Orð og tunga - 01.06.2010, Page 52
42
Orð og tunga
2 Formleg og óformleg örnefni
Nöfn af ýmsu tagi geta verið ýmist formleg eða óformleg. Manna-
nöfn geta þannig verið formleg (Guðmundur, Steingerður) eða óformleg
(Gummi, Steina). Gælunöfn, viðurnefni, styttingar teljast þannig óform-
leg.1 Örnefni geta einnig verið formleg eða óformleg: Patreksfjörður eða
Patró, Blönduós eða Dósin, Iðnaðarmannahúsið eða Iðnó. Sama getur gilt
um ýmis önnur fyrirbæri sem bera nafn. Útgerðarfélag Péturs J. Thor-
steinssonar & co. var kallað Milljónafélagið í daglegu tali. Morgunblað-
ið og Mogginn er annað dæmi. Skólar og stofnanir geta einnig átt sér
óformleg nöfn: Versló, Borgó, Réttó, Hafró, Miðbó, Fíló (f. Fíladelfía) o.fl.
Styttingar eins og MR eða FB eru af líku tagi. Áberandi er hve auð-
velt er að splæsa -ó aftan við nöfn til að búa til óformlegt nafn.2 3 Sama
fyrirbæri sést stundum í mannanöfnum: Ingólfur og Ingó, Kristinn eða
Kiddó? Halldór Laxness (1979) ritaði grein um nöfn af þessu tagi sem
hann nefndi „Ónöfn" og í Atómstöðinni skopast hann dálítið að þess-
um óformlegu nöfnum.
Óformleg örnefni eru sjálfsprottin að verulegu leyti, þau verða
bara til. Formleg örnefni eru hins vegar þau sem eru búin til í ákveðnu
augnamiði, oft af opinberu valdi eða fyrir náð þess eða samþykki.
Flest gömul örnefni hafa þó aldrei gengið í gegnum neitt örnefnaferli
en mundu samt teljast orðin formleg örnefni, svo er um flest eða öll
bæjanöfn og mörg önnur örnefni. Hæpið er líklega að tala um að ör-
nefni frá gamalli tíð séu enn óformleg, tíminn sjálfur veitir örnefnum
ákveðinn formleika. Það er hins vegar í eðli óformlegra örnefna að þau
lifa aðeins í skamman tíma, annaðhvort verða þau síðan formleg eða
þau hverfa og önnur taka við. Óformlegum örnefnum er þess vegna
hætt við að týnast og glatast ef þau ná ekki á prent í tæka tíð eða hljóta
opinberun á annan hátt. Þannig má gera ráð fyrir að mörg óformleg
örnefni frá eldri tíð hafi glatast, það hirti enginn um að halda þeim til
haga.4
Formlegt örnefni er nafn á stað sem hefur almenna tilvísun sem
allir skilja. Óformleg örnefni eru hins vegar oft aðeins þekkt í ákveðn-
'Svavar Sigmundsson (1997: 15) fjallar aðeins um gæluheiti örnefna (t.d. Kolka f.
Kolbeinscí).
2Sjá umfjöllun um viðskeytið -ó hjá Eiríki Rögnvaldssyni (1990:21-22, 28-29 o.v.).
3Fyrra dæmið má raunar túlka sem hreina stýfingu frekar en að um viðskeytið -6
sé að ræða.
4Sbr. Svavar Sigmundsson (2001:305).