Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Flottar vínyl
gólfmottur
Slitsterkar, liggja vel á
gólfi, renna ekki til og
auðveldar í þrifum.
LISTHÚSINU
30%afslátturaf bláumvínylmottum
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík,
sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16.
fyrir eldhúsið,
forstofuna,
baðherbergið
og skrifstofur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gær
eftir að bíl var stolið við leikskóla við Rjúpnasali í
Kópavogi. Tveggja ára drengur var í stolna bíln-
um en talið er að hann hafi verið sofandi allan tím-
ann. Faðir barnsins hafði komið á leikskólann eft-
ir klukkan 15 til að sækja barn og skildi bílinn
eftir ólæstan. Á meðan kom maður og ók bílnum í
burtu. Lögreglan hóf þegar leit ásamt starfsfólki
leikskólans og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Bíll-
inn fannst um 25 mínútum síðar á bílastæði Krón-
unnar í Kórahverfi. Lögreglumenn handtóku
mann skammt frá bifreiðinni. Málið er í rannsókn.
Stal bíl með litlu barni í aftursæti
Morgunblaðið/Ómar
Snörp leit að bíl og barni í Kópavogi í gær
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli
eru talin meginástæða þess að at-
vinnuleysi á Suðurnesjum minnkar
hratt. Er svo komið að rekstrar-
aðilar á flugvellinum eru farnir að
ráða til sín erlenda starfsmenn auk
þess sem hærra hlutfall starfsmanna
sækir vinnu frá höfuðborgarsvæð-
inu.
„Það er allt á fullu, hrokkið í
fimmta gír. Flugstöðin, millilanda-
flugið og ferðaþjónustan taka mikið
til sín hér,“ segir Kjartan Már Kjart-
ansson, bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar. Samkvæmt nýjum tölum
Vinnumálastofnunar var atvinnu-
leysi í sveitarfélögunum á Suður-
nesjum 1,7% í júlí og hafði minnkað
verulega því það var 3% í sama mán-
uði í fyrra. Svarar það til þess að 208
einstaklingar hafi verið atvinnulaus-
ir að meðaltali í júlí en þeir voru 358 í
júlí 2015.
Kjartan Már segir að fjölgun
ferðamanna og þar með aukin starf-
semi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og
kringum hana hafi mest áhrif á þessa
þróun. Öll fyrirtækin þar taki til sín
margt fólk. „Þau fá ekki lengur næg-
an mannskap og eru að flytja inn er-
lenda verkamenn í hundraða tali,“
segir Kjartan. Hann getur þess að á
atvinnuleysisskrá sé enn nokkuð af
fólki sem geti og vilji vinna. Það geti
hins vegar ekki af ýmsum ástæðum
unnið vaktavinnu eins og mest sé
boðið upp á í flugstöðinni eða sé ekki
með hreint sakavottorð, sem er skil-
yrði þess að fá aðgang að vinnustöð-
um á flugverndarsvæðinu.
Hjá Isavia voru um 750 stöðugildi
á flugvellinum í júlí en 670 á sama
tíma á síðasta ári. Það er þó aðeins
lítill hluti heildarstarfa fyrirtækja á
Keflavíkurflugvelli því áætlað er að
þar starfi í sumar ríflega 6.000
manns, samkvæmt upplýsingum
Gunnars Kr. Sigurðssonar markaðs-
stjóra. Inni í þeirri tölu eru allir
starfsmenn rekstraraðila á flugvell-
inum, íslenskar flugáhafnir, farang-
ursþjónusta, flugvirkjar, öryggis-
gæsla, flugvallarþjónusta, verslun,
veitingar, tollgæsla og farþegaflutn-
ingar til og frá flugstöðinni.
Fá ekki fólk í þjónustustörf
„Við þurfum að halda áfram að
laða til okkar fólk, Íslendinga sem
útlendinga, eins og landið allt,“ segir
Kjartan Már um framhaldið. Hann
getur þess að vegna þenslunnar í
ferðaþjónustunni sé orðið erfitt að
manna verr launuð þjónustustörf, til
dæmis á öldrunarheimilum.
Ráða erlenda starfsmenn
Atvinnuleysi minnkar stöðugt á Suðurnesjum vegna aukinna umsvifa í ferða-
þjónustu Ekki fæst fólk til starfa Fleiri koma af höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Eggert
Færibandavinna Mikil vinna hefur
skapast á Keflavíkurflugvelli.
