Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 62
62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ekki er erfitt að útskýra hvers vegna
Kína heillar svona marga. Langt í
austri er þetta dularfulla land á fleygi-
ferð inn í framtíðina, ríkt að menningu
og sögu, óviðjafnanlegum nátt-
úruundrum og risavöxnum stór-
borgum þar sem skýjakljúfarnir
teygja sig til himins.
Er ekki skrítið að Unnur Guðjóns-
dóttir skuli hafa tekið svo miklu ást-
fóstri við landið að hún hefur í 24 ár
staðið fyrir hópferðum til Kína. Þenn-
an veturinn skipuleggur Kínaklúbbur
Unnar ferð sem varir frá 1. til 19. nóv-
ember og liggur leiðin um marga
áhugaverðustu viðkomustaði „miðrík-
isins“ eins og landið heitir upp á kín-
versku. „Þetta er eiginlega óskaferðin
ef fólk fer bara einu sinni á ævinni til
Kína og viðdvöl á öllum aðalstöð-
unum,“ segir Unnur en ferðin felur í
sér þrjár flugferðir innanlands í Kína
og upplifa ferðalangar bæði miðhlut-
ann, suðrið og norðrið. „Við sjáum
bæði mismunandi borgir og bygg-
ingar, mismunandi landslag og borð-
um mjög mismunandi mat.“
Nútími og fortíð mætast
Ferðin hefst í Sjanghaí, aðal-
viðskipta- og fjármálaborg landsins.
„Það er hálfgerður hrepparígur á milli
Sjanghaí og Beijing, því á meðan Beij-
ing ræður öllu þá er Sjanghaí með
peningana. Við fáum að kynnast nú-
tímalegri heimsborg sem geymir þó
líka hverfi frá Ming-tímanum sem
haldist hefur óbreytt til okkar tíma,“
útskýrir Unnur. „Þá er farið yfir til
borgarinnar Suzhou. Hún er á svæði
þar sem veðráttan er geysilega góð
fyrir mórberjarunnaræktun og um
leið kjörskilyrði til að framleiða silki
því silkiormurinn lifir á runnunum.
Þetta er afskaplega fallegt svæði, mik-
ið um vötn og liggur leiðin áleiðis til
Tongli sem er lítill og bílalaus bær.
Þar fara allir um ýmist gangandi, á
bátum, eða með rikksjá og hægt að
hverfa aftur í tímann.“
Næst heldur hópurinn til Guilin þar
sem landslagið þykir engu líkt; flatt og
grænt en með smáum og bröttum fjöll-
um á víð og dreif sem gnæfa yfir hrís-
grjónaökrunum. „Þetta svæði er af-
skaplega fagurt og siglum við part úr
degi á fljótinu Lí sem rennur síðan út í
Perlufljótið. Finnum við svo bæinn
Yangshuo sem er líka forn og bílalaus
byggð.“
Staðfastir hermenn
Þá er flogið til Xían og meðal annars
litið á terrakotta-leirherinn sem hefur
staðið vörð frá því 200 árum fyrir
Krist. „Svo förum við til Beijing sem
er lokastaðurinn. Þar er Kínamúrinn
heimsóttur, Torg hins himneska frið-
ar, Forboðna borgin og Sumarhöllin,
en við kíkjum líka á náttúruminjasafn-
ið sem er mjög áhrifaríkt og spenn-
andi. Þar er meðal annars að finna
beinagrindur af 65 milljón ára risaeðl-
um sem eru svo heillegar að vantar
varla tönn í kjaftinn á þeim.“
Unnur er löngu orðin þekkt fyrir að
skipuleggja vandaðar og fræðandi
ferðir þar sem vel er hugsað um gesti
og tíminn vel nýttur. Þannig leggur
Unnur áherslu á að gisting sé mið-
svæðis. „Ég vil ekki eyða tíma í að vera
að keyra frá úthverfum inn í borgirnar
þó að það gæti gert gistinguna ódýr-
ari. Fólk á að sjá og upplifa á ferðum
sínum frekar en að standa í löngum
flutningum,“ segir Unnur en fyrir
hverja ferð útbýr hún upplýs-
ingapakka um áfangastaðina og sögu
landsins og heldur kynningu fyrir hóp-
inn áður en haldið er af stað.
