Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 6

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Verð 539.900 kr. á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri Sími 588 8900 transatlantic.is Ævintýri Á slóðir Maya Indíána Mexíkó, Guatemala og Belize Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. hin þekkta píramída Tulum, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Við tökum svo nokkra daga á lúxus hóteli við Karabíska hafið þar sem allt er innifalið 4.-18 okt. 2016 Einstök ævintýraferð „Þetta leysir ekki neinn bráðavanda hjá ungu fólki til að komast inn á húsnæðismarkaðinn eða komast í öruggt húsnæði. Þetta mun vissu- lega létta undir með ákveðnum hópi en það er spurning hvort það er sá hópur sem mest þarf á aðstoð að halda núna,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, um boðaðar að- gerðir stjórnvalda í húsnæðismálum ungs fólks. Sérfræðingar ASÍ hafa rýnt í til- lögurnar og eru fyrstu viðbrögð þeirra þau að fyrirhugaðar aðgerðir gagnist sumum sem standi betur að vígi, helst tekjuháu fólki, sem hafi getu til að fara inn á markaðinn, en ekki öðrum og síst þeim sem standi veikum fótum fyrir, séu á lágum launum, og þeim sem eigi lítið sem ekkert eigið fé. „Þetta mun vissulega gagn- ast ákveðnum hópi en fyrir þann hóp sem er verst staddur núna, á ekki eigið fé og hefur ekki getu til að komast í gegnum greiðslumat, er þetta ekki lausnin,“ segir Henný. Hún bendir á að með þessu úr- ræði taki mjög langan tíma að koma sér upp eigin fé sem dugi til útborgunar í húsnæði. „Sá hópur sem er verst staddur verður jafn illa staddur næstu árin með þessu úrræði. Það eru frum- niðurstöður okkar,“ segir Henný. Að mati hennar taka aðgerðirnar ekki á neinn hátt á þeim grund- vallarvanda sem menn standa frammi fyrir vegna hárra vaxta eða þeim grundvallarbreytingum og umbótum sem gera þarf á húsnæðislánakerfinu. ,,Þetta er ekki leið í þá átt en gerir vissulega ákveðnum hópi kleift að fá skattaaf- slátt til að niðurgreiða þá háu vexti sem hér eru.“ Stór hópur áfram í sama vanda Spurð hversu fjölmennur sá hóp- ur ungs fólks sé sem eigi í miklum húsnæðisvanda segir hún ljóst að þorri ungs fólks í dag eigi í miklum erfiðleikum við að komast í gegnum greiðslumat, þar sem tekjurnar dugi ekki til þess. Sá hópur verði í sama vanda eftir sem áður enda sé ekki boðað að gera eigi neinar breytingar á greiðslumatinu. „Að eiga fyrir 15 til 20% útborg- un í hóflegri íbúð er líka stór hindr- un fyrir marga. Það er því mjög margt ungt fólk sem á í vanda í dag því það fellur í annan hvorn eða báða þessa flokka. Þetta gagnast vissulega fyrir þá sem komast yfir hjallann, komast í gegnum greiðslu- matið og hafa þokkalega greiðslu- getu, en við getum ekki talið þá til þeirra sem eiga í mestu vandræð- unum í dag,“ segir hún. omfr@mbl.is Leysir ekki neinn bráðavanda  Meginþorri ungs fólks í miklum erfiðleikum að komast í gegnum greiðslumat Henný Hinz Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam- þykkti í gær einróma bókun þar sem farið er fram á við innanrík- isráðherra og vegamálastjóra að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta. Mikilvægt sé að bregðast við stóraukinni umferð um Reykjanes- brautina og halda áfram að útrýma slysagildrum á henni, meðal annars með gerð hringtorga. Bókunin hef- ur verið send innanríkisráðherra og vegamálastjóra og afrit sent á þingmenn Suðurkjördæmis. Á undanförnum árum hafi um- ferð stóraukist bæði vegna íbúa- fjölgunar og stóraukins straums ferðamanna. Nú sé svo komið að ekki sé hægt að bíða lengur með að tvöfalda þennan vegarkafla. Bæjarstjórnin fer fram á tvöföldun Reykjanesbrautar Flugfélagið WOW-Air býður nú þeim sem eru með breskt rík- isfang, og ætla að flytjast búferlum til Íslands, frítt flug hingað til landsins. Upplýsingafulltrúi WOW-Air, Svanhvít Friðriksdóttir, segir í samtali við Morgunblaðið að til- gangur tilboðsins sé að vekja at- hygli á flugfélaginu og um leið Ís- landi. „Markmiðið er að reyna að gera eitthvað öðruvísi og skemmti- legt,“ segir Svanhvít. Breska dagblaðið Daily Star greindi frá tilboðinu á vef sínum í gær, en þar er bent á lága glæpa- og morðtíðni hér á landi og að Ís- land hafi jafnframt verið metið friðsælasta land heims á síðustu sex ársfundum Alþjóðaefnahags- ráðsins. Ljóst er að tíminn er naumur fyrir þá Breta sem kunna að reyn- ast áhugasamir því þeir hafa tíma fram til 1. október til að sanna fyr- ir félaginu að þeir hafi flust hingað til lands um borð í vél félagsins og fá þannig ferð sína til Íslands end- urgreidda. Tilboðið er sagt bundið við breska ríkisborgara sem flytj- ast til Íslands í að minnsta kosti eitt ár frá brottfarardegi. sh@mbl.is Bretar sem flytja fljúga frítt  Tilboð WOW-Air vekur athygli Morgunblaðið/Golli Flugvél Breska dagblaðið Daily Star fjallar um tilboð WOW-Air. Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Íslandspóstur þarf umboð kaupanda til tollskýrslugerðar á vöru sem flutt er til landsins ef vörurnar eru að tollverði 40.000 krónur eða yfir. Þetta staðfestir Hörður Davíð Harð- arson, yfirtollvörður tollafgreiðslu. Pósturinn rukkar tollskýrslugjald og í sumum tilfellum sérstakt við- bótarlínugjald auk aðflutnings- gjaldsins, en einstaklingar sem sjá sjálfir um tollskýrslugerð þurfa að- eins að greiða aðflutningsgjald. Í lok júní keypti maður vörur fyr- ir rúmar 40.000 krónur af erlendri vefsíðu og var sendingarkostnaður innifalinn. Er sendingin kom til landsins með Íslandspósti var mann- inum tilkynnt að Pósturinn hefði tollafgreitt vörurnar og að hann ætti að greiða 3.850 krónur fyrir toll- skýrslugerðina og 4.275 krónur fyrir línur til viðbótar í tollskýrslugerð, 450 krónur fyrir tollmeðferðargjald og 935 krónur fyrir umsýslugjald, auk aðflutningsgjalds sem nam 9.953 krónum. Maðurinn kvaðst ekki hafa beðið um þessa þjónustu og fór fram á farmnúmer sendingarinnar, svo hann gæti gert tollskýrslu sjálfur. Var honum tjáð að vörur sem kæmu til landsins færu sjálfkrafa í tollmeð- ferð hjá Póstinum og að einstakling- ar gætu ekki gert tollskýrslu sjálfir. Að lokum fékk maðurinn vilja sínum framgengt. Sparaði 8.000 krónur Síðan fór hann á vef tollsins, fyllti út tollskýrslublað og fór með blaðið til meðferðar hjá tollinum og greiddi þar aðflutningsgjald sem nam 11.728 krónum. Að lokum sótti mað- urinn vörurnar til Póstsins en var rukkaður um 450 krónur í tollmeðferðargjald þrátt fyrir að hafa séð um tollskýrslugerðina sjálf- ur. Hann taldi ekki ástæðu til frek- ari deilna og greiddi gjaldið. „Ef sendingin kostar yfir 40.000 krónur þarf að gera tollskýrslu og greiða Íslandspósti tollskýrslugjald ef hann fékk umboð, en undir 40.000 er einfaldari tollskýrsla gerð með sáralitlum upplýsingum,“ segir Hörður Davíð. Hann telur það mjög sérstakt ef Íslandspóstur hefur gert áðurnefnda tollskýrslu án umboðs. Oftast gerð einföld tollskýrsla Í flestum tilfellum þegar einstak- lingar flytja inn vörur frá útlöndum kosta þær minna en 40.000 krónur. Þá gerir Pósturinn einfalda toll- skýrslu og rukkar fyrir hana einfalt tollskýrslugjald sem nemur 550 krónum. Að sögn Önnu Katrínar Halldórs- dóttur, framkvæmdastjóra mark- aðs- og sölusviðs hjá Íslandspósti, tollafgreiðir Pósturinn allar toll- skyldar sendingar nema beðið sé um annað. Það sé til þess að hraða af- greiðslu sendinga, en flestir við- skiptavinir velja frekar þann kost að láta Póstinn sjá um tollafgreiðsluna. Vilji einstaklingar gera tollskýrsl- una sjálfir ætti þeim að vera það heimilt ef þeir fara fram á það. „Við- skiptavinirnir hafa óskað eftir því að við hefðum þetta svona. Það eru rosalega fáir einstaklingar sem vilja gera tollskýrslurnar sínar sjálfir því það er flókið að setja sig inn í þetta,“ segir Anna. Hún telur að ofangreint tilvik hafi að öllum líkindum verið mistök af hálfu Póstsins. Viðbótargjald fyrir vörur í mismunandi flokkum Anna segir að gjaldið sem Póst- urinn rukkar fyrir viðbótalínur í toll- skýrslu sé aukakostnaður ef vörurn- ar sem fluttar séu inn séu í mismunandi tollflokkum. „Einn toll- flokkur er innifalinn í skýrslunni, ef maður kaupir vörur úr fleiri flokk- um þá er rukkað viðbótarlínugjald sem er fast gjald.“ Ódýrara að gera tollskýrsluna sjálfur Morgunblaðið/Eggert Sparnaðarleið Íslendingar geta sparað ef þeir fylla sjálfir út tollskýrslu þegar þeir panta vörur frá útlöndum.  Við vöruinnflutning innheimtir Pósturinn tollskýrslugjald

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.