„Ég held að margir kjósi í próf-
kjörum hjá hinum og þessum flokk-
um. Það er ekkert í landslögum
sem bannar það. Löggjafinn er ekki
að skipta sér af slíku, hann skiptir
sér af nógu mörgu,“ segir Brynjar
Níelsson, lögmaður og þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
„En svo geta flokkar sett sér
reglur sem hamla því að fólk úr
öðrum flokkum kjósi hjá þeim.“
Þónokkur umræða hefur skapast
vegna fólks sem skráir sig í marga
flokka til að taka þátt í prófkjörum
þeirra.
Flokkarnir hafa því flestir ein-
hverjar hömlur á því hver geti kos-
ið í prófkjöri og hver ekki.
„Það er félagafrelsi á Íslandi,“
segir Sigríður Bylgja Sigurjóns-
dóttir, framkvæmdastjóri Pírata.
„Við höfum ekkert út á það að setja
að fólk úr öðrum flokkum skrái sig
í Pírata og kjósi hjá okkur,“ segir
Sigríður Bylgja.
Þorgerður Jóhannsdóttir, skrif-
stofustjóri hjá Samfylkingunni,
segir að til þess að skrá sig í Sam-
fylkinguna þurfi fólk að fylla út
eyðublað á vef Samfylkingarinnar
og svara staðfestingarpósti sem því
berst eftir að umsókn hefur verið
send. Með skráningunni undir-
gangist fólk skyldur sínar sem fé-
lagsfólk.
Hægt að skrá sig á kjörstað
„Það eru skýrar reglur hjá okkur
sjálfstæðismönnum,“ segir Arnar
Pálsson á skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins. „Það mega bara flokks-
bundnir kjósa í prófkjörum innan
flokksins. En aftur á móti er hægt
að skrá sig í flokkinn á kjörstað.“
Að sögn Bjargar Evu Erlends-
dóttur hjá VG fer fram forval hjá
þeim og þar eru þær hömlur settar
að fólk þarf að hafa skráð sig í
flokkinn með fyrirvara.
Hjá Framsóknarflokknum fer
fram tvöfalt kjördæmaþing sem
velur á listann, en ekki prófkjör.
borkur@mbl.is
Sumir kjósa alls staðar
Morgunblaðið/Ómar
Á þingi Algengasta leiðin á Alþingi
er í gegnum prófkjör hjá flokkum.
Oftast eru hömlur
á þátttöku í próf-
kjörum flokkanna
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Í gær, 17. ágúst, átti eftir að ráða í
102 stöðugildi í leikskólum Reykja-
víkur, 43 í grunnskólum borgarinnar
og 127 í frístundastarfi. Samtals
þurfa grunn- og leikskólar og frí-
stundaheimili því að ráða 272 starfs-
menn áður en skólar hefja starfsemi
sína.
Til samanburðar þá átti þann 21.
ágúst í fyrra eftir að ráða í 59 stöðu-
gildi í leikskólum, 31 í grunnskólum
og 127 starfsmenn í 64 stöðugildi á
frístundaheimilum, eða 217 starfs-
menn.
Samkvæmt upplýsingum Sigrún-
ar Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa
hjá Reykjavíkurborg, var send út
fyrirspurn til stjórnenda á skóla- og
frístundasviði um stöðu í starfs-
mannamálum og eru ofangreindar
upplýsingar úr svörum þeirra.
Vantar 63 leikskólakennara
Sem dæmi um fjölda í einstökum
starfsstéttum þarf í leikskólum að
ráða í 8 stöðugildi deildarstjóra, um
63 stöðugildi leikskólakennara á
deild og um 21 stöðugildi í stuðning.
Í grunnskólum vantar í um 18
stöðugildi kennara, um 12 stöðugildi
stuðningsfulltrúa og 11 stöðugildi
skólaliða.
Á frístundaheimilum vantar 261
starfsmann í 127 stöðugildi. Yfirleitt
er um 50% störf að ræða. Af þessum
127 stöðugildum sem þarf að ráða í á
frístundaheimilum vantar í um 33
stöðugildi í starf með fötluðum börn-
um og ungmennum. Vel gengur að
ráða inn á frístundaheimilin eftir að
háskólanemar fengu sínar stunda-
skrár og tölurnar breytast því hratt
dag frá degi, samkvæmt upplýs-
ingum Sigrúnar.
Þarf að
ráða 272
starfsmenn
Fjör Kassabílarall frístundaheim-
ilanna nýtur alltaf mikilla vinsælda.
Vantar fleiri í skóla
borgarinnar en í fyrra
Morgunblaðið/Styrmir Kári