Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Eiginkonu hans og fjölskyldu sendi ég samúðarkveðjur og bið um styrk þeim til handa. Megi minningin um mannvin- inn Arthur Morthens lifa um ókomin ár. Ragnar Þorsteinsson. Góður drengur hefur kvatt langt um aldur fram. Við Arthur kynntumst fyrir um 30 árum í Alþýðubandalaginu. Við höfðum, eins og allnokkrir af okkar kyn- slóð, ákveðið að þar myndum við leggja okkar af mörkum til að bæta samfélagið. Leita leiða til að standa með þeim sem áttu undir högg að sækja, vinna gegn áhrifum bandaríska herveldisins á Íslandi og styðja þjóðfrelsis- hreyfingar víða um heim eins og kostur væri. Í þessu reyndist Arthur öfl- ugur félagi og liðsmaður. Hann hafði glögga sýn á menn og mál- efni, skapstyrk og úthald þegar á reyndi. Hans ævistarf var að vinna í þágu barna, sem þurftu sérstakan stuðning. Sú sam- félagssýn manngæsku, jöfnuðar og réttlætis sem þar birtist var leiðarljós hans í okkar pólitíska starfi. En ef til vill var það hóg- værð hans og hlýja sem laðaði okkur félagana að Arthuri og ævilöng vinátta varð til. Sameiginleg reynsla okkar af því að ganga til liðs við Alþýðu- bandalagið varð með nokkrum ólíkindum. Viðtökur þeirra sem fyrir voru í flokknum voru blendnar og áður en við áttuðum okkur drógumst við inn í inn- anflokksátök sem við eiginlega botnuðum ekki í. Okkur hafði ekki gengið annað til en að láta til okkar taka, leggja lið, vildum eðlilega að á okkur væri hlustað, við fengjum að hafa áhrif til jafns við aðra flokksmenn. Á því varð nokkur misbrestur sem ef til vill var okkur að kenna einn- ig, það var ekki í anda okkar tíma að lúta valdi. Til varð í okk- ar huga heitið flokkseigendur, þar sem þeir voru, sem töldu sig eiga að ráða fyrir mönnum og málefnum í Alþýðubandalaginu og einhver gaf okkur nafnið lýð- ræðiskynslóðin. Nafngiftirnar endurspegluðu ekki nema að nokkru leyti málefnaágreining, frekar kröfu um jafnræði í flokksstarfinu, sem okkur þótti ábótavant þegar fram liðu stundir. Við studdum þá stjórnmála- menn sem við áttum málefna- lega samleið með, höfðu tekið okkur vel og vildu taka mark á okkur. Má þar nefna þau Guð- rúnu Helgadóttur, Guðmund J. Guðmundsson og seinna Ólaf Ragnar Grímsson, sem þegar á leið þátttöku hans í Alþýðu- bandalaginu fékk svipaðar trakt- eringar og við. Undir miðjan níunda áratug- inn urðu meðal okkar æ áleitnari hugmyndir um að vinstri menn ættu að starfa í einum flokki. Við hófum enn einu sinni marg- háttaða baráttu fyrir samstarfi og seinna sameiningu vinstri flokkanna og Kvennalista, sem endaði með stofnun Reykja- víkurlistans árið 1994 og Sam- fylkingarinnar árið 2000. Í því starfi öllu var Arthur ötull sam- verkamaður. Við hittumst síðast á heimili hans og eiginkonu hans Stein- unnar fyrir nokkrum mánuðum. Nokkuð var líkamlega dregið af Arthuri eftir áralanga baráttu við skerta nýrnastarfsemi. And- inn og hugurinn var þó óbrotinn, hann var áhugasamur um póli- tíkina, inni í öllum málum og vorum við sem fyrr sammála um flest. Gott var að finna einlægt og sterkt samband hans og Steinunnar sem var gæfa Arth- urs hin síðari ár, auk barna þeirra og barnabarna. Ég get því miður ekki fylgt þessum kæra vini mínum síðasta spölinn þar sem ég er stödd er- lendis, en sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Margrét