Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 60
HAUSTferðir 201660
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Gott úrval af svefnsófum 2ja og 3ja sæta með eða án tungu.
Opið virka daga 10 – 18
laugardaga 11 - 15
Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður
Sími 565 4100 - www.nyform.is
Teg. Elsa 3 – 1 – 1 “TÍMALAUS CLASSIC” Teg. Antares 3 – 1 – 1
Teg. Cubo Teg. Como
Teg. Pluto
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Nýju áfangastaðirnir eru að koma
sterkt inn og hagstæðara gengi er
líka hvetjandi fyrir fólk til að
ferðast til útlanda, versla, njóta lífs-
ins og borga minna fyrir en áður,“
segir Engilbert Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðs-
sviðs WOW-air.
Þeir sem vilja elta geng-
isþróunina þangað sem hún hefur
verið best ættu að kíkja á breska
áfangastaði eða skjótast yfir til
Kanada. Kan-
adadollarinn hef-
ur verið að fik-
rast ögn niður á
við frá því vorið
2015 og pundið
lækkaði mjög
hressilega í sum-
ar eftir Brexit-
kosninguna.
Bendir Engilbert
á borgir á borð
við Montreal í
Kanada og Edinborg og Bristol
Bretlandsmegin. „Montreal er
hreint frábær borg. Ég upplifði
hana sjálfur í fyrsta skipti í vor og
komst að því að þar er fjöldi freist-
andi veitingastaða og margt um að
vera. Edinborg þarf varla að kynna
Íslendingum en Bristol er ekki síð-
ur áhugaverð og áfangastaður sem
virðist smám saman vera að spyrj-
ast út á meðal Íslendinga.“
Blíðan í Barcelona
Meðal breytinga á flugleiðum
WOW má nefna að flogið verður til
Barcelona allt árið. Geta landsmenn
því flúið vetrarkuldann og slydduna
og notið tilverunnar í spænsku
menningarborginni þar sem lífið
leikur við gesti og heimamenn. „Þar
er enginn hörgull á verslunum, veð-
urfarið milt og gaman að verja
kvöldunum yfir tapas-réttum. Á
ferðalögum sínum leggja Íslend-
ingar ekki hvað síst áherslu á að
geta fengið góðan mat og verslað
ódýrt, og þar veldur Barcelona ekki
vonbrigðum.“
Ekki er langt síðan WOW hóf að
fljúga til New York, sjálfrar höf-
uðborgar heimsins sem aldrei sefur.
Samkeppni á flugmarkaði þýðir að
það er farið að verða ódýrara að
heimsækja þessa orkumiklu borg en
Engilbert segir hægt að uppgötva
eitthvað nýtt í hverri ferð. „Mér
telst til að ég hafi heimsótt New
York fjórum sinnum á lífsleiðinni og
alltaf er ég að sjá nýjar hliðar á
borginni. Þarna er samankominn
þverskurður af allri menningu og
mannlífi heimsins, og hægt að finna
allt sem hugurinn girnist á til-
tölulega litlum reit: matur, menn-
ing, verslanir –New York stendur
undir nafni á öllum sviðum sem
sannkölluð stórborg.“
Með hlaupaskóna
í farangrinum
Íslendingar virðast upp til hópa
miklir heimsborgarar og leitun er
að þeim sem ekki reynir að ferðast
til útlanda þó ekki sé nema einu
sinni á ári. Engilbert segir ferða-
venjurnar vera að mótast og þrosk-
ast og nefnir að í seinni tíð sækist
fleiri eftir því að hreyfa sig í ferða-
laginu. Er þá t.d. passað upp á að
pakka hlaupaskónum ofan í
töskuna. „Við sjáum að margar vin-
sælustu flugdagsetningarnar eru í
kringum maraþonhlaupin. Í Mont-
real verður t.d. haldið stórt mara-
þon í september og von er á fjölda
íslenskra hópa sem fljúga þangað á
okkar vegum á góðu tilboðsverði,“
útskýrir Engilbert. „Eftir versl-
unarmannahelgina sjáum við líka að
golfáhugamenn fara að leita leiða til
að lengja sumarið og bóka sér ferðir
á staði einsog Alicante og Tenerife
þar sem má halda áfram að æfa
sveifluna í sólinni eftir að kuldi,
vindur og væta haustsins byrja að
dynja á íslensku golfvöllunum.“
Segir Engilbert algengt að hinn
dæmigerði Íslendingur fari tvær
eða þrjár skemmtiferðir til útlanda
á ári. „Fer þá t.d. öll fjölskyldan
saman í lengri ferð í sólina á sumrin
en haustin eru frekar tími fyrir
styttri helgarferðir til fallegra
borga til að eiga rómantíska dvöl,
kíkja kannski í búðir og jafnvel á
söngleik.“
Tækifæri til tenginga
Með fjölgun áfangastaða á æ fjar-
lægari slóðum verður líka hægt að
skoða enn meira af heiminum.
Framandi staðir sem áður virtust í
órafjarlægð eru allt í einu varla
nema steinsnar í burtu. „Gott dæmi
um þetta er beina flugið okkar til
Los Angeles. Viðtökurnar hafa ver-
ið góðar frá fyrsta degi og mjög góð
sætanýting. En það sem fólk gerir
sér kannski ekki grein fyrir er að
frá flugvellinum í Los Angeles má
t.d. fljúga áfram alla leið til Hawaii.
Örstutt stopp á LAX og um fimm
tíma flug til Honolulu, og ferðalang-
arnir eru komnir nánast hinum
megin á hnöttinn, innan um
pálmatré og brimbrettakappa.“
Framlengja sumarið í útlöndum
Íslendingar sækja í áfangastaði þar sem maturinn er góður og gaman að versla Vaxandi hópur vill
hreyfa sig í ferðalaginu, skokka eða stunda golf Núna flýgur WOW til Barcelona allt árið um kring
Getty Images
Miðpunkturinn Alltaf er nóg um að vera á Times Square. Margir heillast af orkunni sem býr í New York. Þar er allt sem hugurinn girnist.
Getty Images/iStockphoto
Freisting Ekki er langt að fljúga í blíðuna og kræsingarnar í Barcelona.
Heimilislegt Edinborg er afskaplega fögur og Skotarnir gestrisnir.
Lifandi Montreal býður upp á litríkt mannlíf og menningarflóru.
Engilbert
Hafsteinsson