Hagstæð gengisþróun
Að sögn Unnar er ekki eftir neinu
að bíða að skoða Kína enda breytist
landið svo hratt og aldrei að vita hve-
nær hið forna og upprunalega víkur
fyrir nútímanum. Ekki skemmir held-
ur fyrir að kínverski gjaldmiðillinn,
renminbíið, er að veikjast á meðan
krónan styrkist. „Renminbí kostaði
19,80 krónur í janúar en núna 17,80 og
munar um minna. Er það meðal ann-
ars út af þessari hagstæðu geng-
isþróun að ég get boðið þeim sem
bóka fyrir ágústlok 60.000 kr. afslátt.“
Þá hefur marga kosti að uppgötva
Kína í hópferð, þar sem fagmenn sjá
um leiðsögn og utanumhald. Tungu-
mála- og menningarmunur þýðir að
erfiðara getur verið að heimsækja
Kína á eigin vegum en mörg önnur
lönd. „Þegar ferðast er í hóp sleppur
fólk líka við alls kyns umstang eins og
að sækja um áritun. Ég fæ hópferða-
áritun og þarf ekki önnur gögn frá
ferðalöngunum en nafn og fæðing-
ardag. Ekki þarf að standa í biðröð á
flugvöllunum og ekki einu sinni að
skrifa sig inn á hótelin því ég er búin
að ganga frá því öllu.“
Góður taktur og enginn asi
Þó farið sé víða er þægilegur hraði
á skipulagi ferðarinnar. „Þetta er ekk-
ert voðalega mikil ganga og þá allt á
jafnsléttu og í rólegheitunum. Ég
stjórna öllum sem koma nálægt þessu
og enginn bílstjóri eða leiðsögumaður
sem rekur á eftir mér. Hóparnir geta
verið misjafnir og laga ég hraðann að
ferðalöngunum og sé til þess að eng-
inn heltist úr lestinni. Við byrjum
aldrei eldsnemma, fólk þarf ekki að
rífa sig upp og getur gefið sér góðan
tíma til að njóta æðislegs morg-
unverðarins á þessum 4 og 5 stjörnu
hótelum þar sem við gistum.“
Aðspurð hvort viðskiptavinirnir fái
mikið menningarsjokk segir Unnur að
það sé þá aðallega vegna þess að land-
ið kemur skemmtilega á óvart. „Við
höfum mörg mjög lélega mynd af
Kína og fréttirnar þaðan eru oft í leið-
inlegri kantinum. Eitt af því sem fólk-
ið í ferðunum mínum tekur iðulega
fyrst eftir er hvað almenningur lítur
vel út og hvað Kínverjarnir virðast
ánægðir og brosmildir. Núna er að
vaxa úr grasi kynslóð sem hefur alist
upp við miklar framfarir og ekki
kynnst þeim hörmungum síðustu ald-
ar sem eflaust mótuðu eldri kynslóð-
ina.“
„Þetta er óskaferðin ef fólk fer
bara einu sinni á ævinni til Kína“
Kínaklúbburinn fer í rúmlega tveggja vikna ferðalag í nóvember Skoða öll helstu undur Kína og
upplifa matinn og menninguna á hverjum stað Kínamúrinn og Sjanghaí meðal viðkomustaða
AFP
Heimar Kína er gríðarstórt land og hefur hvert hérað sín sérkenni og sögu. Stúlkur í þjóðbúningum stíga hér dans í Xichang í Sichuan-héraði.
Morgunblaðið/RAX
Uppgötvun Unnur segir það helst koma Íslendingum á óvart hvað Kínverjar eru almennt ánægðir og brosmildir.
AFP
Miðstöð Flogið er til Sjanghaí, fjármalahöfuðborgar SA-Asíu. Þar skortir ekki lúxusinn og metnaðinn.
HAUSTferðir 2016