Sigrún Björnsdóttir. Það var ögrandi og spennandi að hefja störf á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur haustið 1996 þegar Reykjavíkurborg, eins og önnur sveitarfélög í landinu, tók við rekstri grunnskóla af ríkinu. Arthur Morthens var í hópi þeirra sem þá tóku að sér stjórnunarstörf á nýrri aðal- skrifstofu grunnskóla borgarinn- ar. Þar sinnti hann af alúð eink- um því verkefni, sem hann hafði helgað starfskrafta sína, að hlúa að nemendum með þörf fyrir ýmiss konar séraðstoð. Honum var ætíð ofarlega í huga að efla og styrkja tækifæri og mögu- leika þeirra sem standa höllum fæti af einhverjum ástæðum, bæði á sviði menntamála og stjórnmála. Í hlut hans kom oft og einatt að fara á vettvang og styðja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla við lausn vanda- mála sem upp komu á skóla- göngunni. Þau mál vann hann af einlægni og innsæi og gerði þá kröfu bæði til sjálfs sín og ann- arra að aðilar færu sáttir frá borði. Okkur er minnisstæð sú lagni og styrkur sem hann sýndi við að nálgast þessi flóknu við- fangsefni. Arthur hafði mikilsverða þekkingu á sögu málaflokksins, sem kom sér vel í starfinu. Sam- an áttum við, ásamt góðum hópi samstarfsmanna, hlut að mótun stefnu Reykjavíkurborgar um skóla án aðgreiningar – sem enn vísar veginn. Þá naut sín vel yf- irsýn og þekking Arthurs á þró- un þessara mála. Mikil samstaða og gleði ríkti í stjórnendahópnum á Fræðslu- miðstöð á þessum árum þótt oft hafi verið tekist á um málefnin, og þar urðu til vinatengsl sem enn halda. Þarna kynntist Arth- ur eftirlifandi eiginkonu sinni, henni Steinunni. Að leiðarlokum kveðjum við góðan félaga og þökkum Arthuri mikilvægt framlag hans til grunnskólastarfs. Við sendum Steinunni og fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Anna Kristín Sigurðardóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Ingunn Gísladóttir. Ég átti því láni að fagna að vera náinn samstarfsmaður Arthurs um árabil á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkurumdæm- is, síðar Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, í kjölfar þess að ég tók við starfi hans sem sér- kennslufulltrúi þegar hann varð deildarstjóri kennsludeildar. Áhugi og eldmóður voru ein- kennismerki Arthurs sem gust- aði af hvar sem hann fór. Hann bjó yfir miklum sannfæringar- krafti og kunni þá list að hvetja menn til dáða. Sérkennslumál voru honum afar hugleikin enda bjó hann yfir víðtækri þekkingu á stöðu og sögu sérkennslunnar á Íslandi og víðar. Hann hafði jafnframt sterkar skoðanir á hvernig hann vildi sjá mál þróast, ekki síst til hagsbóta fyr- ir þá nemendur sem áttu hvað erfiðast uppdráttar innan skóla- kerfisins. Hann bjó yfir mikilli hlýju og lét sig varða mannlega þáttinn jafnt sem þann faglega. Það var lærdómsríkt að starfa við hlið Arthurs og auk þess afar skemmtilegt. Hann tók sig ekki of alvarlega og gerði óspart að gamni sínu. Það var því oft hlegið dátt og slegið á létta strengi þótt tekist væri hressilega á þess á milli. Þótt Arthur fylgdi málum eftir af festu var honum einkar lagið að finna farsæla lausn og miðla málum á þann veg að sem flestir gætu við unað. Það lýsir mann- kostum hans vel. Ég mun ætíð minnast hans með virðingu og þakklæti. