Orð og tunga - 01.06.2010, Side 80
70
Orð og tunga
2 Fagleg þversögn
Vafalítið eru örnefni ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar
athygli er beint að viðfangsefnum kennara í dagsins önn. Kennarar á
öllum skólastigum standa frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum dag
hvern og þurfa í mörg horn að líta. Þó eru örnefnin ekki langt undan
þegar grannt er skoðað og koma víða fyrir í námsefni af ýmsu tagi og á
fleiri greinasviðum en ætla mætti við fyrstu sýn. Örnefni eða kennileiti
af ýmsu tagi eru einn af ótal þáttum í því síkvika þekkingarneti sem
þróast með nemendum á langri skólagöngu allt frá blautu barnsbeini
fram á fullorðinsár. Erfitt er að meta hve mikið af þeim fróðleik lærist
í skóla og hve mikið á öðrum vettvangi. Jafnframt er ljóst að kennarar
eru ekki alltaf öfundsverðir af sínu hlutskipti þegar kemur að því að
ákveða hve mikla áherslu á að leggja á örnefnaforða eða viðfangsefni
honum tengd. Um þetta gildir eins og svo margt annað í starfi skóla
að kennarar standa í hlutverki sínu frammi fyrir faglegri þversögn.
Annars vegar er kennurum ætlað að búa nemendur sína undir
þátttöku í þekkingarsamfélagi þar sem skapandi hugsun, sveigjan-
leiki, ígrundun og vilji til breytinga eiga að vera í öndvegi. Þeir mega
ekki binda nemendur í viðjar staglsins með áherslu á andlausan utan-
bókarlærdóm eða niðursoðinn þekkingarforða sem ekki endurspegl-
ar nema að litlu leyti flókinn veruleikann. Hins vegar er þeim ætl-
að að bregðast við og draga úr neikvæðum áhrifum þekkingarsam-
félags; neysluhyggju, skorti á samfélagsvitund, upplausn og félags-
legum ójöfnuði (sjá Hargreaves, Andy 1997:105-106). í því felst ásamt
öðru að stuðla að sameiginlegum þekkingarforða og samhengi milli
kynslóða, veita aðgang að menningarlegum gildum eða verðmætum
og efla með nemendum ríka tilfinningu fyrir aðild að samfélagi. Hvað
örnefnin snertir hljóta kennarar að leitast við að mæta þessari þver-
sögn með því annars vegar að vekja til umhugsunar um örnefni,
kveikja áhuga og forvitni um hvers konar örnefni í öllu umhverfi nem-
enda og hins vegar að rækta með nemendum þekkingu á örnefnum
eða kennileitum sem telja má nauðsynlegt eða heppilegt veganesti í
frekara námi, lífi og starfi.
Efnahagslífið hefur kallað eftir traustri færni og þekkingu hvað
snertir ýmsa grundvallarþætti en líka hugvitssemi, innsæi, tilfinninga-
greind, samskiptafærni og hvers konar teymisvinnu. Kennarar verða
að standa faglega að verki til að ná þeim árangri sem til er ætlast