 10.400 Klambratún. 6Svavar Sigmundsson (2001) fjallar m.a. um nöfn á húsum og fyrirtækjum í þétt- býli en flest eða öll eru þau þó meira eða minna formleg. Á bls. 307-8 minnist Svavar þó á nokkur önnur nöfn sem gætu fallið í flokk 1 hér á eftir. 7Auðvitað eru fjölmargar leiðir til flokkunar mögulegar. Þórhallur Vilmundarson (1997) notar t.d. sex flokka til að greina götunöfn í Reykjavík. Um almennari leiðir til ömefnaflokkunar má fræðast hjá Frank Nuessel (1992:47 o.áfr.).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.