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ástvina. Eyrún Ísfold Gísladóttir. ✝ Bergur Jóns-son fæddist í Hafnarfirði 18. nóvember 1934. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 8. ágúst 2016. Foreldrar hans voru hjónin Svan- hildur Margrét Jónsdóttir, hús- móðir, f. 8.11. 1912, d. 21.10. 1996, og Jón Bjarnason, sjómað- ur, f. 31.3. 1899, d. 9.8. 1936. Þau bjuggu á Holtsgötu 11 í Hafnarfirði. Bergur var yngst- ur þriggja systkina, hin eru Guðlaug Ólafía (Lauga) og Þor- leifur (Bói), sem er látinn. Þegar Bergur var á öðru ári fórst faðir hans með línuveiðar- þann 14.8. 1936. Þar bjuggu þau síðan allan sinn búskap. Þau eignuðust þrjár dætur, þær eru: 1) Ólöf, f. 18.1. 1955, gift Jóhanni Vernharði Sveinbjörns- syni. Hún á fjögur börn, þau eru: Bergur, f. 1974, Gunn- hildur Birna, f. 1976, Elín Ýr, f. 1980 og Ólöf Guðrún, f. 1988. Barnabörnin eru sjö. 2) Svan- hildur Margrét, f. 27.8. 1960, gift Rúnari Þór Egilssyni, og eiga þau þrjú börn, þau eru: Eg- ill Fannar, f. 1982, Bergdís Mjöll, f. 1984 og Heiðrún Birna, f. 1986. Barnabörnin eru þrjú. 3) Þorbjörg, f. 21.8. 1965, gift Þórði Steinari Lárussyni og eiga þau þrjá syni, þeir eru: Þorsteinn Orri, f. 1992, Þor- björn Atli, f. 1994 og Þórður Berg, f. 2001. Barnabarnið er eitt. Útför Bergs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18. ágúst 2016, klukkan 13. anum Erninum GK. Eftir það ólst hann upp hjá ömmu sinni og afa, þeim Guð- laugu Oddsdóttur, og Jóni Þorleifs- syni, að Selvogs- götu 4. Það hús var kallað Strýta og var Bergur lengi kenndur við það hús og kallaður Beggi í Strýtu. Bergur lærði húsgagnasmíði í Trésmiðjunni Dverg í Hafnar- firði. Hann starfaði síðan við smíðar til ársins 1992, þegar hann veiktist. Bergur kvæntist 26. júlí 1957 Gunnhildi Birnu Þorsteinsdótt- ur, sem fæddist í Skálholti við Hverfisgötu 33 í Hafnarfirði Elsku afi, við kveðjustund er margs að minnast. Það var alltaf hlýlegt og gott að koma til þín og ömmu, sama hvort það var heima hjá ykkur í Hafnarfirði eða í sum- arbústaðinn ykkar. Spjall, hlátur, eitthvað gott í munninn, knús og kossar einkenndi þær heimsókn- ir. Eftir að Kristinn Þór okkar fæddist varst þú alltaf til í að leika við hann þegar þið hittust. Þú hélst mikið upp á börnin þín, barnabörn og barnabarnabörn enda varstu og verður alltaf í sér- stöku uppáhaldi hjá okkur. Þú vildir allt fyrir okkur gera og góðvild þín og hjálpsemi skein af þér. Þú varst rosalega klár að skera út í tré og eftir þig liggur fullt af listaverkum sem eru al- gjör gullkorn. Þú veiktist nokkrum sinnum alvarlega í gegnum tíðina en allt- af náðirðu ótrúlegum bata. Það að fylgjast með þér ná þér upp aftur kenndi mér að gefast ekki upp þó á móti blási heldur gera allt sem hægt er til að gera það besta úr því sem maður hefur hverju sinni. En elsku afi, núna ertu sofnaður í seinasta skipti, sofðu rótt og Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Bergdís Mjöll, Trausti og Kristinn Þór. Bergur afi var hörkuduglegur maður, sívinnandi og alltaf að. Hann kom miklu í verk og kláraði ætíð það sem hann byrjaði á. Hann skilur eftir sig vel gerð og fallega unnin verk, bæði stór og smá. Heiðagerði í heild sinni er gott dæmi um það. Þar leið hon- um alltaf svo vel. Öll hans vinna þar var til fyrirmyndar. Það var svo gaman að