Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 10

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun ÚTSALA 30-60% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM UndirfötSundföt Náttföt Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Nýjar haustvörur Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMALIMM Nýtt Haust/vetur 2016 Full búð af flottum skólafötum www.dimmalimmreykjavik.is skipulagi svæðisins þyrftu að klár- ast, fara í deiliskipulagið og verða staðfest. Nýta má deiluskipulags- ferlið til að kynna íbúum hug- myndirnar um leið..... Ákveða hvað gera á við um- hverfið, minnka gróður eða leyfa svæðinu að vera náttúrulegt? Hreinsa svæðið og gera stíg. Ill- gresi er mikið og gefur til kynna að svæðið sé í órækt. Garð- yrkjudeildin hefur haldið illgresi í skefjum. Gott væri að svæðið í kringum skúrana væri gert huggu- legra, sem um leið gefur þá til kynna að hugsað sé um minjarnar og að þær séu einhvers virði.“ Ef fjármagn fæst Í niðurlagi áfangaskýrslunnar um hvað eigi að vera í forgangi 2016 „ef fjármagn fæst“ segir: „Áframhald á endurgerð skúr- anna, áframhald á hreinsun og endurgerð umhverfis, aðstaða til að draga og setja báta á flot með dráttarbraut, koma upp aðstöðu fyrir áhöld og búnað fyrir róðra og þá sem nýta munu svæðið, endur- gerð skúra og dráttarbraut. ca 3 m. kr.“ Eins og fram hefur komið hefur verið unnið að varðveislunni í tveimur starfshópum í 10 ár. Fyrst frá 2006-2010 og svo frá ársbyrjun 2015, en enn hefur afskaplega lítið gerst hvað varðar varðveislu þess- ara menningarminja og ekkert fjármagn verið sett í það verkefni. Það er ótrúlegt að búið sé að vinna slíka undirbúningsvinnu í tíu ár, þótt með hléum hafi verið, án þess að nokkuð skuli hafa verið aðhafst. Af myndinni úr drögum Ögmundar Skarphéðinssonar arki- tekts, sem birt er hér á síðunni, má sjá að hægt er að ráðast í end- urgerð og varðveislu svæðisins með smekklegum hætti án þess að stórkostlegum fjármunum sé varið í verkefnið. Þannig væri hægt að gera minningunni um róðra frá Grímsstaðavör hátt undir höfði, um leið og umhverfið væri fegrað og laðaði að sér gesti og gangandi í auknum mæli. Fengu ekki brautargengi Rétt er að ítreka að um drög er að ræða í myndum Ögmundar og teikningum, og ef marka má orð Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, hér í Morgunblaðinu 10. ágúst sl. þar sem hann sagði m.a.: „Það komu tillögur um hvernig ætti að viðhalda og endur- gera svæðið frá ágætum arkitekt fyrir nokkrum árum, en okkur sem vorum þá í umhverfis- og skipulagsráði fannst þær of um- fangsmiklar og of mikið inngrip í þessa mjög svo sérstöku byggð. Þannig að þessar tillögur, eins ágætar og þær voru, fengu ekki brautargengi,“ er ólíklegt að þeg- ar ákvörðun verður tekin um varðveislu skúranna verði farið í einu og öllu að tillögum Ögmund- ar. Hægt að endurgera Grímsstaðavör fallega  Drög arkitekts gera ráð fyrir að trönur verði reistar Drög Í tillögum Ögmundar er m.a. gert ráð fyrir endurbyggingu skúranna og að trönur verði reistar. Morgunblaðið/Júlíus Grásleppuskúrar Þeir mega muna sinn fífil fegurri, grásleppuskúrarnir við Grímsstaðavör, þótt vissulega hafi aldrei verið um glæsihýsi að ræða. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ástand grásleppuskúranna gömlu við Grímsstaðavör (við Ægisíðu) hefur að undanförnu verið gagn- rýnt mjög og sumir hafa beinlínis talið að hætta stafaði af þeim, ef hvessir verulega, eins og fram hef- ur komið í fréttum hér í Morgun- blaðinu. Borgarfulltrúar í Reykjavík, hvort sem þeir eru úr minnihluta eða meirihluta, virðast vera sam- mála um að verja beri og varð- veita skúrana í sem upprunaleg- astri mynd, til þess að varðveita minjar um þetta tímabil atvinnu- sögu Reykjavíkur. Þrátt fyrir það hefur afar litlu fjármagni verið veitt til slíkrar varðveislu. Starfshópur um menningar- minjar við Grímsstaðavör var skip- aður á fundi menningar- og ferða- málaráðs hinn 12. janúar 2015. Annar starfshópur, undir forystu Kjartans Magnússonar, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, vann að málinu á árunum 2006-2010. Telur verkefnið mikilvægt Í áfangaskýrslu starfshópsins frá því í fyrra um grásleppuskúr- ana segir m.a.: „Hópurinn telur verkefnið mikilvægt, en fram- kvæmd ræðst af vilja, forgangs- röðun og fjármagni. Af nógu er að taka en þar sem verkefnið er enn ekki á fjárhagsætlun eru hendur nokkuð bundnar.“ Fram kemur í skýrslunni að á meðan fyrri starfshópur var að störfum frá 2006-2010 hafi skúr- arnir verið hreinsaðir að innan sem utan, bárujárn endurnýjað að hluta, veggjakrot hreinsað, skúr- arnir sýrubornir, ný hurð smíðuð á skúr kenndan við Björn Guð- jónsson, trönur reistar við og skúrarnir styrktir að innan. Tveir fjölmennir borgarafundir hafi ver- ið haldnir á þessum árum, þar sem komið hafi í ljós mikill áhugi á svæðinu. Þar kemur jafnframt fram að Ögmundur Skarphéðinsson arki- tekt, hjá Hornsteinum arkitektum ehf. hafi unnið fyrir starfshópinn uppdrætti með tillögum að nýtingu svæðisins sem kynntir voru á opn- um fundi í Sjóminjasafninu og síð- an gert tillögu að deiluskipulagi fyrir svæðið sem kynnt var í skipulagsráði. Í áfangaskýrslu starfshópsins frá því í fyrrasumar segir m.a. þar sem hugmyndir um næstu skref eru reifaðar: „Drög Ögmundar að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.