Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 39

Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 39
Guðrún Kvaran: Öllum götum skal nafn gefa 29 sem fengu kvenmannsnöfnin voru Astu Sólliljugata, Sölku- gata, Diljárgata og Snæfríðargata. Af umsögnum að ráða á Netinu mæltust þessi nöfn vel fyrir. Helst var fundið að því að Ástu Sólliljugata væri svolítið stirt í framburði. Stundum er gripið til samkeppni um nafngjafir. Það var t.d. gert þegar nefna þurfti hverfi í Kópavogi sem verið var að skipuleggja í landi Smárahvamms. Kópavogsbær auglýsti eftir nöfnum á hverfið og götum innan hverfisins. Mikil þátttaka var meðal almennings og of- an á varð hverfisheitið Smárar og síðari liðurinn -smári í götunöfnum eins og Lækjarsmári, Dalsmári, Lindasmári, Laufasmári, sem taka mið af náttúru og umhverfi, en einnig nöfn eins og Eyktasmári, Foldasmári, Gullsmári. Flestir þekkja tillögur Þórhalls Vilmundarsonar að gatnaheitum í Grafarvogi og Grafarholti en hann var um tveggja áratuga skeið ráðgjafi byggingarnefndar Reykjavíkurborgar. Sem dæmi um aðferðir Þórhalls eru Foldirnar í Grafarvogi. Þórhallur benti á að Bjarni Thorar- ensen skáld hafi á árunum 1816-1833 búið í Gufunesi og segir hann frá því í greininni Om islandske gadenavne (1997:182) að kveðskapur hans hafi verið kveikjan að nafnavalinu. Þekktasta kvæði hans sé íslands minni sem hefjist á hendingunni „Eldgamla ísafold". Þaðan sótti hann viðliðinn -fold, gaf götum sem lágu lægra forliði sem vísuðu til hita eða hlýju eins og Funa-, Hvera-, Loga- og Reykjafold en þeim sem lágu hærra forliði sem vísuðu til kulda eins og Fanna-, Frosta- og Jöklafold. Hugmyndina um hita og kulda sótti hann í kvæði Bjarna Island: „Fjör kenni oss eldurinn,/ frostið oss herði,/ fjöll sýni torsóttum gæðum að ná." Úr kvæðinu íslands minni kom hugmyndin að Fjallkonuvegi: „Eldgamla ísafold / ástkæra fósturmold / fjallkonan fríð", en í kvæð- ið Veturinn var Gullinbrú sótt: „Hver ríður svo geyst/ á gullinbrúvu" og sömuleiðis nafnið Fjörgyn á félagsmiðstöðinni: „Harðnar Fjörgyn/ hans í faðmlögum." Aðalgötuna inn í Húsahverfið nefndi Þórhallur Gagnveg (1997:183) og sótti það nafn í Hávamál: „en til góðs vinar /liggja gagnvegir". Þórhallur kom einnig með tillögur að nöfnum í svokölluðu Þúsald- arhverfi í Grafarholti þar sem nöfnin voru sótt til íslenskrar kristnisögu. Þær tillögur hlutu brautargengi. Hann lagði einnig til nöfn á suður- hluta Arnarneslands í Garðabæ sem bæjarstjórn samþykkti á fundi 9. september 1999 og vísaði til byggingarnefndar. Hún hélt fund sama dag og í fundargerð stendur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.