fylgjast með hon- um úti að vinna, hvort sem ég fylgdi honum eftir og „hjálpaði“ eða horfði á hann út um gluggann. Það skipti engu máli hvernig veður var, ef einhverju þurfti að sinna þá gerði hann það. Amma og afi gerðu Heiðagerði að algjöru ævintýralandi, það hefur alltaf verið svo notalegt að vera þar hjá þeim. Með bestu minningum mínum frá því í æsku eru þegar við krakkarnir hlupum um og lékum okkur á milli trjánna, bökuðum drullukökur í Afahúsi eða dunduðum við eitt- hvað á pallinum. Afi byrjaði alltaf daginn í Heiðagerði á að flagga. Það var svo gaman og spennandi að fá að ganga með honum að flaggstönginni, festa með honum fánann og fá að toga í réttu spott- ana. Það var líka yndislegt að taka upp kartöflur eða rabarbara með ömmu og afa og að athuga hvort jarðarberin væru orðin nógu þroskuð til að borða. Það var ævintýri líkast að finna lakkr- ís eða fulla nammipoka á trjánum og að leita að pökkum sem lágu í grasinu á milli runna eða undir tré. Þessar minningar eru ómet- anlegar og ég geri mér nú grein fyrir hversu mikil forréttindi það eru að hafa fengið að vera í Heiðagerði í svona góðu yfirlæti og öryggi. Ég man líka eftir því þegar afi kom inn í kaffi eða kvöldmat, að ég fylgdist stundum með honum þvo sér um hendurn- ar og vatnið varð svart af mold og þá hugsaði ég: „Vá, hvað afi er búinn að vera duglegur í dag.“ Það má ef til vill segja að afi hafi verið maður fárra orða, í það minnsta í seinni tíð. En hann þurfti ekki að segja margt, hann sýndi stolt og væntumþykju með augnaráðinu og með hlýju og þéttu faðmlagi. Ég ylja mér við þá minningu að alltaf þegar ég kvaddi eftir að hafa heimsótt ömmu og afa þá tók hann í hönd- ina mína með sínum hlýju, sterku vinnuhöndum og sagði, jafnvel örlítið meyr: „Takk. Yndisleg.“ Það var allt sem segja þurfti, afi var alltaf svo hlýr og ljúfur við mig. Bergur afi kenndi mér margt, hann var þrautseigur, ákveðinn og gafst aldrei upp. Hann var með sterkari mönnum sem ég veit um. Hann var ekki alltaf hraustur en hann horfði þó fram á við með bjartsýni að leiðarljósi og komst í gegnum hvert áfallið á fætur öðru. Svona var bara afi, með eindæmum flottur og vand- aður maður. Hann var mikill full- komnunarsinni og kunni vel að meta þegar aðrir gerðu vel og vönduðu til verka. Þá skein bros- ið úr augunum og hann var svo stoltur og glaður. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn, afi minn. Betri afa er ekki hægt að eiga og ég mun alltaf vera þakklát fyrir að hafa átt þig að. Mér þykir svo vænt um þig, elsku afi engill. Takk. Yndislegur. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. … (Bubbi Morthens.) Þín Heiðrún Birna. Einstakur sómamaður er fall- inn frá. Hlédrægur, háttvís, með ákveðna sýn á hvernig lífinu skyldi lifað, en fastur fyrir á sinn hógværa hátt. Bar virðingu fyrir samferðamönnum sínum og skoðunum þeirra, enginn prédik- ari, en fyrirmynd annarra með því á hvern hátt hann lifði lífinu. Bergi kynntist ég árið 1984 þegar hann gerðist félagi í Reglu musterisriddara. Strax tókust með okkur og með þeim hjónum; Bergi og Gunnhildi góð vinátta. Hann vann fyrir okkur hjónin ýmis verk á heimili okkar og þar kom skýrt fram hve frábær fag- maður hann var. Bergur var skáti frá æsku og hugsjón skátanna var honum ætíð kær og mótaði hún