Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Foreldrar mínir eru tónlist-armenntuð og þeim fannstekki annað hægt en aðsmita mig af tónlistar- áhuganum. Ég byrjaði mjög ung í söngnámi í Suzuki-tónlistarskól- anum í Reykjavík og hef eiginlega allt mitt líf verið í söngnámi þannig að námsárin renna svolítið saman,“ segir Álheiður. Hún stundaði meðal annars nám í klassískum söng hjá Hallveigu Rúnarsdóttur í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég var svo ótrú- lega lánsöm að fá tvo yndislega kennara, en ég var hjá Hallveigu í fjögur ár og svo hjá Diddú í önnur tæp fjögur ár og lauk framhalds- prófinu undir hennar leiðsögn.“ Álfheiður var mjög ánægð með söngnámið og vissi að hana langaði að stefna lengra í söngnum og fór að horfa til Evrópu. „Það er svo frá- bært hvað mörg tækifæri bjóðast hér heima. Ég fékk að taka þátt í alls konar verkefnum og nemendaupp- færslum sem var góður skóli, hvort sem maður var nú endilega tilbúinn til þess sönglega eða ekki.“ Á sama tíma og Álfheiður lauk framhalds- prófi í klassískum söng lauk hún stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Á árum mínum í Hamrahlíðinni söng ég í kórunum hjá Þorgerði. Það var líka mikil menntun og ógleymanlegt tónlistar- uppeldi sem fólst í því meðal annars að læra öll íslensku lögin.“ Í kór- unum kynntist Álfheiður einnig mörgum af sínum bestu vinum. „Fé- lagsskapurinn er frábær og svo fékk ég líka stundum að syngja einsöng í kórferðum hér heima og í útlönd- um.“ Alls konar list í Berlín Sumarið eftir útskrift dvaldist Álfheiður í Berlín með kærastanum sínum. „Ég fór á þýskunámskeið og kynntist borginni sem mér fannst spennandi og það var eiginlega ástæða þess að ég sótti um skólavist í borginni.“ Álfheiður ákvað að skella sér í inntökupróf í Hanns Eis- ler-tónlistarháskólanum í janúar 2014 og komst hún inn. „Ég hafði að- eins haft samband við aðra Íslend- inga sem ég vissi af í skólanum. Mér fannst ég oft heyra af krökkum sem fóru í söngnám til Austurríkis og langaði að prófa eitthvað annað, Berlín varð því fyrir valinu. Hún er svo mikið meira en bara tónlistar- borg, þar má finna alls konar listir og menningu, mér fannst það spenn- andi.“ Álfheiður var að ljúka sinni fimmtu önn og á því þrjár annir eftir af grunnnáminu. „Þetta er tónlistar- miðaður háskóli þar sem kennt er á ýmis hljóðfæri, hljómsveitarstjórn og jafnvel óperuleikstjórn.“ Álfheiður segir að það hafi verið ákveðið sjokk að fara úr söng- umhverfinu á Íslandi til Berlínar. „Kennarinn minn, Anna Korondi, er ungversk og hún er aðeins öðruvísi en kennararnir hérna heima. Það var líka mikið stökk að fara beint frá Diddú, sem er ein hlýjasta mann- eskja sem ég veit um, og yfir til hennar. En ég er ótrúlega ánægð að hafa fengið Önnu sem kennara. Það er svo mikilvægt að kynnast ólíkum kennsluaðferðum. Það er hægt að gera ótrúlega margt með því að vera yndislegur og ljúfur, en maður lifir í hörðum heimi og þarf líka að læra að taka gagnrýni. Maður veit ekki hvaða fólki maður starfar með í framtíðinni og þá er kannski bara fínt að hafa líka kynnst ströngum kennsluaðferðum.“ Þérar og þúar á víxl Meðal nýrra siða sem Álfheiður þurfti að læra í náminu var að þéra kennarana sína. „Sumir kennarar leyfa manni reyndar að „þúa“ sig. Til dæmis er ég stundum í tíma bæði með píanistanum mínum og Önnu og þá þúa ég píanistann en þéra Önnu. Það getur verið ruglandi og ég þarf stundum að vanda vel hvað ég segi,“ segir hún og hlær. Álfheiður er sópr- an, en segir röddina þó hafa tekið ýmsum breytingum í náminu. „Það er að bætast við smá botn í röddina, sem er bara eðlilegt. En maður er alltaf að betrumbæta hljóðfærið sem röddin er. Ég held samt að ég ætti að lýsa mér sem léttum sópran sem stefnir í áttina að lýrískum.