lífsgildi hans. Að vera samferða fyrirmynd- um eins og Bergi drjúgan hluta ævinnar hlýtur að hafa áhrif á þá sem gengu með honum lífsins götu. Þau hjón áttu sælureit í Grímsnesinu og dvöldu þau þar oft sumarlangt. Þau og fjölskyld- an áttu þar margan sæludag. Þar fékk iðjusemi Bergs og verk- kunnátta að njóta sín. Það var gott að heimsækja þau í bústað- inn og njóta gestrisni þeirra og glaðværðar. Bergur átti við mikla vanheilsu að stríða hin síðari ár eða allt frá því hann var tæplega sextugur. Hann tókst á við það andstreymi á sinn hógværa hátt með góðum stuðningi sinna nánustu. Sam- band hans og Gunnhildar var ein- staklega fallegt. Þau voru sam- hent og sætti hann sig vel við að hún væri verkstjórinn hin síðari ár. Við sendum Gunnhildi og fjöl- skyldu einlægar samúðarkveðj- ur. Sólveig og Sveinn. Okkur langar að minnast Bergs Jónssonar í örfáum orðum, kynni okkar við Berg urðu aðal- lega í gegnum dóttur Bergs og tengdason, Svanhildi og Rúnar, við hittumst aðallega þegar eitt- hvað var um að vera í fjölskyld- unni. Þau eru orðin mörg árin sem við höfum þekkst og á okkar yngri árum var stundum komið í heimsókn á Hverfisgötuna á heimili Bergs og Gunnhildar, eig- inkonu Bergs. Bergur og Gunn- hildur áttu sama áhugamál og við, þ.e. lífið í sumarbústaðnum, og var oft rætt um málefni því tengd þegar við hittumst. Við komum nokkrum sinnum í sum- arbústað þeirra og fengum hug- myndir sem við höfum nýtt okkur í okkar sumarbústað. Eitt sinn komum við í heimsókn til þeirra Bergs og Gunnhildar í sumarbú- staðinn og þá var Bergur búinn að búa til minígolf á lóðinni; snjöll og einföld hugmynd hjá honum. Okkur langar með þessum fátæk- legu orðum að þakka Bergi fyrir samfylgdina í gegnum árin, við minnumst Bergs með hlýhug og virðingu. Guð blessi minningu kærs vinar. Kærar þakkir kæri vinur að kynnast þér var mikil gjöf. Þökkum kynni þess nú býður þegar þú nú hefur för. (P.Á.) Hendrikka Jónína Alfreðsdóttir, Pétur Ásgeirsson. Bergur Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi minn, ég á svo margar góðar minning- ar um þig en mig langar að halda þeim fyrir mig. Því kveð ég þig með þessu ljóði. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín dóttir, Ólöf. Ástkær móðir okkar, SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR ALLEN, lést 8. ágúst í San Ramon í Kaliforníu. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og systkina hennar, . Mark F. Allen Brian H. Allen Okkar ástkæra ÞÓRA BJÖRGVINSDÓTTIR, Sléttuvegi 31, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 16. ágúst. . Friðrik Jóhann Stefánsson, Erla Friðriksdóttir, Snorri Þórisson, Örn Friðriksson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Valur Friðriksson, Ragna Björk Proppé, Metta Kristín Friðriksdóttir, Jón Sigurðsson, Björgvin Friðriksson, Brynhildur Benediktsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, bróðir okkar og mágur, JÓN EGILL KRISTJÁNSSON prófessor í Ósló, lést af slysförum sunnudaginn 14. ágúst. Útför hans fer fram í Asker í Noregi miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 12. . Rita Moi, Kristian Jonsson Moi, Ingólfur Kristjánsson, Ólafía Einarsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Ingibjörg Birna Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.