“ Saknar stundum mosans og plássins á Íslandi Álfheiður er mjög ánægð í Berl- ín en segir borgina allt öðruvísi en Reykjavík. „Það sem er svo frábært við Berlín er að þar býr alls konar fólk og allir eru frekar vingjarnlegir. Þar er mjög lítil stéttaskipting, allir ferðast með neðanjarðarlestinni til dæmis. Þýskaland hefur einnig tekið við mörgum flóttamönnum og þetta er mjög lifandi og fjölmenningarleg borg, sem ég elska. Svo er líka mjög ódýrt að lifa í Berlín, sem er mikill kostur.“ Það kemur samt fyrir að Álfheiður finni fyrir heimþrá, sem tengist þá yfirleitt íslensku nátt- úrunni. „Ég hugsa stundum um allt plássið sem maður hefur hérna heima. Ég er til dæmis bara tíu mín- útur að labba í Elliðaárdalinn heim- an frá mér og er þá komin í algjöra náttúruperlu. Það er ótrúlegt hvað það er margt í boði hérna heima. Þrátt fyrir alla túristana getur mað- ur alltaf fundið stað í náttúrunni þar sem maður getur bara legið einn í mosanum.“ Álfheiður er einmitt stödd í mosanum heima á Íslandi þessa stundina þar sem næsta önn hefst ekki fyrr en um miðjan október. Hún nýtir tímann vel og syngur á alls konar tónleikum, meðal annars í tón- leikaröðinni Perlur íslenskra söng- laga, sem fer fram í Hörpu í sumar. Álfheiður er einnig að skipuleggja sína eigin tónleika sem fara fram í Dómkirkjunni á Menningarnótt. „Þegar þessari tónleikatörn lýkur þá ætla ég að fara að vinna í Frú Laugu og læra helling af nýrri tónlist og óp- eruhlutverk næstu annar.“ Spurð um framtíðarplön segir Álheiður að hún muni að öllum lík- indum fara í meistaranám, hvar það verður á eftir að koma í ljós. „En annars verður maður bara að bíða og sjá hvaða tækifæri bjóðast. Draum- urinn er að fá að syngja fallega tón- list og að vinna með skemmtilegu fólki.“ Syngur í gegnum lífið í Berlín Álfheiður Erla Guðmundsdóttir hefur verið í söng- námi nánast síðan hún man eftir sér. Hún lauk fram- haldsprófi í söng hér á landi undir leiðsögn Diddúar, sem hún lýsir sem hjartahlýjum gleðigjafa. Það var því talsvert stökk fyrir Álfheiði að fara til Berlínar þar sem hún stundar nú söngnám undir handleiðslu ungverskrar sópransöngkonu sem vill láta þéra sig. Hún er þó sannfærð um að það muni undirbúa hana undir hinn kröfuharða heim óperunnar. Álfheiður heldur tónleika í Dómkirkjunni á Menningarnótt ásamt góðum gestum. Morgunblaðið/Ófeigur Söngelsk Álfheiður Erla Guðmundsdóttir hefur verið í söngnámi nánast síðan hún man eftir sér. Nú stundar hún nám í Hanns Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín. Álfheiður verður með tónleika í Dómkirkjunni á Menningarnótt. Tónleikar Álfheiður á tónleikum á Menningarnótt í Dómkirkjunni í fyrra. Keppni Álfheiður tók þátt í alþjóðlegu söngkeppninni Giulio Perotti í október 2015. Hún komst í úrslit og hlaut þriðju verðlaun og heiðursverðlaun fyrir besta flutning á aríu úr óratoríu. Berlín Álfheiður býr við Arndtstraße í Berlín þar sem hún kann mjög vel við sig. „Þessa mynd tók ég síðastliðinn vetur, en það er ekki oft sem gatan er svona snævi þakin.“ Álfheiður kemur fram á tónleikum í Dóm- kirkjunni á Menningarnótt á laugardaginn ásamt Fjölni Ólafssyni barítón og Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara. „Þetta verður skemmtileg efnisskrá með glæsilegum gestum,“ segir Álfheiður, en von er á fleira tónlistarfólki sem mun koma fram á tón- leikunum. Á efnisskránni verða sönglög og aríur úr ýmsum áttum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og eru allir hjartanlega vel- komnir. „Ég hélt svipaða tónleika í fyrra á Menningarnótt. Þetta verður afslöppuð stemning og fólki er velkomið að koma og fara eins og það lystir. Þetta er tilvalin stund til að setjast aðeins inn í hlýjuna, áður en flugeldasýningin hefst,“ segir Álfheiður. Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjáls- um framlögum í lok tónleikanna. Kvöldtónar í Dómkirkjunni NOTALEG STUND Á MENNINGARNÓTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.